Drungalegur millikafli Kristjana Arnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2010 13:00 Harry Potter, Ron Weasly og Hermione Granger halda áfram baráttu sinni við Voldemort í Dauðadjásnunum. Bíó Harry Potter og dauðadjásnin Fyrri hluti Leikstjóri: David Yates. Aðalhlutverk: Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint o.fl. Það var með mikilli spennu og tilhlökkun að ég fór að sjá sjöundu bókina um galdrastrákinn Harry Potter vakna til lífsins á hvíta tjaldinu á fimmtudagskvöldið. Rúmt ár er síðan sjötta myndin, Harry Potter og blendingsprinsinn, var frumsýnd og ég því farin að engjast eftir lokakaflanum. Það er alveg hægt að segja að Harry Potter og dauðadjásnin skeri sig algjörlega frá hinum úr seríunni, þessi mynd er mun drungalegri. Voldemort hefur jafnt og þétt safnað í sig kröftum í gegnum myndirnar og er nú orðinn öflugri sem aldrei fyrr. Eina leiðin til að sigra hann er að halda áfram verkefni Dumbledores, finna helkrossana og tortíma þeim. Þríeykið Harry, Ron og Hermione finnur út að til þess að stofna ekki öllum í hættu, verða þau að leggja upp í ferðlagið ein og óstudd. Auðvitað lenda þau í fáránlegum hremmingum trekk í trekk en þar sem þau eru búin að læra við Hogwarts í fjölda ára kunna þau alla réttu galdrana til að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg. Drunginn sem hvíldi yfir myndinni lét mig oft á tíðum ríghalda í sætið og ég fann til með fjölskyldufólkinu sem kom með litlu börnin að horfa á uppáhalds galdrastrákinn sinn lenda í ævintýrum. Þessi ævintýri eru einfaldlega orðin of ógnvekjandi fyrir litla fólkið. Myndin var mjög góð á köflum en oft komu langar senur af Harry og félögum sem hægt hefði verið að stytta. Mér fannst líka undarlegt að þríeykið hefði getað látið sig hverfa svona eins og þau gerðu og engin viðbrögð frá þeirra allra nánustu sýnd. Einnig fannst mér að lokasenan hefði getað verið lengri og flottari, en á móti kemur að þetta voru ekki blálokin. Seinni hlutinn er enn eftir. Leikarahópurinn hefur meira og minna verið sá sami í gegnum allar myndirnar. Mér fannst Emma Watson mjög sannfærandi í hlutverki sínu sem Hermione Granger, en hún er loksins hætt að vera óþolandi nemandinn í Hogwarts sem allt veit. Alan Rickman skilar sínu vel sem prófessor Severus Snape og Ralph Fiennes er ógnvekjandi sem Voldemort, en hann verður eflaust í burðarhlutverki í seinni hlutanum. Sem forfallinn Harry Potter nörd finnst mér gaman að sjá hvert lokakaflinn stefnir, þessi spenna og þessi drungi eru algjörlega að virka. Hins vegar er þessi mynd of mikill undanfari að því sem koma skal í síðustu myndinni sem ráðgert er að sýna næsta sumar. Þessi hluti verður eflaust betri þegar horft verður á báða hlutana í einu og þar af leiðandi ætla ég að bíða með endanlega dóm yfir þessari mynd. Ég bíð spennt eftir endalokunum, þau verða eflaust rosaleg. Niðurstaða: Fín afþreying en áhorfandinn vill óneitanlega fá meira, sjálfan lokakaflann. Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó Harry Potter og dauðadjásnin Fyrri hluti Leikstjóri: David Yates. Aðalhlutverk: Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint o.fl. Það var með mikilli spennu og tilhlökkun að ég fór að sjá sjöundu bókina um galdrastrákinn Harry Potter vakna til lífsins á hvíta tjaldinu á fimmtudagskvöldið. Rúmt ár er síðan sjötta myndin, Harry Potter og blendingsprinsinn, var frumsýnd og ég því farin að engjast eftir lokakaflanum. Það er alveg hægt að segja að Harry Potter og dauðadjásnin skeri sig algjörlega frá hinum úr seríunni, þessi mynd er mun drungalegri. Voldemort hefur jafnt og þétt safnað í sig kröftum í gegnum myndirnar og er nú orðinn öflugri sem aldrei fyrr. Eina leiðin til að sigra hann er að halda áfram verkefni Dumbledores, finna helkrossana og tortíma þeim. Þríeykið Harry, Ron og Hermione finnur út að til þess að stofna ekki öllum í hættu, verða þau að leggja upp í ferðlagið ein og óstudd. Auðvitað lenda þau í fáránlegum hremmingum trekk í trekk en þar sem þau eru búin að læra við Hogwarts í fjölda ára kunna þau alla réttu galdrana til að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg. Drunginn sem hvíldi yfir myndinni lét mig oft á tíðum ríghalda í sætið og ég fann til með fjölskyldufólkinu sem kom með litlu börnin að horfa á uppáhalds galdrastrákinn sinn lenda í ævintýrum. Þessi ævintýri eru einfaldlega orðin of ógnvekjandi fyrir litla fólkið. Myndin var mjög góð á köflum en oft komu langar senur af Harry og félögum sem hægt hefði verið að stytta. Mér fannst líka undarlegt að þríeykið hefði getað látið sig hverfa svona eins og þau gerðu og engin viðbrögð frá þeirra allra nánustu sýnd. Einnig fannst mér að lokasenan hefði getað verið lengri og flottari, en á móti kemur að þetta voru ekki blálokin. Seinni hlutinn er enn eftir. Leikarahópurinn hefur meira og minna verið sá sami í gegnum allar myndirnar. Mér fannst Emma Watson mjög sannfærandi í hlutverki sínu sem Hermione Granger, en hún er loksins hætt að vera óþolandi nemandinn í Hogwarts sem allt veit. Alan Rickman skilar sínu vel sem prófessor Severus Snape og Ralph Fiennes er ógnvekjandi sem Voldemort, en hann verður eflaust í burðarhlutverki í seinni hlutanum. Sem forfallinn Harry Potter nörd finnst mér gaman að sjá hvert lokakaflinn stefnir, þessi spenna og þessi drungi eru algjörlega að virka. Hins vegar er þessi mynd of mikill undanfari að því sem koma skal í síðustu myndinni sem ráðgert er að sýna næsta sumar. Þessi hluti verður eflaust betri þegar horft verður á báða hlutana í einu og þar af leiðandi ætla ég að bíða með endanlega dóm yfir þessari mynd. Ég bíð spennt eftir endalokunum, þau verða eflaust rosaleg. Niðurstaða: Fín afþreying en áhorfandinn vill óneitanlega fá meira, sjálfan lokakaflann.
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira