Þriggja kosta völ? Þorvaldur Gylfason skrifar 24. apríl 2009 13:43 Hugsum okkur, að heimurinn allur hefði sameinazt um einn gjaldmiðil, eina mynt. Þá myndi seðlabanki heimsins bregðast við merkjum um vaxandi verðbólgu um heiminn með því að hækka vexti og skyldum aðgerðum og við auknu atvinnuleysi með því að lækka vexti. Ekki myndu þó öll lönd njóta góðs af þessu fyrirkomulagi, því að þau búa við ólík skilyrði. Þótt verðbólga færi vaxandi um heiminn á heildina litið, gæti atvinnuleysi verið aðalvandinn sums staðar. Í þeim löndum, þar sem atvinnuleysi er aðalvandinn, myndi vaxtahækkun gera illt verra. Einmitt þess vegna hefur heimurinn ekki sameinazt um eina mynt. Heimurinn er stærri og fjölbreyttari en svo, að hann geti talizt vera hagkvæmt myntsvæði eins og það heitir á hagfræðimáli. Hvað þarf þá margar myntir? Eina mynt fyrir hvert land? Myntir heimsins eru mun færri en löndin, þar eð margar þjóðir hafa séð sér hag í að sameinast um eina mynt. Sextán ESB-lönd nota evru auk sex smáríkja. Fjórtán lönd í Afríku nota CFA-frankann. Ekvador, El Salvador og Panama auk sex smáríkja nota Bandaríkjadal. Sjö eyríki í Kyrrahafi nota ýmist ástralska eða nýsjálenzka dollarann. Abkasía og Suður-Ossetía nota rúblur. Bútan notar indverska rúpíann. Liechtenstein notar svissneska frankann. Namibía, Lesótó og Svasíland og - já! - Simbabve nota suður-afríska randið. Ríkisstjórn Simbabve lagði eigin gjaldmiðli fyrir skömmu eftir að hafa eyðilagt hann með botnlausri óreiðu og óðaverðbólgu. Eftir stendur eigi að síður á annað hundrað landa með eigin gjaldmiðla. Hvað á Ísland að gera? Krónan er illa löskuð. Þrjú markmið?... Meðal þeirra markmiða, sem flestar þjóðir setja sér, eru viðskiptafrelsi, gengisfesta og fullveldi. En rök og reynsla sýna, að þessi þrjú stefnumið stangast á. Þjóð, sem nær tveim þessara þriggja markmiða, þarf að kasta hinu þriðja fyrir róða. Lítum í kringum okkur. Bandaríkin leyfa frjálst flæði fjármagns inn og út úr landinu og ráða peningamálum sínum sjálf að fullu án afskipta annarra. Til að halda óskoruðu frelsi og fullveldi þurfa Bandaríkjamenn að færa þá fórn, að gengi dollarans flýtur á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er því ekki stöðugt, heldur sveiflast það til. Sama gildir um Bretland og brezka pundið, Japan og jenið, Noreg og Svíþjóð. Sextán ESB-lönd hafa annan hátt á: þau deila fullveldi sínu í peningamálum með öðrum ESB-löndum til að tryggja fast gengi innan evrusvæðisins. Frakkar fórnuðu frankanum, Þjóðverjar markinu og þannig áfram land úr landi til að girða fyrir gengissveiflur. En Kína? Kínverjar búa við fast gengi (kínverska myntin er bundin við Bandaríkjadal), og þeir áskilja sér fullt frelsi til að ráða stjórn eigin peningamála. Til að þetta sé hægt, þurfa Kínverjar að fórna frjálsum fjármagnshreyfingum, því að eina leiðin til að tryggja fast gengi og óskorað fullveldi í peningamálum um leið er að hefta flæði fjármagns inn og út úr landinu. ...?en þau stangast á Viðbrögð við bankahruninu hér heima spegla þennan vanda. Stjórnvöld kepptu að öllu þrennu: viðskiptafrelsi, gengisfestu og fullveldi, en þau þurfa að sleppa takinu á einu þessara markmiða til að halda hinum tveim. Ein leiðin væri að láta gengisfestuna lönd og leið og leyfa gengi krónunnar að falla hindrunarlaust. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa hafnað þessari leið í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með þeim rökum, að gengið gæti þá fallið langt niður fyrir eðlileg mörk, svo sem gerist iðulega við svipaðar aðstæður, og legið þar lengi. Þá áhættu vildu stjórnvöld ekki taka, þar eð mörg heimili og fyrirtæki tóku lán í erlendri mynt og myndu því skaðast meira en ella af slíkri gengislækkun. Þegar þetta lá fyrir, áttu stjórnvöld aðeins tveggja kosta völ. Annar kosturinn var að deila með öðrum fullveldi Íslands í peningamálum, og þá lægi beint við að óska eftir aðild að ESB með hraði, ef hægt væri, og binda krónuna við evruna. Ríkisstjórnin hafnaði þessari leið. Þá var aðeins um eitt að ræða: að hefta fjármagnsflutninga að og frá Íslandi. Það var gert, enda þótt slík höft séu nú orðið nær óþekkt í okkar heimshluta. Því var heitið, að höftin yrðu tímabundin. Þetta fyrirheit felur í sér, að annaðhvort verður gengi krónunnar innan tíðar sleppt lausu og leyft að falla, ef svo ber við, án verulegra afskipta af hálfu Seðlabankans eða gengið verður fest með því að binda krónuna kirfilega við annan gjaldmiðil. Bezta leiðin til að tryggja stöðugt gengi gjaldmiðils er að deila honum með öðrum. Og bezta leiðin til að tryggja fullveldi er að deila því með öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Hugsum okkur, að heimurinn allur hefði sameinazt um einn gjaldmiðil, eina mynt. Þá myndi seðlabanki heimsins bregðast við merkjum um vaxandi verðbólgu um heiminn með því að hækka vexti og skyldum aðgerðum og við auknu atvinnuleysi með því að lækka vexti. Ekki myndu þó öll lönd njóta góðs af þessu fyrirkomulagi, því að þau búa við ólík skilyrði. Þótt verðbólga færi vaxandi um heiminn á heildina litið, gæti atvinnuleysi verið aðalvandinn sums staðar. Í þeim löndum, þar sem atvinnuleysi er aðalvandinn, myndi vaxtahækkun gera illt verra. Einmitt þess vegna hefur heimurinn ekki sameinazt um eina mynt. Heimurinn er stærri og fjölbreyttari en svo, að hann geti talizt vera hagkvæmt myntsvæði eins og það heitir á hagfræðimáli. Hvað þarf þá margar myntir? Eina mynt fyrir hvert land? Myntir heimsins eru mun færri en löndin, þar eð margar þjóðir hafa séð sér hag í að sameinast um eina mynt. Sextán ESB-lönd nota evru auk sex smáríkja. Fjórtán lönd í Afríku nota CFA-frankann. Ekvador, El Salvador og Panama auk sex smáríkja nota Bandaríkjadal. Sjö eyríki í Kyrrahafi nota ýmist ástralska eða nýsjálenzka dollarann. Abkasía og Suður-Ossetía nota rúblur. Bútan notar indverska rúpíann. Liechtenstein notar svissneska frankann. Namibía, Lesótó og Svasíland og - já! - Simbabve nota suður-afríska randið. Ríkisstjórn Simbabve lagði eigin gjaldmiðli fyrir skömmu eftir að hafa eyðilagt hann með botnlausri óreiðu og óðaverðbólgu. Eftir stendur eigi að síður á annað hundrað landa með eigin gjaldmiðla. Hvað á Ísland að gera? Krónan er illa löskuð. Þrjú markmið?... Meðal þeirra markmiða, sem flestar þjóðir setja sér, eru viðskiptafrelsi, gengisfesta og fullveldi. En rök og reynsla sýna, að þessi þrjú stefnumið stangast á. Þjóð, sem nær tveim þessara þriggja markmiða, þarf að kasta hinu þriðja fyrir róða. Lítum í kringum okkur. Bandaríkin leyfa frjálst flæði fjármagns inn og út úr landinu og ráða peningamálum sínum sjálf að fullu án afskipta annarra. Til að halda óskoruðu frelsi og fullveldi þurfa Bandaríkjamenn að færa þá fórn, að gengi dollarans flýtur á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er því ekki stöðugt, heldur sveiflast það til. Sama gildir um Bretland og brezka pundið, Japan og jenið, Noreg og Svíþjóð. Sextán ESB-lönd hafa annan hátt á: þau deila fullveldi sínu í peningamálum með öðrum ESB-löndum til að tryggja fast gengi innan evrusvæðisins. Frakkar fórnuðu frankanum, Þjóðverjar markinu og þannig áfram land úr landi til að girða fyrir gengissveiflur. En Kína? Kínverjar búa við fast gengi (kínverska myntin er bundin við Bandaríkjadal), og þeir áskilja sér fullt frelsi til að ráða stjórn eigin peningamála. Til að þetta sé hægt, þurfa Kínverjar að fórna frjálsum fjármagnshreyfingum, því að eina leiðin til að tryggja fast gengi og óskorað fullveldi í peningamálum um leið er að hefta flæði fjármagns inn og út úr landinu. ...?en þau stangast á Viðbrögð við bankahruninu hér heima spegla þennan vanda. Stjórnvöld kepptu að öllu þrennu: viðskiptafrelsi, gengisfestu og fullveldi, en þau þurfa að sleppa takinu á einu þessara markmiða til að halda hinum tveim. Ein leiðin væri að láta gengisfestuna lönd og leið og leyfa gengi krónunnar að falla hindrunarlaust. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa hafnað þessari leið í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með þeim rökum, að gengið gæti þá fallið langt niður fyrir eðlileg mörk, svo sem gerist iðulega við svipaðar aðstæður, og legið þar lengi. Þá áhættu vildu stjórnvöld ekki taka, þar eð mörg heimili og fyrirtæki tóku lán í erlendri mynt og myndu því skaðast meira en ella af slíkri gengislækkun. Þegar þetta lá fyrir, áttu stjórnvöld aðeins tveggja kosta völ. Annar kosturinn var að deila með öðrum fullveldi Íslands í peningamálum, og þá lægi beint við að óska eftir aðild að ESB með hraði, ef hægt væri, og binda krónuna við evruna. Ríkisstjórnin hafnaði þessari leið. Þá var aðeins um eitt að ræða: að hefta fjármagnsflutninga að og frá Íslandi. Það var gert, enda þótt slík höft séu nú orðið nær óþekkt í okkar heimshluta. Því var heitið, að höftin yrðu tímabundin. Þetta fyrirheit felur í sér, að annaðhvort verður gengi krónunnar innan tíðar sleppt lausu og leyft að falla, ef svo ber við, án verulegra afskipta af hálfu Seðlabankans eða gengið verður fest með því að binda krónuna kirfilega við annan gjaldmiðil. Bezta leiðin til að tryggja stöðugt gengi gjaldmiðils er að deila honum með öðrum. Og bezta leiðin til að tryggja fullveldi er að deila því með öðrum.