Ólafur Þ. Stephensen: Rotið kerfi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. apríl 2010 06:00 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis staðfestir þá mynd sem birzt hefur smátt og smátt í fréttum eftir að bankakerfið hrundi; í bönkunum var orðið til rotið kerfi, þar sem stóru eigendurnir völsuðu um og misnotuðu stöðu sína, á kostnað smærri hluthafa og sparifjáreigenda. Krosseignatengslin í bankakerfinu, en þau setur rannsóknarnefndin fram á myndum, sem eru hinum almenna lesanda óskiljanlegar vegna þess hve flókin þau eru, sköpuðu áhættu sem átti sinn þátt í að fella kerfið. Þannig bendir nefndin á að sömu fyrirtækjahóparnir hafi skapað áhættu í mörgum bönkum. Skýrasta dæmið hafi verið Baugur Group, sem myndaði stóra áhættu í öllum bönkunum. Baugsfjölskyldan í heild „myndar svo stóra áhættu hjá bankakerfinu að fullyrða má að enginn bankanna hafi haft efni á að gjaldfella lán á aðila tengda þeim, vegna hugsanlegra keðjuverkandi áhrifa," segir rannsóknarnefndin. Hún telur að Baugur og tengd félög hafi af þessum sökum haft tangarhald á bönkunum, sem héldu áfram að lána og lána. Sama máli gegndi um Existu, Björgólfsfeðga og Ólaf Ólafsson, þótt nefndin telji að áhætta þeim tengd hafi verið nokkru minni. Þessi áhætta varð ekki sízt til vegna þess að stærstu lántakendurnir voru einnig stærstu eigendur bankanna og höfðu í krafti þeirrar stöðu óeðlileg áhrif á ákvarðanir um útlán. Rannsóknarnefndin nefnir sem dæmi að Baugur og FL Group hafi beitt ráðandi stöðu sinni í Glitni til að hafa áhrif á lánveitingar. Lánveitingar til nýrra eigenda og stjórnenda Glitnis hafi aukizt verulega eftir stjórnar- og forstjóraskipti vorið 2007. „Því bera dæmin um Baugshópinn og Fonshópinn vitni," segir nefndin. Þessi niðurstaða setur athugasemdir forsvarsmanna þessara fyrirtækja við nýlega stefnu skilanefndar Glitnis gegn þeim og starfsmönnum bankans óneitanlega í nýtt ljós. Í rannsóknarskýrslunni eru sömuleiðis skýrar vísbendingar um að eigendur bankanna hafi misnotað peningamarkaðssjóði þeirra. Tugir þúsunda Íslendinga töpuðu tugum milljarða króna í peningamarkaðssjóðunum þegar bankarnir féllu. Misserin fyrir hrun höfðu sjóðirnir aukið fjárfestingar sínar í verðbréfum, sem tengdust eigendum bankanna. Það telur rannsóknarnefndin ekki tilviljun. Eftir að Baugur varð stór hluthafi í Glitni, jukust fjárfestingar hins fræga Sjóðs 9 í bréfum félagsins, þrátt fyrir erfiðleika þess. Sama átti við í tilviki peningamarkaðssjóðs Landsbankans og Samsonar, félags Björgólfsfeðga. Samson gekk að endurfjármögnun vísri hjá sjóðnum, segir rannsóknarnefndin. Eigi að takast að endurreisa heilbrigðan fjármálamarkað á Íslandi, þar sem almenningur telur hlutabréf og verðbréf traustan fjárfestingarkost og fyrirtæki geta fjármagnað sig með eðlilegum hætti, er lykilatriði að girða fyrir að þessi leikur geti endurtekið sig. Hluti af því er að hindra að krosseignarhald geti orðið jafnflókið og raun bar vitni. Sömuleiðis þarf að fylgja því fast fram að bankarnir sneiði ekki hjá reglum um áhættustýringu. Reynslan af bankahruninu sýnir ekki sízt að hefðbundnu, varkáru bankamennirnir sem hafa áhyggjur af áhættu og forðast hana eins og þeir geta, eiga framtíðina fyrir sér. Útrásarvíkingarnir gerðu grín að þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis staðfestir þá mynd sem birzt hefur smátt og smátt í fréttum eftir að bankakerfið hrundi; í bönkunum var orðið til rotið kerfi, þar sem stóru eigendurnir völsuðu um og misnotuðu stöðu sína, á kostnað smærri hluthafa og sparifjáreigenda. Krosseignatengslin í bankakerfinu, en þau setur rannsóknarnefndin fram á myndum, sem eru hinum almenna lesanda óskiljanlegar vegna þess hve flókin þau eru, sköpuðu áhættu sem átti sinn þátt í að fella kerfið. Þannig bendir nefndin á að sömu fyrirtækjahóparnir hafi skapað áhættu í mörgum bönkum. Skýrasta dæmið hafi verið Baugur Group, sem myndaði stóra áhættu í öllum bönkunum. Baugsfjölskyldan í heild „myndar svo stóra áhættu hjá bankakerfinu að fullyrða má að enginn bankanna hafi haft efni á að gjaldfella lán á aðila tengda þeim, vegna hugsanlegra keðjuverkandi áhrifa," segir rannsóknarnefndin. Hún telur að Baugur og tengd félög hafi af þessum sökum haft tangarhald á bönkunum, sem héldu áfram að lána og lána. Sama máli gegndi um Existu, Björgólfsfeðga og Ólaf Ólafsson, þótt nefndin telji að áhætta þeim tengd hafi verið nokkru minni. Þessi áhætta varð ekki sízt til vegna þess að stærstu lántakendurnir voru einnig stærstu eigendur bankanna og höfðu í krafti þeirrar stöðu óeðlileg áhrif á ákvarðanir um útlán. Rannsóknarnefndin nefnir sem dæmi að Baugur og FL Group hafi beitt ráðandi stöðu sinni í Glitni til að hafa áhrif á lánveitingar. Lánveitingar til nýrra eigenda og stjórnenda Glitnis hafi aukizt verulega eftir stjórnar- og forstjóraskipti vorið 2007. „Því bera dæmin um Baugshópinn og Fonshópinn vitni," segir nefndin. Þessi niðurstaða setur athugasemdir forsvarsmanna þessara fyrirtækja við nýlega stefnu skilanefndar Glitnis gegn þeim og starfsmönnum bankans óneitanlega í nýtt ljós. Í rannsóknarskýrslunni eru sömuleiðis skýrar vísbendingar um að eigendur bankanna hafi misnotað peningamarkaðssjóði þeirra. Tugir þúsunda Íslendinga töpuðu tugum milljarða króna í peningamarkaðssjóðunum þegar bankarnir féllu. Misserin fyrir hrun höfðu sjóðirnir aukið fjárfestingar sínar í verðbréfum, sem tengdust eigendum bankanna. Það telur rannsóknarnefndin ekki tilviljun. Eftir að Baugur varð stór hluthafi í Glitni, jukust fjárfestingar hins fræga Sjóðs 9 í bréfum félagsins, þrátt fyrir erfiðleika þess. Sama átti við í tilviki peningamarkaðssjóðs Landsbankans og Samsonar, félags Björgólfsfeðga. Samson gekk að endurfjármögnun vísri hjá sjóðnum, segir rannsóknarnefndin. Eigi að takast að endurreisa heilbrigðan fjármálamarkað á Íslandi, þar sem almenningur telur hlutabréf og verðbréf traustan fjárfestingarkost og fyrirtæki geta fjármagnað sig með eðlilegum hætti, er lykilatriði að girða fyrir að þessi leikur geti endurtekið sig. Hluti af því er að hindra að krosseignarhald geti orðið jafnflókið og raun bar vitni. Sömuleiðis þarf að fylgja því fast fram að bankarnir sneiði ekki hjá reglum um áhættustýringu. Reynslan af bankahruninu sýnir ekki sízt að hefðbundnu, varkáru bankamennirnir sem hafa áhyggjur af áhættu og forðast hana eins og þeir geta, eiga framtíðina fyrir sér. Útrásarvíkingarnir gerðu grín að þeim.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun