Framtíð reist á uppgjöri Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. janúar 2010 06:00 Vonir margra standa til að árið 2010 marki upphaf að nýrri framtíð, að á uppgjöri við fortíðina verði unnt að reisa skapandi framtíð sem byggir á sátt. Árið 2009 er af flestum kvatt með litlum söknuði. Það var enda uppfullt af átökum og ómálefnalegri umræðu sem einkennst hefur af gífuryrðum. Vinstristjórn tók við völdum snemma árs, fyrst sem minnihlutastjórn en fékk í kosningum meirihlutaumboð sem markaði tímamót í pólitískri sögu þjóðarinnar. Í kjölfar hrunsins voru uppi raddir um að farsælast kynni að vera að hér yrði mynduð þjóðstjórn allra flokka sem á Alþingi sitja. Þessar raddir heyrast enn. Slíkt gæti sýnst góður kostur við þær sérstöku aðstæður sem óneitanlega skapast í kjölfar algers efnahagslegs hruns. Á móti kemur að tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, héldu með litlum hléum um stjórnartaumana í landinu á þeim árum og áratugum þar sem grunnur var lagður að þeim innri aðstæðum sem gerðu birtingarmynd hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu svo vægðarlausa hér. Ýmis rök hníga þess vegna að því að það sé brýnt að halda þessum flokkum frá völdum. Nýársávarp formanns Sjálfstæðisflokksins til lesenda Fréttablaðsins styður við það sjónarmið. Þar er ekki boðið upp á lausnir aðrar en aukin útgjöld og lægri skatta. „Þeim hefur farnast best sem sýnt hafa aðhald í ríkisrekstri," segir formaður þess flokks sem stórjók útgjöld ríkisins á valdatíma sínum, auk þess að byggja upp stjórnsýslu þar sem flokksskírteini og vensl voru tekin fram yfir fagleg sjónarmið við mannaráðningar. Í nýársávarpi sínu benti forseti Íslands á að líklega væri skortur á sjálfstæði dómstóla einn veikasti hlekkur íslenskrar stjórnskipunar. Sú tilhögun að ráðherrar ráði einir skipan dómara og þurfi ekki að styðjast við óháð og faglegt hæfnismat býður heim þeirri hættu að flokksskírteini og -hollusta vegi þyngra en málefnaleg sjónarmið við val á dómurum. Þetta sýna fjölmörg dæmi undanfarinna ára og áratuga að verið hefur raunin. Þetta gildir ekki eingöngu um dómstóla, eins og forsetinn benti einnig á, heldur hefur stjórnkerfið allt liðið fyrir flokks-, vina- og venslaleiðina sem svo iðulega hefur ráðið för við mannaráðningar hér í fámennissamfélaginu. Ekki þarf að fjölyrða um hvað sú aðferð hefur veikt getu stofnana til að veita aðhald. Ekki síst af þessari ástæðu er mikilvægt að nýir vendir sópi áfram um hríð í stjórnarráðinu. Þeir sem á þeim halda þurfa þó að gæta þess að þeir slitni ekki fyrir aldur fram. Dæmin sýna að slíkt getur gerst og hefur gerst. Eftir fáeinar vikur verður Pandórubox rannsóknarnefndar Alþingis opnað. Ef sú mikla upplýsingasöfnun sem unnin hefur verið á vegum nefndarinnar á að leggja grunn að framtíð sem byggir á sátt þá er ljóst að hagsmunatengsl, meðvirkni og leynd fortíðar verða að víkja fyrir faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum framtíðar. Þetta próf þarf ekki aðeins ríkisstjórnin að standast heldur Alþingi allt. Þá vaknar von um að hér verði byggt upp heilbrigt samfélag með traustum innviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Vonir margra standa til að árið 2010 marki upphaf að nýrri framtíð, að á uppgjöri við fortíðina verði unnt að reisa skapandi framtíð sem byggir á sátt. Árið 2009 er af flestum kvatt með litlum söknuði. Það var enda uppfullt af átökum og ómálefnalegri umræðu sem einkennst hefur af gífuryrðum. Vinstristjórn tók við völdum snemma árs, fyrst sem minnihlutastjórn en fékk í kosningum meirihlutaumboð sem markaði tímamót í pólitískri sögu þjóðarinnar. Í kjölfar hrunsins voru uppi raddir um að farsælast kynni að vera að hér yrði mynduð þjóðstjórn allra flokka sem á Alþingi sitja. Þessar raddir heyrast enn. Slíkt gæti sýnst góður kostur við þær sérstöku aðstæður sem óneitanlega skapast í kjölfar algers efnahagslegs hruns. Á móti kemur að tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, héldu með litlum hléum um stjórnartaumana í landinu á þeim árum og áratugum þar sem grunnur var lagður að þeim innri aðstæðum sem gerðu birtingarmynd hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu svo vægðarlausa hér. Ýmis rök hníga þess vegna að því að það sé brýnt að halda þessum flokkum frá völdum. Nýársávarp formanns Sjálfstæðisflokksins til lesenda Fréttablaðsins styður við það sjónarmið. Þar er ekki boðið upp á lausnir aðrar en aukin útgjöld og lægri skatta. „Þeim hefur farnast best sem sýnt hafa aðhald í ríkisrekstri," segir formaður þess flokks sem stórjók útgjöld ríkisins á valdatíma sínum, auk þess að byggja upp stjórnsýslu þar sem flokksskírteini og vensl voru tekin fram yfir fagleg sjónarmið við mannaráðningar. Í nýársávarpi sínu benti forseti Íslands á að líklega væri skortur á sjálfstæði dómstóla einn veikasti hlekkur íslenskrar stjórnskipunar. Sú tilhögun að ráðherrar ráði einir skipan dómara og þurfi ekki að styðjast við óháð og faglegt hæfnismat býður heim þeirri hættu að flokksskírteini og -hollusta vegi þyngra en málefnaleg sjónarmið við val á dómurum. Þetta sýna fjölmörg dæmi undanfarinna ára og áratuga að verið hefur raunin. Þetta gildir ekki eingöngu um dómstóla, eins og forsetinn benti einnig á, heldur hefur stjórnkerfið allt liðið fyrir flokks-, vina- og venslaleiðina sem svo iðulega hefur ráðið för við mannaráðningar hér í fámennissamfélaginu. Ekki þarf að fjölyrða um hvað sú aðferð hefur veikt getu stofnana til að veita aðhald. Ekki síst af þessari ástæðu er mikilvægt að nýir vendir sópi áfram um hríð í stjórnarráðinu. Þeir sem á þeim halda þurfa þó að gæta þess að þeir slitni ekki fyrir aldur fram. Dæmin sýna að slíkt getur gerst og hefur gerst. Eftir fáeinar vikur verður Pandórubox rannsóknarnefndar Alþingis opnað. Ef sú mikla upplýsingasöfnun sem unnin hefur verið á vegum nefndarinnar á að leggja grunn að framtíð sem byggir á sátt þá er ljóst að hagsmunatengsl, meðvirkni og leynd fortíðar verða að víkja fyrir faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum framtíðar. Þetta próf þarf ekki aðeins ríkisstjórnin að standast heldur Alþingi allt. Þá vaknar von um að hér verði byggt upp heilbrigt samfélag með traustum innviðum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun