Hinn kosturinn Þorsteinn Pálsson skrifar 21. apríl 2009 06:00 Málefnalega snúast kosningarnar á laugardag á annað borðið um það sem stjórnarflokkarnir hafa þegar komið sér saman um og á hitt borðið það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa. Um hitt sem stjórnarflokkarnir kunna síðar að ræða sín á milli eða stjórnarandstaðan að taka upp geta kjósendur af eðlilegum ástæðum ekki tekið afstöðu til. Að hluta hefur myndin varðandi ríkisfjármálin skýrst. Ríkisstjórnin boðar mikla hækkun tekju- og eignaskatta. Sjálfstæðisflokkurinn telur á hinn bóginn ógerlegt að hækka skatta um leið og laun lækka. Að öðru leyti er þetta stóra mál óskýrt af beggja hálfu. Glíman um það verður stigin eftir kosningar. Að sama skapi er stefna ríkisstjórnarflokkanna í peningamálum og Evrópumálum sú sem þeir hafa komið sér saman um fyrir kosningar. Samfylkingin hefur ekki metið stefnu sína á þessu sviði svo mikilvæga að gera hana að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku. Af því leiðir að VG hefur framvindu málsins í hendi sér. Í raunveruleikanum hefur Samfylkingin svipt sjálfa sig möguleikanum á að setja Evrópumálin sem stjórnarþátttökuskilyrði. Ástæðan er sú að hún hefur fyrirfram útilokað samstarf við aðra en VG. Stefna Samfylkingarinnar í Evrópumálum hefur fyrir þá sök fremur lítið gildi í kosningunum. Flokkarnir hafa komið því þannig fyrir að fólkið í landinu getur ekki kosið um þetta annað stærsta mál sem að því snýr. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sendi nýja flokksforystu með veganesti í Evrópumálum og peningamálum sem ekki er líklegt að endist út heilt kjörtímabil. Nýjasta útspil Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu evru með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hugsanlega vísbending um að flokksforystan vilji horfa á málið af meiri víðsýni en landsfundurinn. Krafturinn í andstöðunni við Evrópusambandið er formlegt bandalag áhrifamanna í VG og Sjálfstæðisflokknum undir merkjum Heimssýnar. Það bandalag, ásamt afstöðu sjávarútvegsins og landbúnaðarins, girti fyrir að samstaða gæti tekist um stefnu í peningamálum í fyrri ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrir vikið erfitt með að hreyfa sig í Evrópumálum. Á sama tíma þorði Samfylkingin ekki að taka á málinu í alvöru með VG í andstöðu. Fátt bendir hins vegar til að VG þori að brjótast út úr áhrifamannabandalaginu að svo stöddu með Sjálfstæðisflokkinn lausbeislaðan í Evrópusambandsandstöðunni. Það sem við blasir að öllu óbreyttu er þetta: Annars vegar mun ríkisstjórnin skipta þjóðinni í tvær stríðandi fylkingar um lausn á ríkisfjármálunum þegar kemur fram á haust. Hins vegar mun bandalag áhrifamanna í VG og Sjálfstæðisflokknum leggja stein í götu þess að samstaða náist nægjanlega skjótt um skynsamlega framtíðarstefnu í peningamálum og Evrópumálum. Það verður engin valdakreppa eftir kosningar. Þessi staða þýðir hins vegar áframhaldandi málefnalega stjórnarkreppu um þau viðfangsefni sem mestu skipta. Samstaða um völd með stærstu málefnin í uppnámi kemur að litlu haldi. En hitt gæti gefið þjóðinni von ef flokkarnir væru tilbúnir að mynda þjóðstjórn um málefnalega lausn á þessum tveimur brýnu úrlausnarefnum. Pólitísk átök um þau minnka líkurnar á að þjóðin geti unnið sig skjótt út úr vandanum. Samstaða eykur líkurnar á að það geti gerst. Spurningin er: Þorir einhver að ríða á vaðið og bjóða upp á málefnalegan einingardans um þessi tvö mál? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Málefnalega snúast kosningarnar á laugardag á annað borðið um það sem stjórnarflokkarnir hafa þegar komið sér saman um og á hitt borðið það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa. Um hitt sem stjórnarflokkarnir kunna síðar að ræða sín á milli eða stjórnarandstaðan að taka upp geta kjósendur af eðlilegum ástæðum ekki tekið afstöðu til. Að hluta hefur myndin varðandi ríkisfjármálin skýrst. Ríkisstjórnin boðar mikla hækkun tekju- og eignaskatta. Sjálfstæðisflokkurinn telur á hinn bóginn ógerlegt að hækka skatta um leið og laun lækka. Að öðru leyti er þetta stóra mál óskýrt af beggja hálfu. Glíman um það verður stigin eftir kosningar. Að sama skapi er stefna ríkisstjórnarflokkanna í peningamálum og Evrópumálum sú sem þeir hafa komið sér saman um fyrir kosningar. Samfylkingin hefur ekki metið stefnu sína á þessu sviði svo mikilvæga að gera hana að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku. Af því leiðir að VG hefur framvindu málsins í hendi sér. Í raunveruleikanum hefur Samfylkingin svipt sjálfa sig möguleikanum á að setja Evrópumálin sem stjórnarþátttökuskilyrði. Ástæðan er sú að hún hefur fyrirfram útilokað samstarf við aðra en VG. Stefna Samfylkingarinnar í Evrópumálum hefur fyrir þá sök fremur lítið gildi í kosningunum. Flokkarnir hafa komið því þannig fyrir að fólkið í landinu getur ekki kosið um þetta annað stærsta mál sem að því snýr. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sendi nýja flokksforystu með veganesti í Evrópumálum og peningamálum sem ekki er líklegt að endist út heilt kjörtímabil. Nýjasta útspil Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu evru með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hugsanlega vísbending um að flokksforystan vilji horfa á málið af meiri víðsýni en landsfundurinn. Krafturinn í andstöðunni við Evrópusambandið er formlegt bandalag áhrifamanna í VG og Sjálfstæðisflokknum undir merkjum Heimssýnar. Það bandalag, ásamt afstöðu sjávarútvegsins og landbúnaðarins, girti fyrir að samstaða gæti tekist um stefnu í peningamálum í fyrri ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrir vikið erfitt með að hreyfa sig í Evrópumálum. Á sama tíma þorði Samfylkingin ekki að taka á málinu í alvöru með VG í andstöðu. Fátt bendir hins vegar til að VG þori að brjótast út úr áhrifamannabandalaginu að svo stöddu með Sjálfstæðisflokkinn lausbeislaðan í Evrópusambandsandstöðunni. Það sem við blasir að öllu óbreyttu er þetta: Annars vegar mun ríkisstjórnin skipta þjóðinni í tvær stríðandi fylkingar um lausn á ríkisfjármálunum þegar kemur fram á haust. Hins vegar mun bandalag áhrifamanna í VG og Sjálfstæðisflokknum leggja stein í götu þess að samstaða náist nægjanlega skjótt um skynsamlega framtíðarstefnu í peningamálum og Evrópumálum. Það verður engin valdakreppa eftir kosningar. Þessi staða þýðir hins vegar áframhaldandi málefnalega stjórnarkreppu um þau viðfangsefni sem mestu skipta. Samstaða um völd með stærstu málefnin í uppnámi kemur að litlu haldi. En hitt gæti gefið þjóðinni von ef flokkarnir væru tilbúnir að mynda þjóðstjórn um málefnalega lausn á þessum tveimur brýnu úrlausnarefnum. Pólitísk átök um þau minnka líkurnar á að þjóðin geti unnið sig skjótt út úr vandanum. Samstaða eykur líkurnar á að það geti gerst. Spurningin er: Þorir einhver að ríða á vaðið og bjóða upp á málefnalegan einingardans um þessi tvö mál?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun