Dolce & Gabbana lækkar vöruverð sín um 10-20% 21. júní 2009 13:24 Ítalska lúxustískuhúsið Dolce & Gabbana hefur ákveðið að lækka verðin á vörum sínum um 10-20%. Er þetta gert til að mæta samdrættinum sem orðið hefur hjá tískuhúsinu í fjármálakreppunni. Samkvæmt frétt í The New York Times um málið er ástæðan fyrir þessu einnig sú að Dolce & Gabbana vill koma í veg fyrir að þurfa að segja upp starfsfólki sínu en það telur um 3.000 manns á heimsvísu þessa stundina. Tískuhúsið er þekkt fyrir lúxusvörur á borð við föt, skó, sólgleraugu og farsíma. Samkvæmt fréttinni er Dolce & Gabbana fyrsta alþjóðlega tískuhúsið sem grípur til þess ráðs að lækka vöruverð sín. Önnur tískuhús hafa ekki gripið til þessa og sagt upp fólki í staðinn. Hinsvegar megi reikna með að önnur tískuhús fylgi í kjölfar Dolce & Gabbana hvað vöruverðið varðar. „Markmið okkar er að koma til móts við viðskiptavini okkar og að halda þeim þúsundum sem vinna fyrir okkur í starfi," segir Domenico Dolce í samtali við The New York Times. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ítalska lúxustískuhúsið Dolce & Gabbana hefur ákveðið að lækka verðin á vörum sínum um 10-20%. Er þetta gert til að mæta samdrættinum sem orðið hefur hjá tískuhúsinu í fjármálakreppunni. Samkvæmt frétt í The New York Times um málið er ástæðan fyrir þessu einnig sú að Dolce & Gabbana vill koma í veg fyrir að þurfa að segja upp starfsfólki sínu en það telur um 3.000 manns á heimsvísu þessa stundina. Tískuhúsið er þekkt fyrir lúxusvörur á borð við föt, skó, sólgleraugu og farsíma. Samkvæmt fréttinni er Dolce & Gabbana fyrsta alþjóðlega tískuhúsið sem grípur til þess ráðs að lækka vöruverð sín. Önnur tískuhús hafa ekki gripið til þessa og sagt upp fólki í staðinn. Hinsvegar megi reikna með að önnur tískuhús fylgi í kjölfar Dolce & Gabbana hvað vöruverðið varðar. „Markmið okkar er að koma til móts við viðskiptavini okkar og að halda þeim þúsundum sem vinna fyrir okkur í starfi," segir Domenico Dolce í samtali við The New York Times.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira