Körfubolti

Sigurganga Cleveland heldur áfram - komnir í úrslit Austurdeildar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og félagar eru enn taplausir í úrslitakeppninni.
LeBron James og félagar eru enn taplausir í úrslitakeppninni. Mynd/GettyImages

Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta með 84-74 sigri á Atlanta Hawks í nótt. Cleveland hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og alla með tíu stigum eða meira.

LeBron James var allt í öllu þegar Cleveland landaði sigrinum og endaði leikinn með 27 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Delonte West var með 21 stig og 6 stoðsendingar og Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig og tók 10 fráköst.

Josh Smith var með 26 stig hjá Atlanta og Joe Johnson skroaði 18 stig en Mike Bibby var aftur á móti með aðeins 3 stig go 1 stoðsendingu á 31 mínútu. Atlanta Hawks byrjaði leikinn af krafti og var 22-15 yfir eftir fyrsta leikhlutann en það dugði þó skammt.

Cleveland vann Detroit 4-0 í fyrstu umferð og er fyrsta liðið síðan lið Miami Heat frá 2005 til að komast í úrslit Austurdeildar án þess að tapa leik. Cleveland mætir annaðhvort Boston Celtics eða Orlando Magic í úrslitum en staðan í því einvígi er 2-2.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×