Norðlenska hljóðvillan II Davíð Þór Jónsson skrifar 7. ágúst 2010 06:00 Í síðasta pistli fjallaði ég lítillega um norðlensku hljóðvilluna og mikilvægi þess að sporna við henni. Ég staldraði einkum við annað megineinkenni hennar, röddun nef- og hliðarhljóða á undan fráblásnum lokhljóðum í orðum eins og „stúlka", „pumpa" og „fantur" og útskýrði af hverju hún væri röng. Nú ætla ég að taka hitt megineinkennið fyrir, óeðlilegan stafsetningarframburð fráblásinna lokhljóða sem standa á milli tveggja sérhljóða í orðum eins og „poki", „bátur" og „pípa". Þessi framburður er gjarnan réttlættur með því að svona séu orðin skrifuð. Þá er gengið út frá því að stafsetning orða ráði öllu um framburð þeirra. Þetta er reginfirra. Hljóðfræði tungunnar vegur auðvitað mun þyngra. Um þetta bera orð eins og „tafla" og „negldi" vitni. Jafnvel þeir sem af mestu offorsi spýta út úr sér p, t og k bera þau ekki fram eins og þau eru stafsett. Það er algild framburðarregla í íslensku að sérhljóð sem ramma af samhljóða veikja framburð þeirra. Þannig ber enginn orðið „afi" fram eins og það er stafsett, sérhljóðin veikja f svo það er borið fram eins og v. Þetta veldur engum misskilningi, þrátt fyrir allar stafsetningarreglur. Enginn ruglar saman orðunum „pabbi" og „pappi", ekki einu sinni „pappi" og „papi". Lengd sérhljóðanna ræður úrslitum, ekki áherslan á samhljóðið. Enginn ber orðið „hagi" fram með lokhljóði, eins og eðlilegt er að bera fram orðið „haki". Sérhljóðin, sitt hvorum megin við g, gera það að önghljóði. Væri rétt að bera fram orðið „poki" með norðlenskri áherslu á k hlyti því einnig að vera rétt að bera fram f í „afi". Þannig stenst norðlenska hljóðvillan ekki sín eigin rök, fyrir utan hið augljósa lýti sem að því er að skyrpa út úr sér málhljóðunum af slíkum þrótti að opinn eldur flöktir í námunda og hárið blaktir á viðmælandanum. Þess vegna ber okkur að efla til almennrar vitundarvakningar og skera upp herör gegn þessari úrkynjun tungumálsins. Byrja mætti á því að ráða ekki fólk, sem svona talar, til starfa á ljósvakamiðlum - enda um alvarlegan talgalla að ræða. Réttur framburður er stundum kallaður „latmælgi" af fólki sem ræður ekki við hann. Þetta er algert rangnefni. Fólk brennir ekki hitaeiningum með hljóðfræðilegum þjösnaskap. Komi leti málinu við er hún andleg og í því fólgin að nenna ekki að temja sér sáraeinfaldar, algildar framburðarreglur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Í síðasta pistli fjallaði ég lítillega um norðlensku hljóðvilluna og mikilvægi þess að sporna við henni. Ég staldraði einkum við annað megineinkenni hennar, röddun nef- og hliðarhljóða á undan fráblásnum lokhljóðum í orðum eins og „stúlka", „pumpa" og „fantur" og útskýrði af hverju hún væri röng. Nú ætla ég að taka hitt megineinkennið fyrir, óeðlilegan stafsetningarframburð fráblásinna lokhljóða sem standa á milli tveggja sérhljóða í orðum eins og „poki", „bátur" og „pípa". Þessi framburður er gjarnan réttlættur með því að svona séu orðin skrifuð. Þá er gengið út frá því að stafsetning orða ráði öllu um framburð þeirra. Þetta er reginfirra. Hljóðfræði tungunnar vegur auðvitað mun þyngra. Um þetta bera orð eins og „tafla" og „negldi" vitni. Jafnvel þeir sem af mestu offorsi spýta út úr sér p, t og k bera þau ekki fram eins og þau eru stafsett. Það er algild framburðarregla í íslensku að sérhljóð sem ramma af samhljóða veikja framburð þeirra. Þannig ber enginn orðið „afi" fram eins og það er stafsett, sérhljóðin veikja f svo það er borið fram eins og v. Þetta veldur engum misskilningi, þrátt fyrir allar stafsetningarreglur. Enginn ruglar saman orðunum „pabbi" og „pappi", ekki einu sinni „pappi" og „papi". Lengd sérhljóðanna ræður úrslitum, ekki áherslan á samhljóðið. Enginn ber orðið „hagi" fram með lokhljóði, eins og eðlilegt er að bera fram orðið „haki". Sérhljóðin, sitt hvorum megin við g, gera það að önghljóði. Væri rétt að bera fram orðið „poki" með norðlenskri áherslu á k hlyti því einnig að vera rétt að bera fram f í „afi". Þannig stenst norðlenska hljóðvillan ekki sín eigin rök, fyrir utan hið augljósa lýti sem að því er að skyrpa út úr sér málhljóðunum af slíkum þrótti að opinn eldur flöktir í námunda og hárið blaktir á viðmælandanum. Þess vegna ber okkur að efla til almennrar vitundarvakningar og skera upp herör gegn þessari úrkynjun tungumálsins. Byrja mætti á því að ráða ekki fólk, sem svona talar, til starfa á ljósvakamiðlum - enda um alvarlegan talgalla að ræða. Réttur framburður er stundum kallaður „latmælgi" af fólki sem ræður ekki við hann. Þetta er algert rangnefni. Fólk brennir ekki hitaeiningum með hljóðfræðilegum þjösnaskap. Komi leti málinu við er hún andleg og í því fólgin að nenna ekki að temja sér sáraeinfaldar, algildar framburðarreglur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun