Reynslusögur frá Rússlandi Þorvaldur Gylfason skrifar 11. júní 2009 06:00 Þetta var nokkru eftir 1980. Ég var staddur í Leníngrað, hún hét því nafni þá þessi sögufræga og fallega borg austast við Eystrasalt, ég bjó á Hótel Pribaltiskaya, útlendingar voru yfirleitt hafðir þar í hæfilegri fjarlægð frá miðborginni. Ég fór ferða minna með leigubílum og spurði einn bílstjórann hvað ný Lada kostaði út úr búð. Hann sleppti stýrinu og slengdi tíu fingrum tvisvar upp í loftið. Ég hafði ekki hugmynd um, hversu mikils virði 20.000 rúblur voru, og kunni ekki við að spyrja bílstjórann um laun hans. Hótelið var mammútur að vexti, og ég veitti því athygli á barnum, að þar voru margar ungar stúlkur einar síns liðs, misföngulegar. Ein þeirra gaf sig á tal við mig, og ég fagnaði félagsskapnum: nú fékk ég færi á að afla mér gagnlegra upplýsinga um ástand og horfur, kaup og kjör. Það skipti engum togum, að stúlkan gat sagt mér allt, sem ég vildi vita um fjölda ísskápa í eldhúsum og stássstofum borgarinnar og annað slíkt. Hagvísar og félagsvísar um borgina og landið léku á vörum hennar. Þar kom, að ég spurði hana um launakjör háskólakennara. Áttu við lektor, dósent eða prófessor? spurði hún eldsnöggt á móti. Segjum prófessor, svaraði ég. Andsvar hennar fól í sér, að það tæki prófessor í Leníngrað sjö ár að vinna sér inn fyrir nýrri Lödu, og hann gerði ekki annað á meðan. Ég gat sagt mér það sjálfur, hvers kyns var með þessar stelpur þarna á barnum: þær voru þarna í viðskiptaerindum. Eða voru þetta kannski bara venjulegar stelpur að afla sér ókeypis enskuþjálfunar? Eða jafnvel útsendarar? Allt þrennt kannski? Þegar ég kom aftur heim til Stokkhólms, bar ég þessa laufléttu lífsreynslusögu af barnum á Pribaltiskaya undir vinnufélaga minn, sem hafði lært rússnesku í sænska hernum. Hann var ekki lengi að leysa gátuna: hún hefði aldrei spurt lektor, dósent eða prófessor nema hún væri útsendari, sagði hann, því að ella hefði hún ekki kunnað gervalla launatöflu háskólans utan að. Nú þykknaði þráðurinn. Hvað gat útsendari yfirvalda hafa viljað mér í Leníngrað? Þetta er MoskvaNú rifjast upp fyrir mér annað atvik frá þessum árum. Ég sat á frostköldum janúardegi við skrifborðið mitt í Stokkhólmi djúpt sokkinn í útreikninga, nema síminn hringdi, og sem ég lyfti heyrnartólinu heyrði ég sagt: Þetta er Moskva. Ég sperrti eyrun. Hringjarinn hélt áfram: Prófessor Leonid Vitaliyevich Kantorovich, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, er fárveikur, hann þjáist af krabbameini í ristli, getið þér hjálpað? Rússneskir læknar gátu ekki hjálpað sjúklingnum, geislameðferð dugði ekki, og eina vonin var opinbert boð að vestan um spítalavist. Í lok ræðunnar kynnti hringjarinn sig sem prófessor í hagnýtri stærðfræði í Moskvuháskóla. Mér heyrðist frú Kantorovich sitja hjá honum við símann. Ég skrifaði niður númerið og óskaði þeim allrar blessunar. Þegar ég hafði nokkru síðar náð í yfirlækninn á krabbadeildinni á Karólínska spítalanum í Stokkhólmi og sagt honum söguna, reyndi ég að hringja í númerið í Moskvu til að gefa prófessornum skýrslu. Stúlkan við skiptiborðið í Stokkhólmi sagði, að eftir eina hringingu hefði símtólinu verið lyft í Moskvu og í það sagt djúpri röddu: Við áttum ekki von á símtali frá útlöndum. Við frekari eftirgrennslan á símstöðinni í Moskvu kom fram, að eitthvað væri athugavert við númerið. Hvað þýddi það? Var síminn hleraður? Ég hringdi í forstöðumann Nóbelsstofnunarinnar í Stokkhólmi, þar eð hann hafði verið gestgjafi Leonids Kantorovich, þegar hann kom til Stokkhólms 1975 að taka við Nóbelsverðlaununum, og sagði honum söguna. Hann sagðist mundu athuga málið með aðstoð utanríkisráðuneytisins. Meira gat ég ekki gert. Ég þurfti að fara til Princeton daginn eftir, kenndi þar. Líður nú fram á vor. Einn fagran aprílmorgun við morgunverðarborðið úti í garði í glampandi sólskini opna ég New York Times og sé langa minningargrein um Leonid Kantorovich. Þegar ég spurðist fyrir um málið í Stokkhólmi, kom á daginn, að Svíunum hafði ekki tekizt að hafa upp á honum og ekki heldur prófessornum, sem hafði hringt í mig. HjálparleysiVar þessi fátæklega tilraun mín til að hjálpa deyjandi manni í Moskvu orsök athyglinnar, sem ég naut á barnum á Pribaltiskaya? Sagan væri safaríkari, ef svo væri, en svarið er nei. Símtalið frá Moskvu barst 1987, Kantorovich lézt þá um vorið, nokkrum árum eftir þessa fyrstu heimsókn mína til Leníngrað. Og yngismærin talnaglögga? Kannski var hún bara svona vel að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þetta var nokkru eftir 1980. Ég var staddur í Leníngrað, hún hét því nafni þá þessi sögufræga og fallega borg austast við Eystrasalt, ég bjó á Hótel Pribaltiskaya, útlendingar voru yfirleitt hafðir þar í hæfilegri fjarlægð frá miðborginni. Ég fór ferða minna með leigubílum og spurði einn bílstjórann hvað ný Lada kostaði út úr búð. Hann sleppti stýrinu og slengdi tíu fingrum tvisvar upp í loftið. Ég hafði ekki hugmynd um, hversu mikils virði 20.000 rúblur voru, og kunni ekki við að spyrja bílstjórann um laun hans. Hótelið var mammútur að vexti, og ég veitti því athygli á barnum, að þar voru margar ungar stúlkur einar síns liðs, misföngulegar. Ein þeirra gaf sig á tal við mig, og ég fagnaði félagsskapnum: nú fékk ég færi á að afla mér gagnlegra upplýsinga um ástand og horfur, kaup og kjör. Það skipti engum togum, að stúlkan gat sagt mér allt, sem ég vildi vita um fjölda ísskápa í eldhúsum og stássstofum borgarinnar og annað slíkt. Hagvísar og félagsvísar um borgina og landið léku á vörum hennar. Þar kom, að ég spurði hana um launakjör háskólakennara. Áttu við lektor, dósent eða prófessor? spurði hún eldsnöggt á móti. Segjum prófessor, svaraði ég. Andsvar hennar fól í sér, að það tæki prófessor í Leníngrað sjö ár að vinna sér inn fyrir nýrri Lödu, og hann gerði ekki annað á meðan. Ég gat sagt mér það sjálfur, hvers kyns var með þessar stelpur þarna á barnum: þær voru þarna í viðskiptaerindum. Eða voru þetta kannski bara venjulegar stelpur að afla sér ókeypis enskuþjálfunar? Eða jafnvel útsendarar? Allt þrennt kannski? Þegar ég kom aftur heim til Stokkhólms, bar ég þessa laufléttu lífsreynslusögu af barnum á Pribaltiskaya undir vinnufélaga minn, sem hafði lært rússnesku í sænska hernum. Hann var ekki lengi að leysa gátuna: hún hefði aldrei spurt lektor, dósent eða prófessor nema hún væri útsendari, sagði hann, því að ella hefði hún ekki kunnað gervalla launatöflu háskólans utan að. Nú þykknaði þráðurinn. Hvað gat útsendari yfirvalda hafa viljað mér í Leníngrað? Þetta er MoskvaNú rifjast upp fyrir mér annað atvik frá þessum árum. Ég sat á frostköldum janúardegi við skrifborðið mitt í Stokkhólmi djúpt sokkinn í útreikninga, nema síminn hringdi, og sem ég lyfti heyrnartólinu heyrði ég sagt: Þetta er Moskva. Ég sperrti eyrun. Hringjarinn hélt áfram: Prófessor Leonid Vitaliyevich Kantorovich, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, er fárveikur, hann þjáist af krabbameini í ristli, getið þér hjálpað? Rússneskir læknar gátu ekki hjálpað sjúklingnum, geislameðferð dugði ekki, og eina vonin var opinbert boð að vestan um spítalavist. Í lok ræðunnar kynnti hringjarinn sig sem prófessor í hagnýtri stærðfræði í Moskvuháskóla. Mér heyrðist frú Kantorovich sitja hjá honum við símann. Ég skrifaði niður númerið og óskaði þeim allrar blessunar. Þegar ég hafði nokkru síðar náð í yfirlækninn á krabbadeildinni á Karólínska spítalanum í Stokkhólmi og sagt honum söguna, reyndi ég að hringja í númerið í Moskvu til að gefa prófessornum skýrslu. Stúlkan við skiptiborðið í Stokkhólmi sagði, að eftir eina hringingu hefði símtólinu verið lyft í Moskvu og í það sagt djúpri röddu: Við áttum ekki von á símtali frá útlöndum. Við frekari eftirgrennslan á símstöðinni í Moskvu kom fram, að eitthvað væri athugavert við númerið. Hvað þýddi það? Var síminn hleraður? Ég hringdi í forstöðumann Nóbelsstofnunarinnar í Stokkhólmi, þar eð hann hafði verið gestgjafi Leonids Kantorovich, þegar hann kom til Stokkhólms 1975 að taka við Nóbelsverðlaununum, og sagði honum söguna. Hann sagðist mundu athuga málið með aðstoð utanríkisráðuneytisins. Meira gat ég ekki gert. Ég þurfti að fara til Princeton daginn eftir, kenndi þar. Líður nú fram á vor. Einn fagran aprílmorgun við morgunverðarborðið úti í garði í glampandi sólskini opna ég New York Times og sé langa minningargrein um Leonid Kantorovich. Þegar ég spurðist fyrir um málið í Stokkhólmi, kom á daginn, að Svíunum hafði ekki tekizt að hafa upp á honum og ekki heldur prófessornum, sem hafði hringt í mig. HjálparleysiVar þessi fátæklega tilraun mín til að hjálpa deyjandi manni í Moskvu orsök athyglinnar, sem ég naut á barnum á Pribaltiskaya? Sagan væri safaríkari, ef svo væri, en svarið er nei. Símtalið frá Moskvu barst 1987, Kantorovich lézt þá um vorið, nokkrum árum eftir þessa fyrstu heimsókn mína til Leníngrað. Og yngismærin talnaglögga? Kannski var hún bara svona vel að sér.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun