Lífið

Óskarsverðlaunin í janúar?

Hugmyndir eru uppi um að færa Óskarsverðlaunahátíðina og halda hana í janúar.
Hugmyndir eru uppi um að færa Óskarsverðlaunahátíðina og halda hana í janúar.

Mikill titringur er í Hollywood um þessar mundir vegna hugmynda sem virðast vera uppi um að færa Óskarsverðlaunahátíðina. Hátíðin hefur hingað til verið haldin í mars, en samkvæmt vefsíðunni Deadline.com gæti farið svo að hátíðin fari fram í janúar á næsta ári.

„Verðlaunatímabilið er allt of langt í dag,“ er haft eftir heimildarmanni Deadline.com. Þar er vísað í að Óskarsverðlaunin teygi tímabilið of mikið, en á meðal verðlauna sem eru afhent fyrr á árinu eru Emmy, Golden Globes og BAFTA. „Tilfærslan myndi stytta tímann sem fólk hefur í „kosningabaráttu“. Þetta myndi einnig gera Óskarsverðlaunin aðalhátíðina á ný. Eina slæma við þetta er að fólk ætti erfitt með að sjá allar myndirnar sem eru tilnefndar áður en hátíðin færi fram.“

Enginn hefur stigið fram og staðfest hugmyndirnar. Annar heimildarmaður telur ólíklegt að þær nái fram að ganga vegna þess að margir nefndarmenn séu komnir á aldur og muni ekki tileinka sér tæknilegar umbætur sem þyrfti að ráðast í til þess að tilfærslan yrði að veruleika.

Ef af þessu verður er ljóst að tímabilið sem stórmyndirnar eru sýndar myndi styttast og færast til. Bíóunnendur þyrftu því að aðlagast nýjum tímum eins og nefndarmennirnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.