Grunur, rannsókn, dómur og typt 12. september 2009 06:00 Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, kallar ný saksóknaraembætti til að rannsaka og ákæra menn grunaða um lögbrot „ambögu" og „skipulagslega órökrétt" og lýsir vantrú sinni á það fyrirkomulag að stofna og styrkja myndarlega ný saksóknaraembætti: það valdi skörun á viðfangsefnum og rugli í rannsóknum á sakamálum. Gagnrýni Helga er málefnaleg: það er ekki trúverðugt að á sama tíma og skorið sé „myndarlega" niður í rannsóknardeildum efnahagsbrota sé hlaupið til og fjármunum ausið í sérstaka saksóknara. Á sama tíma og rannsóknarefni í efnahagsbrotum hjá embætti Helga hafi á þremur mánuðum aukist um 40 prósent, ræði embættismenn í alvöru að skera enn frekar niður fjárveitingar til embættis hans. Helgi er að vinna vinnuna sína. Hann kemur gagnrýni sinni fram á opinberum vettvangi, en hætt er við að stjórnkerfið kunni því framtaki miður vel. Og í vikunni, þegar afkastamikil erlend glæpagengi komast undir manna hendur, heyrast örvæntingaróp úr fangelsunum; þau eru gamaldags, þau bjóða upp á sáralitla von til betrunar, þau eru yfirfull og langir biðlistar dæmdra manna liggja fyrir. Meðferðarúrræði eru í boði og nýtast dæmdum mönnum sem leita eftir þeim, en verstir eru biðlistarnir; dæmdir menn verða að bíða og bíða eftir fullnustu dómsins, sumir snúa til betri vegar en eiga dóminn eftir, aðrir bæta bara við brotaskrána meðan þeir eru úti. Á sama tíma eru lögreglumenn að gefast upp á viðamiklum skyldum sínum. Þar hefur stjórnvaldið komið málum svo fyrir að lögreglan er ekki lengur fær um að sinna verkefnum sínum, jafnvel þótt allir þeir lögreglumenn sem sinni skrifstofuvinnu séu munstraðir á vaktir. Svo er komið í dóms- og löggæslumálum lýðveldisins að við höfum ekki lengur efni á lögum og rétti. Þetta ástand er merkilegur áfangi þroska fyrir hinn stóra kristilega borgaraflokk á Íslandi sem hefur lengst allra starfandi stjórnmálaflokka haft lög og rétt í hávegum. Sjá, hér eru afrek okkar. Og ekki síður fyrir alla þá kjósendur sem hafa fylkt sér um Sjálfstæðisflokkinn, sumir hverjir alla sína kjörréttartíð; þetta gátum við - því á endanum bera kjósendur ábyrgð á fulltrúum sínum og þeirra verkum eða verkleysi. Bananalýðveldið Ísland, hrávöruframleiðandinn, er komið að fótum fram réttarfarslega - seinagangur dóms- og réttarkerfisins minnir mest á ríki, liðin og starfandi, sem okkur þykir fjarstæða að líkjast. Er nema von að dauf sé sú von almennings að skipulagt rán fyrir opnum tjöldum á eigum annarra sem hefur fest þjóðina alla í skuldafestar fái nokkurn tíma þá rannsókn og meðferð sem þarf, þannig að brotamenn taki út hegningu sína með lögformlegum hætti? Þeir munu sitja uppi, sekir eða saklausir, alla ævi sína með sök að allra dómi eftir hrakfarir þessara sögulegu tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, kallar ný saksóknaraembætti til að rannsaka og ákæra menn grunaða um lögbrot „ambögu" og „skipulagslega órökrétt" og lýsir vantrú sinni á það fyrirkomulag að stofna og styrkja myndarlega ný saksóknaraembætti: það valdi skörun á viðfangsefnum og rugli í rannsóknum á sakamálum. Gagnrýni Helga er málefnaleg: það er ekki trúverðugt að á sama tíma og skorið sé „myndarlega" niður í rannsóknardeildum efnahagsbrota sé hlaupið til og fjármunum ausið í sérstaka saksóknara. Á sama tíma og rannsóknarefni í efnahagsbrotum hjá embætti Helga hafi á þremur mánuðum aukist um 40 prósent, ræði embættismenn í alvöru að skera enn frekar niður fjárveitingar til embættis hans. Helgi er að vinna vinnuna sína. Hann kemur gagnrýni sinni fram á opinberum vettvangi, en hætt er við að stjórnkerfið kunni því framtaki miður vel. Og í vikunni, þegar afkastamikil erlend glæpagengi komast undir manna hendur, heyrast örvæntingaróp úr fangelsunum; þau eru gamaldags, þau bjóða upp á sáralitla von til betrunar, þau eru yfirfull og langir biðlistar dæmdra manna liggja fyrir. Meðferðarúrræði eru í boði og nýtast dæmdum mönnum sem leita eftir þeim, en verstir eru biðlistarnir; dæmdir menn verða að bíða og bíða eftir fullnustu dómsins, sumir snúa til betri vegar en eiga dóminn eftir, aðrir bæta bara við brotaskrána meðan þeir eru úti. Á sama tíma eru lögreglumenn að gefast upp á viðamiklum skyldum sínum. Þar hefur stjórnvaldið komið málum svo fyrir að lögreglan er ekki lengur fær um að sinna verkefnum sínum, jafnvel þótt allir þeir lögreglumenn sem sinni skrifstofuvinnu séu munstraðir á vaktir. Svo er komið í dóms- og löggæslumálum lýðveldisins að við höfum ekki lengur efni á lögum og rétti. Þetta ástand er merkilegur áfangi þroska fyrir hinn stóra kristilega borgaraflokk á Íslandi sem hefur lengst allra starfandi stjórnmálaflokka haft lög og rétt í hávegum. Sjá, hér eru afrek okkar. Og ekki síður fyrir alla þá kjósendur sem hafa fylkt sér um Sjálfstæðisflokkinn, sumir hverjir alla sína kjörréttartíð; þetta gátum við - því á endanum bera kjósendur ábyrgð á fulltrúum sínum og þeirra verkum eða verkleysi. Bananalýðveldið Ísland, hrávöruframleiðandinn, er komið að fótum fram réttarfarslega - seinagangur dóms- og réttarkerfisins minnir mest á ríki, liðin og starfandi, sem okkur þykir fjarstæða að líkjast. Er nema von að dauf sé sú von almennings að skipulagt rán fyrir opnum tjöldum á eigum annarra sem hefur fest þjóðina alla í skuldafestar fái nokkurn tíma þá rannsókn og meðferð sem þarf, þannig að brotamenn taki út hegningu sína með lögformlegum hætti? Þeir munu sitja uppi, sekir eða saklausir, alla ævi sína með sök að allra dómi eftir hrakfarir þessara sögulegu tíma.