Ekki aftur Jenga Bergsteinn Sigurðsson skrifar 20. mars 2009 04:00 Nýlega kynntist ég skemmtilegu borðspili sem nefnist Jenga. Spilið samanstendur af 54 ílöngum trékubbum sem er raðað upp þremur og þremur saman í átján stæður, sem liggja þvert hver á aðra. Leikurinn gengur út á að leikmenn, sem geta verið nokkrir, skiptast á að fjarlægja einn kubb úr undirstöðunni og leggja hann ofan á stæðuna. Markmiðið er að láta stæðuna ná sem hæst. Hængurinn er sá að eftir því sem blokkin hækkar og kubbunum í undirstöðunum fækkar, því óstöðugri verður stæðan og fellur að lokum um koll. Leikurinn endar því ávallt á einn veg og þar sem hrunið er óumflýjanlegt stendur í rauninni enginn uppi sem sigurvegari; markmiðið er að vera ekki sá sem fjarlægir kubbinn sem fellir stæðuna um koll. Þegar það gerist er kubbunum raðað aftur saman og byrjað upp á nýtt. Þetta er spennandi og taugatrekkjandi leikur, einhver heillandi togstreita í honum þar sem hrunið helst í hendur við uppbygginguna. Þegar ég spilaði hann í fyrsta sinn flögraði hins vegar að mér sú hugsun að ef til vill hafi Ísland lotið sömu grundvallarreglum og Jenga. Hægt og bítandi var hverri undirstöðunni á fætur annarri kippt undan samfélaginu og raðað ofan á stæðuna með það að augnamiði að ná sem hæst. Og stæðan náði ansi hátt þegar mest lét. Þeir sem tóku þátt í leiknum - og þeir voru margir - gleymdu hins vegar hvernig leikurinn er dæmdur til að enda. Grunnurinn hvíldi á sífellt færri stoðum og þegar loksins fór að hrikta í þeim gerðu þeir sem spiluðu nákvæmlega það sama og í borðspilinu: fóru sér aðeins hægar - en héldu leiknum engu að síður áfram. Drógu næsta kubb varlega úr grunninum og lögðu hann gætilega á toppinn; reyndu eftir fremsta megni að verða ekki sá sem fjarlægir kubbinn sem veltir stæðunni endanlega um koll. Að lokum gerðist hið óumflýjanlega og blokkinn hrundi. Smám saman erum við farin að safna kubbunum aftur saman og raða þeim upp á nýtt. Reynslunni ríkari og sannfærð um að láta söguna ekki endurtaka sig. Það er auðvitað góðra gjaldra vert að vilja hleypa nýjum leikmönnum að borðinu, öðrum en þeim sem sátu einir að veislukostinum meðan leikar stóðu sem hæst. En það eitt og sér dugar ekki til. Hrunið er nefnilega innbyggt í spilið. Við þurfum fyrst og fremst að finna annan leik til að spila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Nýlega kynntist ég skemmtilegu borðspili sem nefnist Jenga. Spilið samanstendur af 54 ílöngum trékubbum sem er raðað upp þremur og þremur saman í átján stæður, sem liggja þvert hver á aðra. Leikurinn gengur út á að leikmenn, sem geta verið nokkrir, skiptast á að fjarlægja einn kubb úr undirstöðunni og leggja hann ofan á stæðuna. Markmiðið er að láta stæðuna ná sem hæst. Hængurinn er sá að eftir því sem blokkin hækkar og kubbunum í undirstöðunum fækkar, því óstöðugri verður stæðan og fellur að lokum um koll. Leikurinn endar því ávallt á einn veg og þar sem hrunið er óumflýjanlegt stendur í rauninni enginn uppi sem sigurvegari; markmiðið er að vera ekki sá sem fjarlægir kubbinn sem fellir stæðuna um koll. Þegar það gerist er kubbunum raðað aftur saman og byrjað upp á nýtt. Þetta er spennandi og taugatrekkjandi leikur, einhver heillandi togstreita í honum þar sem hrunið helst í hendur við uppbygginguna. Þegar ég spilaði hann í fyrsta sinn flögraði hins vegar að mér sú hugsun að ef til vill hafi Ísland lotið sömu grundvallarreglum og Jenga. Hægt og bítandi var hverri undirstöðunni á fætur annarri kippt undan samfélaginu og raðað ofan á stæðuna með það að augnamiði að ná sem hæst. Og stæðan náði ansi hátt þegar mest lét. Þeir sem tóku þátt í leiknum - og þeir voru margir - gleymdu hins vegar hvernig leikurinn er dæmdur til að enda. Grunnurinn hvíldi á sífellt færri stoðum og þegar loksins fór að hrikta í þeim gerðu þeir sem spiluðu nákvæmlega það sama og í borðspilinu: fóru sér aðeins hægar - en héldu leiknum engu að síður áfram. Drógu næsta kubb varlega úr grunninum og lögðu hann gætilega á toppinn; reyndu eftir fremsta megni að verða ekki sá sem fjarlægir kubbinn sem veltir stæðunni endanlega um koll. Að lokum gerðist hið óumflýjanlega og blokkinn hrundi. Smám saman erum við farin að safna kubbunum aftur saman og raða þeim upp á nýtt. Reynslunni ríkari og sannfærð um að láta söguna ekki endurtaka sig. Það er auðvitað góðra gjaldra vert að vilja hleypa nýjum leikmönnum að borðinu, öðrum en þeim sem sátu einir að veislukostinum meðan leikar stóðu sem hæst. En það eitt og sér dugar ekki til. Hrunið er nefnilega innbyggt í spilið. Við þurfum fyrst og fremst að finna annan leik til að spila.