Sport

Manning verður launahæsti leikmaðurinn í sögu NFL

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts, ætlar sér að gera einstakan samning við leikstjórnandann Peyton Manning. Samningurinn verður sá stærsti í sögu NFL og mun halda Manning hjá Colts til enda ferilsins.

Núverandi samningur Manning átti að renna út árið 2012 en þar sem hann hefur náð ákveðnum leikjafjölda og mun samningurinn renna út eftir næstu leiktíð.

Manning, sem orðinn er 33 ára, skrifaði undir samning árið 2004 sem skilar honum rúmum 99 milljónum dollara. Inni í þeim samningi var bónus upp á 34,5 milljónir dollara sem greiddur var við undirskrift. Það er stærsti bónus í sögu deildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×