Fyll’ann gremju 18. júlí 2009 00:01 Þegar ég var yngri voru bensínstöðvar staðir þar sem vegfarendur námu staðar ef þá vantaði bensín. Þar var reyndar einnig boðið upp á ýmsa aðra þjónustu fyrir bílinn. Maður var ekki bara spurður hvort ætti að „fyll’ann“ heldur jafnvel líka hvort það ætti að athuga olíuna eða strjúka af framrúðunni. Þetta heyrir sögunni til. Æ víðar eru komnar afgreiðslustöðvar þar sem maður verður sjálfur að veita sér alla þá þjónustu sem mann vanhagar um, væntanlega til að koma í veg fyrir hvimleið persónuleg samskipti við starfsfólk. Eina leiðin til að „fyll’ann“ er að vita fyrirfram upp á krónu hve mikið bensín í viðbót tankurinn rúmar. Þetta virðist þó ekki gert til að spara starfsfólk. Öðru nær. Flestar bensínstöðvar eru nefnilega orðnar einhver ofursjoppa, jafnvel smákjörbúð með Smáratorgsdrauma. Þar er nú öll áherslan lögð á að bjóða svo fjölbreytt úrval af samlokum, gosdrykkjum, smáréttum, grillmat og útilegudóti, auk þess sem þar eru sjaldnast færri en tvær alþjóðlegar skyndibitakeðjur með aðstöðu, að ekkert pláss er eftir fyrir frostlög eða vinnukonur. Þá voru loftmælar líka einföld, sjálfsögð og auðskilin tæki og til á öllum bensínstöðvum. Þeir líktust penna sem smellt var á ventilinn. Þrýstingurinn ýtti þar til gerðum pinna út. Því lengra út sem pinninn fór, þeim mun meiri var þrýstingurinn. Allt saman eins frumstætt, analóg og auðskilið og framast gat orðið. Nú hefur bansett framþróunin einnig náð inn á þetta svið. Horfin er sú vinalega spurning: „Getiði lánað mér loftmæli?“ Enda er auðvitað óskiljanlegt hvað samloku- eða hamborgarasali ætti að gera við slíkt tæki. Á bensínstöðvum þar sem eru mexíkóskir skyndibitastaðir er spurningin kannski eðlilegri. Loftleiðslan kemur engum inni á staðnum við, er digítal og tölvuvædd. Maður slær inn æskilegan loftþrýsting og bíður eftir pípi, eftir að einhver góðhjartaður hefur útskýrt fyrir manni hvernig þetta virkar. Verst er þó að þegar maður lætur móðan mása af réttlátri vandlætingu eftir að hafa heimsótt þá framtíðar-dystópíu sem íslenskar bensínstöðvar eru upp til hópa orðnar, þá góna börnin manns á mann eins og maður sé að missa vitið. Þau heyra ekki hvöss snjallyrði reiða, unga mannsins sem glymja í eyrum manns sjálfs, heldur bara tuð í geðillu gamalmenni sem ekki nær að fylgjast með. Svona læðist tíminn aftan að manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Þegar ég var yngri voru bensínstöðvar staðir þar sem vegfarendur námu staðar ef þá vantaði bensín. Þar var reyndar einnig boðið upp á ýmsa aðra þjónustu fyrir bílinn. Maður var ekki bara spurður hvort ætti að „fyll’ann“ heldur jafnvel líka hvort það ætti að athuga olíuna eða strjúka af framrúðunni. Þetta heyrir sögunni til. Æ víðar eru komnar afgreiðslustöðvar þar sem maður verður sjálfur að veita sér alla þá þjónustu sem mann vanhagar um, væntanlega til að koma í veg fyrir hvimleið persónuleg samskipti við starfsfólk. Eina leiðin til að „fyll’ann“ er að vita fyrirfram upp á krónu hve mikið bensín í viðbót tankurinn rúmar. Þetta virðist þó ekki gert til að spara starfsfólk. Öðru nær. Flestar bensínstöðvar eru nefnilega orðnar einhver ofursjoppa, jafnvel smákjörbúð með Smáratorgsdrauma. Þar er nú öll áherslan lögð á að bjóða svo fjölbreytt úrval af samlokum, gosdrykkjum, smáréttum, grillmat og útilegudóti, auk þess sem þar eru sjaldnast færri en tvær alþjóðlegar skyndibitakeðjur með aðstöðu, að ekkert pláss er eftir fyrir frostlög eða vinnukonur. Þá voru loftmælar líka einföld, sjálfsögð og auðskilin tæki og til á öllum bensínstöðvum. Þeir líktust penna sem smellt var á ventilinn. Þrýstingurinn ýtti þar til gerðum pinna út. Því lengra út sem pinninn fór, þeim mun meiri var þrýstingurinn. Allt saman eins frumstætt, analóg og auðskilið og framast gat orðið. Nú hefur bansett framþróunin einnig náð inn á þetta svið. Horfin er sú vinalega spurning: „Getiði lánað mér loftmæli?“ Enda er auðvitað óskiljanlegt hvað samloku- eða hamborgarasali ætti að gera við slíkt tæki. Á bensínstöðvum þar sem eru mexíkóskir skyndibitastaðir er spurningin kannski eðlilegri. Loftleiðslan kemur engum inni á staðnum við, er digítal og tölvuvædd. Maður slær inn æskilegan loftþrýsting og bíður eftir pípi, eftir að einhver góðhjartaður hefur útskýrt fyrir manni hvernig þetta virkar. Verst er þó að þegar maður lætur móðan mása af réttlátri vandlætingu eftir að hafa heimsótt þá framtíðar-dystópíu sem íslenskar bensínstöðvar eru upp til hópa orðnar, þá góna börnin manns á mann eins og maður sé að missa vitið. Þau heyra ekki hvöss snjallyrði reiða, unga mannsins sem glymja í eyrum manns sjálfs, heldur bara tuð í geðillu gamalmenni sem ekki nær að fylgjast með. Svona læðist tíminn aftan að manni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun