Stólar fyrir dyrum Þorvaldur Gylfason skrifar 17. september 2009 06:00 Hlutur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans vekur tvær spurningar, sem varða umheiminn auk okkar sjálfra. Fjárþörf landsins árin 2008-10 er metin á fimm milljarða Bandaríkjadala og er mun meiri en svo, að sjóðurinn megni að svala henni. Þessa fjár er þörf til að tryggja, að ríkið geti staðið skil á erlendum skuldbindingum sínum, og til að verja krónuna enn frekara gengisfalli, þegar slakað verður á gjaldeyrishöftunum. Aðgangur Íslands að fyrirgreiðslu sjóðsins er bundinn við umfang efnahagslífsins. Miðað við reglur sjóðsins teygir hann sig út á yztu nöf með því að lána hingað tvo milljarða dala. Fjárhæðin nemur 6.500 dölum á hvern Íslending. Aðstoð sjóðsins við Ungverjaland og Lettland nú nemur 1.600 dölum á hvern Ungverja og 600 dölum á hvern Letta. Það, sem á vantar, þurfa Íslendingar að taka að láni á Norðurlöndum (tvo milljarða dala) og í Færeyjum, Póllandi og Rússlandi (einn milljarð). Hér þykknar þráðurinn. Skilyrði hverra?Það er skiljanlegt, að aðrir lánveitendur telji sig líkt og sjóðurinn þurfa að binda lánveitingar skilyrðum til að aga og örva lántakandann, tryggja skilvísar endurgreiðslur og stuðla að endurheimt glataðs trausts. Þó er ekki ljóst, að skilyrði utanaðkomandi lánveitenda fari að öllu leyti saman við þaulreynd skilyrði sjóðsins, sem fylgir föstum reglum. Legið hefur fyrir um langa hríð, að Norðurlöndin kjósa, að Íslendingar leysi ágreining sinn við Breta og Hollendinga um IceSave-málið. Það kom þó ekki á daginn fyrr en nýlega, að Norðurlöndin binda stuðning sinn við efnahagsáætlun stjórnvalda við lausn málsins. Í þessu ljósi þarf að skoða fyrirheit stjórnvalda í samkomulagi sínu við sjóðinn frá nóvember 2008 um að leysa deiluna.Takist það ekki, vaknar spurning um stuðning Norðurlanda við áætlunina. Gangi þau úr skaftinu, þarf að smíða nýja áætlun um aðgerðir í fjármálum ríkisins og framhald gjaldeyrishafta til að ná endum saman án frekara gengisfalls. Án gagngerrar endurskoðunar mun gengi krónunnar þá falla enn frekar en orðið er. Efnahagsáætluninni eins og hún er nú var einmitt stefnt að því að aftra slíku gengisfalli.Reglur sjóðsins kveða ekki á um, hvernig farið skuli með þau skilyrði, sem utanaðkomandi lánveitendur vilja leggja á lántakendur. Þetta dregur úr því gagnsæi, sem sjóðurinn stefnir að í samskiptum sínum við aðildarlönd. Sjóðurinn þarf að marka sér skýrar reglur um meðferð slíkra skilyrða. Fólkið í landinu þarf að fá að vita, hvort til dæmis Bretar og Hollendingar skipta sér af samningum Íslands við sjóðinn að tjaldabaki. Þarna hefur sjóðurinn brýnt verk að vinna. Alþjóðleg rannsóknarnefndÆ síðan bankarnir hrundu hafa verið uppi kröfur um erlenda rannsókn á hruninu frekar en innlenda rannsókn. Fjármálaeftirlitið hefur staðfest, að grunur leikur á alvarlegum lögbrotum fyrir hrun, svo sem margir töldu einsýnt frá byrjun. Krafan um erlenda rannsókn helgast af hættunni á, að ýmis tengsl bankamanna, stjórnmálamanna og viðskiptaforkólfa geti skaðað innlenda rannsókn og gert hana tortryggilega. Dómskerfið er skilgetið afkvæmi stjórnmálastéttarinnar og nýtur að því skapi lítils trausts meðal almennings eftir allt, sem á undan er gengið. Samt hefur ríkisstjórnin, hvorki fyrri stjórn né hin, sem nú situr, ekki fallizt á erlenda rannsókn hrunsins, heldur hefur hún látið sér duga að þiggja fyrir annarra tilstilli og með hangandi hendi aðstoð Evu Joly rannsóknardómara og fáeinna erlendra sérfræðinga á hennar vegum. Tilfinnanlegt sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um rannsókn hrunsins vekur tortryggni hér heima og erlendis.Þegar bankar valda erlendum lánardrottnum skaða, sem nemur margfaldri landsframleiðslu, eiga heimamenn og útlendingar heimtingu á að fá að vita, hvernig slíkt gat gerzt. Ef innlend yfirvöld virðast reyna að leiða málið hjá sér, á heimsbyggðin tveggja kosta völ. Hún getur annaðhvort sett upp nýja alþjóðaskrifstofu til að skipuleggja rannsóknir á efnahagshamförum eða falið einhverri alþjóðastofnun, sem fyrir er og málið er skylt, svo sem AGS, að setja sér reglur um, hvernig hægt sé að tryggja óháða rannsókn á hamförunum. Öllum þykir sjálfsagt, að flugslys séu rannsökuð til hlítar og án undanbragða. Sama máli ætti að gegna um bankahrun. Þegar bankakerfi lands hrynur, þurfa boðlegar almannavarnir að vera til taks. Ef yfirvöld hika, til dæmis vegna þess, að þau hafa eitthvað að fela, getur umheimurinn þurft að grípa í taumana, helzt í góðri sátt við innlend stjórnvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Hlutur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans vekur tvær spurningar, sem varða umheiminn auk okkar sjálfra. Fjárþörf landsins árin 2008-10 er metin á fimm milljarða Bandaríkjadala og er mun meiri en svo, að sjóðurinn megni að svala henni. Þessa fjár er þörf til að tryggja, að ríkið geti staðið skil á erlendum skuldbindingum sínum, og til að verja krónuna enn frekara gengisfalli, þegar slakað verður á gjaldeyrishöftunum. Aðgangur Íslands að fyrirgreiðslu sjóðsins er bundinn við umfang efnahagslífsins. Miðað við reglur sjóðsins teygir hann sig út á yztu nöf með því að lána hingað tvo milljarða dala. Fjárhæðin nemur 6.500 dölum á hvern Íslending. Aðstoð sjóðsins við Ungverjaland og Lettland nú nemur 1.600 dölum á hvern Ungverja og 600 dölum á hvern Letta. Það, sem á vantar, þurfa Íslendingar að taka að láni á Norðurlöndum (tvo milljarða dala) og í Færeyjum, Póllandi og Rússlandi (einn milljarð). Hér þykknar þráðurinn. Skilyrði hverra?Það er skiljanlegt, að aðrir lánveitendur telji sig líkt og sjóðurinn þurfa að binda lánveitingar skilyrðum til að aga og örva lántakandann, tryggja skilvísar endurgreiðslur og stuðla að endurheimt glataðs trausts. Þó er ekki ljóst, að skilyrði utanaðkomandi lánveitenda fari að öllu leyti saman við þaulreynd skilyrði sjóðsins, sem fylgir föstum reglum. Legið hefur fyrir um langa hríð, að Norðurlöndin kjósa, að Íslendingar leysi ágreining sinn við Breta og Hollendinga um IceSave-málið. Það kom þó ekki á daginn fyrr en nýlega, að Norðurlöndin binda stuðning sinn við efnahagsáætlun stjórnvalda við lausn málsins. Í þessu ljósi þarf að skoða fyrirheit stjórnvalda í samkomulagi sínu við sjóðinn frá nóvember 2008 um að leysa deiluna.Takist það ekki, vaknar spurning um stuðning Norðurlanda við áætlunina. Gangi þau úr skaftinu, þarf að smíða nýja áætlun um aðgerðir í fjármálum ríkisins og framhald gjaldeyrishafta til að ná endum saman án frekara gengisfalls. Án gagngerrar endurskoðunar mun gengi krónunnar þá falla enn frekar en orðið er. Efnahagsáætluninni eins og hún er nú var einmitt stefnt að því að aftra slíku gengisfalli.Reglur sjóðsins kveða ekki á um, hvernig farið skuli með þau skilyrði, sem utanaðkomandi lánveitendur vilja leggja á lántakendur. Þetta dregur úr því gagnsæi, sem sjóðurinn stefnir að í samskiptum sínum við aðildarlönd. Sjóðurinn þarf að marka sér skýrar reglur um meðferð slíkra skilyrða. Fólkið í landinu þarf að fá að vita, hvort til dæmis Bretar og Hollendingar skipta sér af samningum Íslands við sjóðinn að tjaldabaki. Þarna hefur sjóðurinn brýnt verk að vinna. Alþjóðleg rannsóknarnefndÆ síðan bankarnir hrundu hafa verið uppi kröfur um erlenda rannsókn á hruninu frekar en innlenda rannsókn. Fjármálaeftirlitið hefur staðfest, að grunur leikur á alvarlegum lögbrotum fyrir hrun, svo sem margir töldu einsýnt frá byrjun. Krafan um erlenda rannsókn helgast af hættunni á, að ýmis tengsl bankamanna, stjórnmálamanna og viðskiptaforkólfa geti skaðað innlenda rannsókn og gert hana tortryggilega. Dómskerfið er skilgetið afkvæmi stjórnmálastéttarinnar og nýtur að því skapi lítils trausts meðal almennings eftir allt, sem á undan er gengið. Samt hefur ríkisstjórnin, hvorki fyrri stjórn né hin, sem nú situr, ekki fallizt á erlenda rannsókn hrunsins, heldur hefur hún látið sér duga að þiggja fyrir annarra tilstilli og með hangandi hendi aðstoð Evu Joly rannsóknardómara og fáeinna erlendra sérfræðinga á hennar vegum. Tilfinnanlegt sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um rannsókn hrunsins vekur tortryggni hér heima og erlendis.Þegar bankar valda erlendum lánardrottnum skaða, sem nemur margfaldri landsframleiðslu, eiga heimamenn og útlendingar heimtingu á að fá að vita, hvernig slíkt gat gerzt. Ef innlend yfirvöld virðast reyna að leiða málið hjá sér, á heimsbyggðin tveggja kosta völ. Hún getur annaðhvort sett upp nýja alþjóðaskrifstofu til að skipuleggja rannsóknir á efnahagshamförum eða falið einhverri alþjóðastofnun, sem fyrir er og málið er skylt, svo sem AGS, að setja sér reglur um, hvernig hægt sé að tryggja óháða rannsókn á hamförunum. Öllum þykir sjálfsagt, að flugslys séu rannsökuð til hlítar og án undanbragða. Sama máli ætti að gegna um bankahrun. Þegar bankakerfi lands hrynur, þurfa boðlegar almannavarnir að vera til taks. Ef yfirvöld hika, til dæmis vegna þess, að þau hafa eitthvað að fela, getur umheimurinn þurft að grípa í taumana, helzt í góðri sátt við innlend stjórnvöld.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun