Íslenski boltinn

Kristín Ýr afgreiddi Stjörnuna - Blikar töpuðu í Árbæ

Ómar Þorgeirsson skrifar
Frá leik Vals og Stjörnunnar fyrr í sumar.
Frá leik Vals og Stjörnunnar fyrr í sumar. Mynd/Stefán

Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði bæði mörk Vals í 0-2 sigri gegn Stjörnunni í toppbaráttuslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvellinum í kvöld.

Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill á Stjörnuvelli í kvöld og einkenndist af mikilli baráttu enda mikið í húfi fyrir bæði lið.

Marktækifærin létu þó á sér standa Kristín Ýr Bjarnadóttir átti besta marktækifæri fyrri hálfleiks þegar hún átti ágætan skalla að marki Stjörnunnar í lok hálfleiksins en Sandra Sigurðardóttir var vel á verði. Staðan í hálfleik var markalaus.

Valsstúlkur byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og Kristín Ýr opnaði markareikninginn fyrir Íslandsmeistarana á 55. mínútu.

Kristín Ýr var svo aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hún bætti við öðru marki Vals eftir glæsilegan undirbúning Dóru Maríu Lárusdóttur.

Fleiri mörk voru ekki skoruð en Valur komst með sigrinum skrefi nær titlinum.

Úrslit kvöldsins (heimild: fótbolti.net)

Stjarnan 0-2 Valur:

0-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('55)

0-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('68)

KR 3-2 ÍR

(Markaskorara vantar)

Afturelding/Fjölnir 4-0 GRV

(Markaskorara vantar)

Fylkir 2-1 Breiðablik

1-0 Danka Podovac ('26)

1-1 Fanndís Friðriksdóttir ('46)

2-1 Danka Podovac ('53)

Keflavík 0-9 Þór/KA

0-1 Mateja Zver ('31)

0-2 Mateja Zver ('34)

0-3 Mateja Zver ('38)

0-4 Mateja Zver ('54)

0-5 Mateja Zver ('56)

0-6 Rakel Hönnudóttir ('76)

0-7 Rakel Hönnudóttir ('87)

0-8 Rakel Hönnudóttir ('89)

0-9 Rakel Hönnudóttir ('92)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×