Menning

Margrét Helga í einleik

Margrét Helga Jóhannsdóttir frumsýnir einleik annað kvöld.
Margrét Helga Jóhannsdóttir frumsýnir einleik annað kvöld.
Annað kvöld heldur áfram einleikssyrpa í Borgarleikhúsinu sem hófst fyrir fáum vikum með frumsýningu á Sannleika Péturs Jóhanns. Nú kemur Margrét Helga Jóhannsdóttir fram í einleik, en nú eru liðnir tveir áratugir síðan hún sló í gegn á Litla sviði Borgarleikhússins í Sigrúnu Ástrósu.

Einleikurinn sem Margrét flytur heitir Óskar og bleikklædda konan eftir Éric-Emmanuel Schmitt sem er vel kunnur íslenskum leikhúsgestum af fyrri verkum hans sem hér hafa verið flutt: Abel Snorko (Þjóðleikhúsið 1998), Gestinum (LR/Þýbilja 2002) og Hjónabandsglæpum (Þjóðleikhúsið 2007).

Verkið fjallar um Óskar, tíu ára dreng sem þjáist af hvítblæði og bíður hins óhjákvæmilega á spítala. Eldri kona sem er sjálfboðaliði á sjúkrahúsinu, virðist vera sú eina sem hefur þroska og þor til að ræða hið óumflýjanlega við Óskar og ráðleggur honum að skrifa bréf til Guðs.

Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Leikmynd og búninga annast Snorri Freyr Hilmarsson.

Frumsýning er annað kvöld kl. 20. - pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.