Mosley bálreiður Formúlu 1 liðum 26. júní 2009 09:01 Max Mosley vill afsökunarbeiðni frá Formúlu 1 liðum vegna ummæla. Mynd: AFP Max Mosley, forseti FIA segist nú hyggja á endurkjör til forseta FIA á ný eftir að FOTA, samtök keppnisliða sendu frá sér það sem hann telur rangindi í yfirlýsingu í gær. "FOTA hefur vísvítandi blekkt fjölmiðla. Við náðum samkomulagi í gær um framtíð Formúlu 1. Markmið allra var að skapa jákvæða ímynd um íþróttina. Ég var því dolfallinn að lesa ummæli frá Formúlu 1 liðum sem sagði að Michel Boeri væri stjórnandi FIA, sem eru hrein ósannindi og að ég kæmi ekki nálægt Formúlu 1 í framtíðinni", sagði Mosley. "Að sama skapi var ég titlaður sem einræðisherra og það er móðgun við þá 26 starfsmenn akstursíþróttaráðs FIA, sem hafa kosið um allt sem skiptir máli síðan 1980. Þá var ég kjörinn af 122 klúbbum víðsvegar um heiminn. Ef FOTA vill á nýi samningurinn nái fram að ganga, þá ber mönnum að draga ósannindin tilbaka og biðjast afsökunar", sagði Mosley sem vill formlega afsökun frá FOTA. Ellegar skoðar hann endurkjör til forseta. FIA, FOM og FOTA sömdu friið um Formúlu 1 fyrir tveimur dögum síðan, en greinlegt er að hreinsa þarf út á ýmsum stöðum væringar í orði. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Mosley, forseti FIA segist nú hyggja á endurkjör til forseta FIA á ný eftir að FOTA, samtök keppnisliða sendu frá sér það sem hann telur rangindi í yfirlýsingu í gær. "FOTA hefur vísvítandi blekkt fjölmiðla. Við náðum samkomulagi í gær um framtíð Formúlu 1. Markmið allra var að skapa jákvæða ímynd um íþróttina. Ég var því dolfallinn að lesa ummæli frá Formúlu 1 liðum sem sagði að Michel Boeri væri stjórnandi FIA, sem eru hrein ósannindi og að ég kæmi ekki nálægt Formúlu 1 í framtíðinni", sagði Mosley. "Að sama skapi var ég titlaður sem einræðisherra og það er móðgun við þá 26 starfsmenn akstursíþróttaráðs FIA, sem hafa kosið um allt sem skiptir máli síðan 1980. Þá var ég kjörinn af 122 klúbbum víðsvegar um heiminn. Ef FOTA vill á nýi samningurinn nái fram að ganga, þá ber mönnum að draga ósannindin tilbaka og biðjast afsökunar", sagði Mosley sem vill formlega afsökun frá FOTA. Ellegar skoðar hann endurkjör til forseta. FIA, FOM og FOTA sömdu friið um Formúlu 1 fyrir tveimur dögum síðan, en greinlegt er að hreinsa þarf út á ýmsum stöðum væringar í orði.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira