Sport

Andy Murray vann AEGON meistaramótið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Andy Murray.
Andy Murray. Nordic photos/Getty images

Skoski tenniskappinn Andy Murray kláraði lokaundirbúning sinn fyrir Wimbledon mótið sem hefst í næstu viku með stæl þegar hann vann sigur á hinu árlega AEGON meistaramóti.

Murray vann James Blake í úrslitaleiknum og varð um leið fyrsti Bretinn til þess að vinna sigur á AEGON mótinu eða Drottningarmótinu svokallaða síðan Bunny Austin vann þar árið 1938.

Mótið er leikið í London á grasvelli líkt og tíðkast í Wimbledon og er því góð upphitun fyrir keppni þar.

Hinn 22 árs gamli ætlar sér stóra hluti á Wimbledon mótinu en hann komst til að mynda í úrslit á Opna bandaríska á síðasta ári en tapaði úrslitaleiknum gegn hinum svissneska Roger Federer. Murray vann þá Spánverjann Rafael Nadal, sem er númer eitt á styrkleikalista tennismanna, í undanúrslitum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×