Guðmundur Andri Thorsson: Jörð kallar Sigurð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. maí 2010 06:00 Hafi Jón Ásgeir verið tákngervingur víkinganna sem stunduðu skuldsettar yfirtökur og halda jafnvel enn að vandi sinn snúist bara um svolitla „endurfjármögnun" þá var Sigurður Einarsson foringi sjálfra bankamannanna: hann var Kóngurinn af Kaupþing. Hann var hugsuðurinn, snillingurinn, „honum gat ekki skjátlast". Útlagakóngur í LondonHann býr núna í London. Þar húkir hann í höll og minnir á umkomulausan útlagakóng með brotinn veldissprota og laskaða kórónu - Konstantín Grikkjakóng eða jafnvel Alfinn Álfakóng. Hann situr þarna í London og reynir að hugsa upp ráð til þess að ganga út úr Íslandssögunni. Eins og allir kóngar er hann eflaust með hirð í kringum sig sem segir honum það sem hann telur sig þurfa að heyra.Hans bíður það hlutskipti að vera útlægur fyrrum íslenskur bankastjóri. Það er í sjálfu sér ærin refsing fyrir mann sem „gat ekki skjátlast". Hann getur kannski keypt fótboltalið - en hann mun alltaf njóta svipaðrar virðingar og rússnesku olígarkarnir sem hreiðrað hafa um sig í London með ránsfeng sinn; þeir eiga víst allt til alls nema mannorð. Hans bíður það hlutskipti að verða talinn maður af svipuðu sauðahúsi: maður sem rænt hefur þjóð sína. Hvort sem það er maklegt eður ei. Um það get ég ekki vitað, því ég hef ekki vit á peningamálum.Mig rámar hins vegar í Njálu, eina af þessum gömlu íslensku sögum sem eru raunveruleg verðmæti sem peningar ná ekki utanum. Þar stendur: „Illt er að vera á ólandi alinn." Það þýðir að vont sé að ala manninn í framandi landi. En orðið „óland" þýðir líka staðleysa, ímyndað land, útópía. Þetta snýst um þá hugmynd að sá maður sé ekki heill sem býr ekki í samfélagi við fólkið sitt, og landið undir fótum þér er ekki þitt land, menningin ekki þín, 1. persóna fleirtala ekki til í orðaforða þínum ...Ég veit náttúrlega ekki í hvaða veruleika maður eins og Sigurður Einarsson lifir og hrærist. Einhvers staðar gerðist það að hann og félagar hans lyftust upp og svifu burt til ólands. Þar reikuðu þeir um í unaðslegu ástandi um hríð, höfðu ótakmarkaðan aðgang að peningum sem þeir þurftu aldrei að greiða til baka en veittu þeim aðgang að alls kyns gæðum sem þeir töldu eftirsóknarverð, en eru það auðvitað ekki: eða hafið þið, ágætu lesendur, tekið eftir því hvað ofsaríkt fólk er alltaf í ljótum fötum og með ljótt drasl hringlandi á sér ... Komdu heimSem sagt: það líður að niðurstigningunni. Senn þarf að koma til lands, burt frá ólandi. Allt sem fer upp og hefur ekki vængi eða flugmátt af sjálfu sér kemur niður aftur. Og Sigurður Einarsson hefur alveg áreiðanlega ekki vængi. Hann er núna eins og kall í teiknimynd sem hlaupið hefur fram af hengiflugi en veit enn ekki af því og er enn hangandi í lausu lofti með lappirnar á fullu.Illt er að vera á ólandi alinn hangandi í lausu lofti. Ég hef ekkert vit á peningamálum og æðri hagfræði á borð við þá þegar Gordon Brown hringir í Geir Haarde um kvöldmatarleyti 5. október 2008 til að kvarta yfir því að Kaupþing hafi "brotið bresk lög og flutt 1600 milljónir punda úr landi" (Skýrslan 7, bls 100). Vera kann að þarna uppi á ólandi hafi þetta allt meikað sens og hver snilldin rekið aðra, og ég skal ekki sverja fyrir að Sigurður Einarsson eigi sér málsbætur. En þá þarf hann í fyrsta lagi að hætta að láta eins og þessi mál komi okkur - íslensku þjóðinni - ekki við. Hann þarf að gera sér grein fyrir því að hann getur ekki bara hætt þátttöku sinni í Íslandssögunni. Hann þarf að hætta að hlusta á hirðmenn eða skrípi á borð við þennan lögmann Amy Winehouse sem var að röfla með milljónkall á tímann um John Wayne. Hann á að hætta að gefa skít í rétt og þar til bær yfirvöld þegar hann er kvaddur til yfirheyrslu. Hann á að haga sér eins og maður. Hann er ekki hærra settur en sérstakur saksóknari.Hann er satt að segja ekki hærra settur en neinn.Hann er útlægur fyrrverandi íslenskur bankastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hafi Jón Ásgeir verið tákngervingur víkinganna sem stunduðu skuldsettar yfirtökur og halda jafnvel enn að vandi sinn snúist bara um svolitla „endurfjármögnun" þá var Sigurður Einarsson foringi sjálfra bankamannanna: hann var Kóngurinn af Kaupþing. Hann var hugsuðurinn, snillingurinn, „honum gat ekki skjátlast". Útlagakóngur í LondonHann býr núna í London. Þar húkir hann í höll og minnir á umkomulausan útlagakóng með brotinn veldissprota og laskaða kórónu - Konstantín Grikkjakóng eða jafnvel Alfinn Álfakóng. Hann situr þarna í London og reynir að hugsa upp ráð til þess að ganga út úr Íslandssögunni. Eins og allir kóngar er hann eflaust með hirð í kringum sig sem segir honum það sem hann telur sig þurfa að heyra.Hans bíður það hlutskipti að vera útlægur fyrrum íslenskur bankastjóri. Það er í sjálfu sér ærin refsing fyrir mann sem „gat ekki skjátlast". Hann getur kannski keypt fótboltalið - en hann mun alltaf njóta svipaðrar virðingar og rússnesku olígarkarnir sem hreiðrað hafa um sig í London með ránsfeng sinn; þeir eiga víst allt til alls nema mannorð. Hans bíður það hlutskipti að verða talinn maður af svipuðu sauðahúsi: maður sem rænt hefur þjóð sína. Hvort sem það er maklegt eður ei. Um það get ég ekki vitað, því ég hef ekki vit á peningamálum.Mig rámar hins vegar í Njálu, eina af þessum gömlu íslensku sögum sem eru raunveruleg verðmæti sem peningar ná ekki utanum. Þar stendur: „Illt er að vera á ólandi alinn." Það þýðir að vont sé að ala manninn í framandi landi. En orðið „óland" þýðir líka staðleysa, ímyndað land, útópía. Þetta snýst um þá hugmynd að sá maður sé ekki heill sem býr ekki í samfélagi við fólkið sitt, og landið undir fótum þér er ekki þitt land, menningin ekki þín, 1. persóna fleirtala ekki til í orðaforða þínum ...Ég veit náttúrlega ekki í hvaða veruleika maður eins og Sigurður Einarsson lifir og hrærist. Einhvers staðar gerðist það að hann og félagar hans lyftust upp og svifu burt til ólands. Þar reikuðu þeir um í unaðslegu ástandi um hríð, höfðu ótakmarkaðan aðgang að peningum sem þeir þurftu aldrei að greiða til baka en veittu þeim aðgang að alls kyns gæðum sem þeir töldu eftirsóknarverð, en eru það auðvitað ekki: eða hafið þið, ágætu lesendur, tekið eftir því hvað ofsaríkt fólk er alltaf í ljótum fötum og með ljótt drasl hringlandi á sér ... Komdu heimSem sagt: það líður að niðurstigningunni. Senn þarf að koma til lands, burt frá ólandi. Allt sem fer upp og hefur ekki vængi eða flugmátt af sjálfu sér kemur niður aftur. Og Sigurður Einarsson hefur alveg áreiðanlega ekki vængi. Hann er núna eins og kall í teiknimynd sem hlaupið hefur fram af hengiflugi en veit enn ekki af því og er enn hangandi í lausu lofti með lappirnar á fullu.Illt er að vera á ólandi alinn hangandi í lausu lofti. Ég hef ekkert vit á peningamálum og æðri hagfræði á borð við þá þegar Gordon Brown hringir í Geir Haarde um kvöldmatarleyti 5. október 2008 til að kvarta yfir því að Kaupþing hafi "brotið bresk lög og flutt 1600 milljónir punda úr landi" (Skýrslan 7, bls 100). Vera kann að þarna uppi á ólandi hafi þetta allt meikað sens og hver snilldin rekið aðra, og ég skal ekki sverja fyrir að Sigurður Einarsson eigi sér málsbætur. En þá þarf hann í fyrsta lagi að hætta að láta eins og þessi mál komi okkur - íslensku þjóðinni - ekki við. Hann þarf að gera sér grein fyrir því að hann getur ekki bara hætt þátttöku sinni í Íslandssögunni. Hann þarf að hætta að hlusta á hirðmenn eða skrípi á borð við þennan lögmann Amy Winehouse sem var að röfla með milljónkall á tímann um John Wayne. Hann á að hætta að gefa skít í rétt og þar til bær yfirvöld þegar hann er kvaddur til yfirheyrslu. Hann á að haga sér eins og maður. Hann er ekki hærra settur en sérstakur saksóknari.Hann er satt að segja ekki hærra settur en neinn.Hann er útlægur fyrrverandi íslenskur bankastjóri.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun