Körfubolti

Denver vann fyrsta leikinn gegn Dallas

Dirk Nowitzki var stigahæsti maður vallarins með 28 stig. Hann keyrir hér framhjá hinum skrautlega Chris Andersen hjá Denver, sem varði 6 skot í leiknum.
Dirk Nowitzki var stigahæsti maður vallarins með 28 stig. Hann keyrir hér framhjá hinum skrautlega Chris Andersen hjá Denver, sem varði 6 skot í leiknum. Nordic Photos/Getty Images

Fyrsti leikurinn í annari umferð úrslitakeppni NBA fór fram í kvöld þar sem Denver bar sigurorð af Dallas á heimavelli sínum 109-95 og náði 1-0 forystu í einvíginu.

Dallas byrjaði betur í leiknum og hafði yfir 24-16 eftir fyrsta leikhluta á bak við frábæran leik Dirk Nowitzki sem hitti úr fimm fyrstu skotum sínum í leiknum.

Denver náði hinsvegar yfirhöndinni eftir það og tryggði sér sigurinn með góðum endaspretti. Brasilíumaðurinn Nene hélt Denver á floti með því að skora 18 af 24 stigum sínum í fyrri hálfleik. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver.

Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig og 12 fráköst og þeir Josh Howard, Jason Kidd og Jason Terry skoruðu 15 stig hver.

Næsti leikur liðanna er á þriðjudagskvöldið klukkan 2:30 og verður hann sýndur beint á NBA TV líkt og leikurinn í kvöld.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×