Valdið er fólksins Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Sjónarmið í þá veru að í íslensk stjórnmál skorti sterkan leiðtoga skjóta reglulega upp kollinum í almennri umræðu, þótt vera kunni að þau séu algengari úr einum ranni stjórnmálanna en öðrum. Í byrjun þessarar viku birti Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis og samgönguráðherra, pistil á Netinu undir yfirskriftinni „Við þurfum þjóðarleiðtoga!" og helst á honum að heyra að slíkan kost væri að finna í forystu þeirra flokka sem nú eru í stjórnarandstöðu. „Við þurfum öfluga leiðtoga til þess að koma okkur út úr vandanum," skrifaði Sturla. Leiðtogadýrkun hefur leitt þjóðir svo illilega afvega að enn standa opin sár frá því fyrir áratugum síðan og vert að gæta sín á slíkum átrúnaði. Þá virðist sem að með leit sinni að leiðtoga til að styðjast við varpi fólk um leið frá sér þeirri ábyrgð að taka sjálft afstöðu og komast að skynsamlegri niðurstöðu um hvaða leiðir eru vænlegastar. Hins vegar má vera að þeir sem lítinn áhuga hafa á að horfast í augu við afleiðingar fyrri átrúnaðar og atburði fortíðar telji þægilegast að leita aftur í skjól einhvers sem hugsar og tekur ákvarðanir fyrir þá. Fremur en að hlaupast frá aðsteðjandi vanda væri nú óskandi að fólk sýndi þann dug að setja sig inn í mál og taka upplýsta afstöðu. Standi fólk undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að vera þegn í lýðræðisríki þarf engan leiðtoga til. Eftir viku gengur þjóðin að óbreyttu til kosninga um lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna sem Alþingi samþykkti 30. desember síðastliðinn og forseti Íslands neitaði að staðfesta fimmta janúar. Reyndar varð leiðarahöfundur fyrir miklum vonbrigðum með forseta sinn þegar hann synjaði lögunum staðfestingar. Fyrsta hugsunin var sú að forsetinn hefði svikið þjóð sína, svikið hana um tiltölulega farsæla lausn á máli sem í allt of langan tíma hafði fengið að standa í vegi fyrir nauðsynlegri endurreisn. Vonarglæta var þó í því að Bretar og Hollendingar virtust tilbúnir til að endurskoða gerða samninga. Gagntilboð um breytilega vexti og vaxtalaust tímabil kann þannig að vera hagstæðara en sá samningur sem til stendur að kjósa um næsta laugardag. Samninganefnd Íslands er hins vegar komin heim og Bretar og Hollendingar hafa sagst hafa sett fram sitt besta boð og hafa hafnað síðustu hugmyndum íslensku samninganefndarinnar. Full ástæða virðist til að efast um vilja sumra þeirra sem hæst hafa talað gegn Icesave-samningunum til að komast að nokkurri niðurstöðu í málinu. Í það minnsta þykir undirrituðum ljóst að náist ekki niðurstaða á þessum dögum sem til stefnu eru fram að þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé vandséð að stjórnmálaleiðtogar landsins geti nokkurn tímann komið sér saman um að ljúka málinu. Í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu gefst fólki fágætt tækifæri til að taka málið úr höndum misviturra stjórnmálamanna og leiða það til lykta með því að staðfesta lögin sem Alþingi setti í desemberlok. Vandséð er að einhver vaxtaprósentuábati fái vegið upp þann skaða sem frekari töf veldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Sjónarmið í þá veru að í íslensk stjórnmál skorti sterkan leiðtoga skjóta reglulega upp kollinum í almennri umræðu, þótt vera kunni að þau séu algengari úr einum ranni stjórnmálanna en öðrum. Í byrjun þessarar viku birti Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis og samgönguráðherra, pistil á Netinu undir yfirskriftinni „Við þurfum þjóðarleiðtoga!" og helst á honum að heyra að slíkan kost væri að finna í forystu þeirra flokka sem nú eru í stjórnarandstöðu. „Við þurfum öfluga leiðtoga til þess að koma okkur út úr vandanum," skrifaði Sturla. Leiðtogadýrkun hefur leitt þjóðir svo illilega afvega að enn standa opin sár frá því fyrir áratugum síðan og vert að gæta sín á slíkum átrúnaði. Þá virðist sem að með leit sinni að leiðtoga til að styðjast við varpi fólk um leið frá sér þeirri ábyrgð að taka sjálft afstöðu og komast að skynsamlegri niðurstöðu um hvaða leiðir eru vænlegastar. Hins vegar má vera að þeir sem lítinn áhuga hafa á að horfast í augu við afleiðingar fyrri átrúnaðar og atburði fortíðar telji þægilegast að leita aftur í skjól einhvers sem hugsar og tekur ákvarðanir fyrir þá. Fremur en að hlaupast frá aðsteðjandi vanda væri nú óskandi að fólk sýndi þann dug að setja sig inn í mál og taka upplýsta afstöðu. Standi fólk undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að vera þegn í lýðræðisríki þarf engan leiðtoga til. Eftir viku gengur þjóðin að óbreyttu til kosninga um lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna sem Alþingi samþykkti 30. desember síðastliðinn og forseti Íslands neitaði að staðfesta fimmta janúar. Reyndar varð leiðarahöfundur fyrir miklum vonbrigðum með forseta sinn þegar hann synjaði lögunum staðfestingar. Fyrsta hugsunin var sú að forsetinn hefði svikið þjóð sína, svikið hana um tiltölulega farsæla lausn á máli sem í allt of langan tíma hafði fengið að standa í vegi fyrir nauðsynlegri endurreisn. Vonarglæta var þó í því að Bretar og Hollendingar virtust tilbúnir til að endurskoða gerða samninga. Gagntilboð um breytilega vexti og vaxtalaust tímabil kann þannig að vera hagstæðara en sá samningur sem til stendur að kjósa um næsta laugardag. Samninganefnd Íslands er hins vegar komin heim og Bretar og Hollendingar hafa sagst hafa sett fram sitt besta boð og hafa hafnað síðustu hugmyndum íslensku samninganefndarinnar. Full ástæða virðist til að efast um vilja sumra þeirra sem hæst hafa talað gegn Icesave-samningunum til að komast að nokkurri niðurstöðu í málinu. Í það minnsta þykir undirrituðum ljóst að náist ekki niðurstaða á þessum dögum sem til stefnu eru fram að þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé vandséð að stjórnmálaleiðtogar landsins geti nokkurn tímann komið sér saman um að ljúka málinu. Í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu gefst fólki fágætt tækifæri til að taka málið úr höndum misviturra stjórnmálamanna og leiða það til lykta með því að staðfesta lögin sem Alþingi setti í desemberlok. Vandséð er að einhver vaxtaprósentuábati fái vegið upp þann skaða sem frekari töf veldur.