Gott samnorrænt grín Atli Fannar Bjarkason skrifar 1. október 2010 10:00 Frímann býður gesti velkomna í Háskólabíó á miðvikudagskvöld. Fréttablaðið/Daníel Skemmtun *** Kvöldstund með Frímanni Gunnarssyni Fram komu: Gunnar Hansson sem Frímann Gunnarsson, Ari Eldjárn, André Wickström, Linda Mahala, Frank Hvam, Casper Christensen, Jón Gnarr o.fl. Leikstjóri: Ragnar Hansson Nýjustu þættir bræðranna Ragnars og Gunnars Hanssona, Mér er gamanmál með Frímanni Gunnarssyni, lofa mjög góðu. Í þáttunum ferðast Frímann um Norðurlöndin og hittir vinsæla grínista í hverju landi. Til að fagna þáttunum var haldið skemmtikvöld í Háskólabíói á miðvikudagskvöld þar sem Frímann kom fram ásamt nokkrum grínistum úr þáttunum og öðrum fyndnum. Eftir vonlaust, uppskrúfað en alls ekki tilgangslaust atriði frá syngjandi kontrabassaleikara steig fyrsti grínistinn á svið. Ari Eldjárn hóf leikinn af krafti og náði troðfullum salnum auðveldlega á sitt band. Ari fór hratt yfir, dritaði bröndurunum yfir viðstadda sem átu hreinlega úr lófa hans. Næstur á svið var einn vinsælasti grínisti Finna, André Wickström. Hann stóð sig mjög vel, þrátt fyrir að geta augljóslega ekki flutt grínið á eigin tungumáli. Tungumál voru reyndar hálfgert þema kvöldsins, þrátt fyrir að það hafi eflaust ekki verið ætlunin. Salurinn var á bandi Wickströms og veltist um af hlátri í lokin þegar hann gerði grín að frændum okkar Dönum, sem Ari Eldjárn var reyndar búinn að kalla stóru systur okkar fyrr um kvöldið. Frímann Gunnarsson er gamaldags og hafði ekki mikla á trú á norska grínistanum Lindu Mahala. Ekki vegna þess að hún er norsk, heldur vegna þess að hún er hún. Tungumál og þjóðernisárekstrar voru henni hugleiknir, en því miður var hún alls ekki nógu fyndin. Eftir hlé mætti trúðurinn Frank Hvam á svið. Hann naut þess augljóslega að vera gríðarlega vinsæll á Íslandi og flutti nokkuð fyndið atriði um kynóra sína, gamlar konur og hvernig þetta tvennt fer saman. Eftir að danski grínistinn Casper Christensen mætti óvænt í spjall til Frímanns steig borgarstjórinn Jón Gnarr á svið. Hann fór með gamanmál á ensku og sagðist gera það sérstaklega fyrir Frank Hvam. Eins og gefur að skilja hefði Jón á íslensku verið talsvert fyndnari, þó að atriði hans hafi vissulega verið fyndið. Einn áhorfandi sem ég hitti velti fyrir sér hvers vegna Jón flutti grínið á ensku fyrir einn, en ekki á íslensku fyrir hina þúsund sem sátu í áhorfendasætunum. Frímann Gunnarsson var límið sem hélt atriðunum saman. Eftir hvert uppistand settust grínistarnir niður í betri stofuna og spjölluðu við Frímann sem átti í miklum erfiðleikum með að skilja hvers vegna leikarar fara út á lágmenningarlegar brautir grínsins. Gunnar Hansson var í einu orði sagt frábær í hlutverki Frímanns og fór létt með að halda þéttum takti í sýningunni þó endirinn hafi verið snubbóttur. Loks verður að nefna hljómsveitina, sem hinn stimamjúki Birgir Ísleifur Gunnarsson stýrði. Hún var frábær, en hefði mátt spila stærri rullu. Niðurstaða: Skemmtileg sýning með fyndnum grínistum. Sumir voru fyndnari en aðrir, en Ari Eldjárn, nýliðinn í hópnum, stóð sig best. Frímann hélt vel utan um sýninguna en endirinn var snubbóttur. Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Skemmtun *** Kvöldstund með Frímanni Gunnarssyni Fram komu: Gunnar Hansson sem Frímann Gunnarsson, Ari Eldjárn, André Wickström, Linda Mahala, Frank Hvam, Casper Christensen, Jón Gnarr o.fl. Leikstjóri: Ragnar Hansson Nýjustu þættir bræðranna Ragnars og Gunnars Hanssona, Mér er gamanmál með Frímanni Gunnarssyni, lofa mjög góðu. Í þáttunum ferðast Frímann um Norðurlöndin og hittir vinsæla grínista í hverju landi. Til að fagna þáttunum var haldið skemmtikvöld í Háskólabíói á miðvikudagskvöld þar sem Frímann kom fram ásamt nokkrum grínistum úr þáttunum og öðrum fyndnum. Eftir vonlaust, uppskrúfað en alls ekki tilgangslaust atriði frá syngjandi kontrabassaleikara steig fyrsti grínistinn á svið. Ari Eldjárn hóf leikinn af krafti og náði troðfullum salnum auðveldlega á sitt band. Ari fór hratt yfir, dritaði bröndurunum yfir viðstadda sem átu hreinlega úr lófa hans. Næstur á svið var einn vinsælasti grínisti Finna, André Wickström. Hann stóð sig mjög vel, þrátt fyrir að geta augljóslega ekki flutt grínið á eigin tungumáli. Tungumál voru reyndar hálfgert þema kvöldsins, þrátt fyrir að það hafi eflaust ekki verið ætlunin. Salurinn var á bandi Wickströms og veltist um af hlátri í lokin þegar hann gerði grín að frændum okkar Dönum, sem Ari Eldjárn var reyndar búinn að kalla stóru systur okkar fyrr um kvöldið. Frímann Gunnarsson er gamaldags og hafði ekki mikla á trú á norska grínistanum Lindu Mahala. Ekki vegna þess að hún er norsk, heldur vegna þess að hún er hún. Tungumál og þjóðernisárekstrar voru henni hugleiknir, en því miður var hún alls ekki nógu fyndin. Eftir hlé mætti trúðurinn Frank Hvam á svið. Hann naut þess augljóslega að vera gríðarlega vinsæll á Íslandi og flutti nokkuð fyndið atriði um kynóra sína, gamlar konur og hvernig þetta tvennt fer saman. Eftir að danski grínistinn Casper Christensen mætti óvænt í spjall til Frímanns steig borgarstjórinn Jón Gnarr á svið. Hann fór með gamanmál á ensku og sagðist gera það sérstaklega fyrir Frank Hvam. Eins og gefur að skilja hefði Jón á íslensku verið talsvert fyndnari, þó að atriði hans hafi vissulega verið fyndið. Einn áhorfandi sem ég hitti velti fyrir sér hvers vegna Jón flutti grínið á ensku fyrir einn, en ekki á íslensku fyrir hina þúsund sem sátu í áhorfendasætunum. Frímann Gunnarsson var límið sem hélt atriðunum saman. Eftir hvert uppistand settust grínistarnir niður í betri stofuna og spjölluðu við Frímann sem átti í miklum erfiðleikum með að skilja hvers vegna leikarar fara út á lágmenningarlegar brautir grínsins. Gunnar Hansson var í einu orði sagt frábær í hlutverki Frímanns og fór létt með að halda þéttum takti í sýningunni þó endirinn hafi verið snubbóttur. Loks verður að nefna hljómsveitina, sem hinn stimamjúki Birgir Ísleifur Gunnarsson stýrði. Hún var frábær, en hefði mátt spila stærri rullu. Niðurstaða: Skemmtileg sýning með fyndnum grínistum. Sumir voru fyndnari en aðrir, en Ari Eldjárn, nýliðinn í hópnum, stóð sig best. Frímann hélt vel utan um sýninguna en endirinn var snubbóttur.
Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira