Hreint fyrir dyrum Bergsteinn Sigurðsson skrifar 9. janúar 2009 06:00 Fyrir fáeinum misserum voru á dagskrá Stöðvar tvö þættir sem nefndust Extreme Makeover, eða Ærleg yfirhalning. Þar gafst sérútvöldu fólki tækifæri til að gangast undir rækilega yfirhalningu með aðstoð læknavísindanna, leikfimikennara og snyrtifræðinga. Þættirnir voru mjög vinsælir og því sjálfsagt engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn, sú nýjungagjarna hreyfing, ákvað að tileinka sér þessa hugmyndafræði í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006. Í stað þess að leggja áherslu á stefnumál og hugmyndafræði voru frambjóðendur flokksins skikkaðir í megrun, brúnkusprautun, klæddir í tískuföt og sendir í myndatöku hjá Photoshop-kunnandi mönnum. Árangurinn varð minni en vonast var til. Eftir uppskerubrestinn í kosningunum 2006 og 2007 varð bændaflokknum ljóst að það þyrfti meira til en að senda elsta soninn á akurinn klæddan skartklæðum - taka þyrfti til hendi á sjálfu býlinu. Það þurfti með öðrum orðum að grípa til róttækari meðala. En hvað er róttækara en Extreme Makeover? Jú, Extreme Makeover: Home Edition. Í þeim þætti þefar hópur vaskra manna og kvenna upp fólk sem lífið hefur leikið grátt og hokrar í svo niðurníddum húsum að umrenningar myndu varla þiggja þar gistingu. Hjálparteymið mætir á svæðið, ásamt dágóðum hópi verkamanna, rífur hjallinn og byggir nýtt og glæsilegt hús frá grunni á innan við viku. Framsóknarflokkurinn er sannarlega óðal sem má muna fífil sinn fegri; hann minnir nú einna helst á þurrabúð fyrir pólitískt hústökufólk. En óttist eigi; hönnunarteymið er mætt og hvetur viljuga verkamenn og týnda syni til að rífa niður hverja fúaspýtu og ryðgaðan nagla. Upp skal rísa tígulegur bústaður í klassískum evrópskum stíl með bláu, stjörnuþöktu hvolfþaki; smekklegur en laus við íburð; heimilislegar innréttingar í stað hinna stílhreinu og kuldalegu; svefnherbergin máluð í nostalgískum litum samvinnuhreyfingarinnar; út af eldhúsinu er rúmgott búr fyrir allar afurðirnar; og í stofunni er voldugur arinn, sem samningnum við Finn í Samtryggingum verður kastað á við fyrsta tækifæri. Einhvern veginn svona líta teikningarnar að nýja heiðarbýlinu að minnsta kosti út. Hvort útkoman verði áþekk á eftir að koma í ljós. En þetta á auðvitað eftir að kosta skildinginn og erfiðisvinnu að halda við. Vonum að kvaðirnar verði ábúendunum ekki ofviða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Fyrir fáeinum misserum voru á dagskrá Stöðvar tvö þættir sem nefndust Extreme Makeover, eða Ærleg yfirhalning. Þar gafst sérútvöldu fólki tækifæri til að gangast undir rækilega yfirhalningu með aðstoð læknavísindanna, leikfimikennara og snyrtifræðinga. Þættirnir voru mjög vinsælir og því sjálfsagt engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn, sú nýjungagjarna hreyfing, ákvað að tileinka sér þessa hugmyndafræði í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006. Í stað þess að leggja áherslu á stefnumál og hugmyndafræði voru frambjóðendur flokksins skikkaðir í megrun, brúnkusprautun, klæddir í tískuföt og sendir í myndatöku hjá Photoshop-kunnandi mönnum. Árangurinn varð minni en vonast var til. Eftir uppskerubrestinn í kosningunum 2006 og 2007 varð bændaflokknum ljóst að það þyrfti meira til en að senda elsta soninn á akurinn klæddan skartklæðum - taka þyrfti til hendi á sjálfu býlinu. Það þurfti með öðrum orðum að grípa til róttækari meðala. En hvað er róttækara en Extreme Makeover? Jú, Extreme Makeover: Home Edition. Í þeim þætti þefar hópur vaskra manna og kvenna upp fólk sem lífið hefur leikið grátt og hokrar í svo niðurníddum húsum að umrenningar myndu varla þiggja þar gistingu. Hjálparteymið mætir á svæðið, ásamt dágóðum hópi verkamanna, rífur hjallinn og byggir nýtt og glæsilegt hús frá grunni á innan við viku. Framsóknarflokkurinn er sannarlega óðal sem má muna fífil sinn fegri; hann minnir nú einna helst á þurrabúð fyrir pólitískt hústökufólk. En óttist eigi; hönnunarteymið er mætt og hvetur viljuga verkamenn og týnda syni til að rífa niður hverja fúaspýtu og ryðgaðan nagla. Upp skal rísa tígulegur bústaður í klassískum evrópskum stíl með bláu, stjörnuþöktu hvolfþaki; smekklegur en laus við íburð; heimilislegar innréttingar í stað hinna stílhreinu og kuldalegu; svefnherbergin máluð í nostalgískum litum samvinnuhreyfingarinnar; út af eldhúsinu er rúmgott búr fyrir allar afurðirnar; og í stofunni er voldugur arinn, sem samningnum við Finn í Samtryggingum verður kastað á við fyrsta tækifæri. Einhvern veginn svona líta teikningarnar að nýja heiðarbýlinu að minnsta kosti út. Hvort útkoman verði áþekk á eftir að koma í ljós. En þetta á auðvitað eftir að kosta skildinginn og erfiðisvinnu að halda við. Vonum að kvaðirnar verði ábúendunum ekki ofviða.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun