Körfubolti

Viðræðum Detroit Pistons og litla herforingjans slitið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Avery Johnson þjálfaði síðast lið Dallas Mavericks.
Avery Johnson þjálfaði síðast lið Dallas Mavericks. Mynd/AFP

Það verður ekkert af því að Avery Johnson taki við þjálfun NBA-liðsins

Detroit Pistons eftir að það slitnaði upp úr viðræðunum í dag. Aðstoðarþjálfari Cleveland er nú líklegasti eftirmaður Michael Curry.

Avery Johnson og Joe Dumars, forseti Detroit Pistons, hittust fyrst á sunnudaginn og héldu viðræðum áfram allt þar til í dag. Þá bárust fréttir af því að ekkert yrði að ráðningu litla herforingjans.

Johnson á enn inni 8 milljónir dollara eftir að hann var rekinn frá Dallas Mavericks en bandarískir fjölmiðlar hafa það eftir sínum heimildarmönnum að Avery Johnson sé á eftir fjögurra ára samningi sem ætti að gefa honum 20 milljónir dollara í aðra hönd.

John Kuester, aðstoðarþjálfari Cleveland Cavaliers, þykir nú líklegastur til að fá starfið hjá Detroit Pistons en Tom Thibodeau, aðstoðarþjálfari Boston Celtics og fyrrum aðstoðarþjálfari Pistons kemur einnig til greina.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×