Þegar svör fást Þorsteinn Pálsson skrifar 4. mars 2009 06:00 Þegar ríkisstjórnin var mynduð lofaði forsætisráðherra kosningum 25. apríl. Nú íhugar forsætisráðherra að ganga á bak þeirra orða sinna fyrir þá sök að ríkisstjórnin hafi of mikið að gera. Eru það gild rök? Formaður Framsóknarflokksins segir á hinn bóginn að flest þau mál sem ríkisstjórnin sé með á prjónunum séu þess eðlis að engu skipti hvorum megin kjördags þau verða afgreidd á Alþingi. Hann segir ríkisstjórnina úrræðalausa og lýsir eftir stefnu í efnahagsmálum. Er það rétt mat? Forystumenn stjórnarandstöðunnar vilja halda ríkisstjórninni við loforð sitt um kjördag. Aukheldur vilja þeir að störf Alþingis verði lögð niður daginn sem þingrofsúrskurður verður gefinn út. Er það skynsamlegt? Stjórnarskrárbreytingin 1991 var gerð í þeim tilgangi að styrkja þingið gagnvart þingrofsvaldi forsætisráðherra og tryggja að landið yrði aldrei þinglaust. Þetta voru grundvallarbreytingar frá fyrri skipan. Svo virðist sem hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafi áttað sig á hvað þær þýða í raun. Þegar gengið verður að kjörborðinu skiptir mestu máli að kjósendur viti um stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim grundvallarmálum sem hún þarf að glíma við á næsta kjörtímabili. Aðeins þannig geta kjósendur veitt gilt pólitískt umboð inn í framtíðina. Forystumenn Framsóknarflokksins benda réttilega á að stjórnin á ekki svör við þessum spurningum. Hún sýnist ætla að halda þeim leyndum fram yfir kjördag nema fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framsóknarflokkurinn er hins vegar fastur í pólitískri bóndabeygju stjórnarflokkanna og getur ekkert að gert. Forystumenn stjórnarandstöðunnar sýnast aftur á móti ekki hafa áhuga á að nýta sér þau nýju tækifæri sem þeir hafa til að knýja ríkisstjórn til frásagnar um stefnu sína. Nú geta þeir til að mynda ætlast til að ríkisstjórn sitji í þinginu fram að kjördegi. Aukheldur hefur stjórnarandstaðan tækifæri til þess að knýja á um opna fundi í þingnefndum. Þar má taka skýrslur af ráðherrum um stefnu þeirra á hverju málasviði. Þessi réttarbót fyrir stjórnarandstöðuna var ákveðin á síðasta ári að frumkvæði þáverandi forseta Alþingis. Sannleikurinn er sá að gild rök standa til þess að kalla eftir skýrum og nákvæmum svörum um útfærslu á ríkisfjármálastefnunni fyrir kjördag. Það má gera með yfirheyrslum á opnum nefndafundum á Alþingi. Umfang þessa verkefnis er slíkt að ekki veitir af að nýta hvern dag næstu tvo mánuði til nefndafunda í heyranda hljóði um það mál eitt og sér. Sama er að segja um stefnuna í peningamálum og afstöðuna til Evrópusambandsins. Eins er með stefnumörkun um viðreisn bankanna. Bæði málin kalla á ítarlegar nefndayfirheyrslur. Meira virði er að kjósendur fái svör við þessum spurningum en hvort kjördagur er fyrr eða síðar. Kjósendur eiga ekki að frétta eftir á hvaða málefnaumboð þeir veita í kosningum. Rétti tíminn til að kjósa er því þegar ríkisstjórnin hefur á Alþingi svarað því sem máli skiptir um framtíðarstefnuna í lykilmálum. Ríkisstjórnin vill þvinga fram grundvallarbreytingar á stjórnarskránni á nokkrum dögum í krafti ráðherraræðisins. Hvað er á móti því að breyta stjórnarskránni með eðlilegum hætti eftir að ríkisstjórnin hefur fengið umboð kjósenda? Ef ekki á að traðka á þingræðinu er hinn kosturinn að fresta kosningunum. Í lýðræðisríki þarf ríkisstjórn að velja milli þessara kosta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þegar ríkisstjórnin var mynduð lofaði forsætisráðherra kosningum 25. apríl. Nú íhugar forsætisráðherra að ganga á bak þeirra orða sinna fyrir þá sök að ríkisstjórnin hafi of mikið að gera. Eru það gild rök? Formaður Framsóknarflokksins segir á hinn bóginn að flest þau mál sem ríkisstjórnin sé með á prjónunum séu þess eðlis að engu skipti hvorum megin kjördags þau verða afgreidd á Alþingi. Hann segir ríkisstjórnina úrræðalausa og lýsir eftir stefnu í efnahagsmálum. Er það rétt mat? Forystumenn stjórnarandstöðunnar vilja halda ríkisstjórninni við loforð sitt um kjördag. Aukheldur vilja þeir að störf Alþingis verði lögð niður daginn sem þingrofsúrskurður verður gefinn út. Er það skynsamlegt? Stjórnarskrárbreytingin 1991 var gerð í þeim tilgangi að styrkja þingið gagnvart þingrofsvaldi forsætisráðherra og tryggja að landið yrði aldrei þinglaust. Þetta voru grundvallarbreytingar frá fyrri skipan. Svo virðist sem hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafi áttað sig á hvað þær þýða í raun. Þegar gengið verður að kjörborðinu skiptir mestu máli að kjósendur viti um stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim grundvallarmálum sem hún þarf að glíma við á næsta kjörtímabili. Aðeins þannig geta kjósendur veitt gilt pólitískt umboð inn í framtíðina. Forystumenn Framsóknarflokksins benda réttilega á að stjórnin á ekki svör við þessum spurningum. Hún sýnist ætla að halda þeim leyndum fram yfir kjördag nema fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framsóknarflokkurinn er hins vegar fastur í pólitískri bóndabeygju stjórnarflokkanna og getur ekkert að gert. Forystumenn stjórnarandstöðunnar sýnast aftur á móti ekki hafa áhuga á að nýta sér þau nýju tækifæri sem þeir hafa til að knýja ríkisstjórn til frásagnar um stefnu sína. Nú geta þeir til að mynda ætlast til að ríkisstjórn sitji í þinginu fram að kjördegi. Aukheldur hefur stjórnarandstaðan tækifæri til þess að knýja á um opna fundi í þingnefndum. Þar má taka skýrslur af ráðherrum um stefnu þeirra á hverju málasviði. Þessi réttarbót fyrir stjórnarandstöðuna var ákveðin á síðasta ári að frumkvæði þáverandi forseta Alþingis. Sannleikurinn er sá að gild rök standa til þess að kalla eftir skýrum og nákvæmum svörum um útfærslu á ríkisfjármálastefnunni fyrir kjördag. Það má gera með yfirheyrslum á opnum nefndafundum á Alþingi. Umfang þessa verkefnis er slíkt að ekki veitir af að nýta hvern dag næstu tvo mánuði til nefndafunda í heyranda hljóði um það mál eitt og sér. Sama er að segja um stefnuna í peningamálum og afstöðuna til Evrópusambandsins. Eins er með stefnumörkun um viðreisn bankanna. Bæði málin kalla á ítarlegar nefndayfirheyrslur. Meira virði er að kjósendur fái svör við þessum spurningum en hvort kjördagur er fyrr eða síðar. Kjósendur eiga ekki að frétta eftir á hvaða málefnaumboð þeir veita í kosningum. Rétti tíminn til að kjósa er því þegar ríkisstjórnin hefur á Alþingi svarað því sem máli skiptir um framtíðarstefnuna í lykilmálum. Ríkisstjórnin vill þvinga fram grundvallarbreytingar á stjórnarskránni á nokkrum dögum í krafti ráðherraræðisins. Hvað er á móti því að breyta stjórnarskránni með eðlilegum hætti eftir að ríkisstjórnin hefur fengið umboð kjósenda? Ef ekki á að traðka á þingræðinu er hinn kosturinn að fresta kosningunum. Í lýðræðisríki þarf ríkisstjórn að velja milli þessara kosta.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun