Körfubolti

Atlanta í aðra umferð

Joe Johnson skoraði sex þrista úr átta tilraunum í oddaleiknum í kvöld
Joe Johnson skoraði sex þrista úr átta tilraunum í oddaleiknum í kvöld AP

Atlanta Hawks varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni með auðveldum sigri á Miami Heat í oddaleik liðanna.

Atlanta vann leikinn 91-78 á heimavelli sínum og mætir Cleveland í næstu umferð. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1999 sem Atlanta kemst í aðra umferð úrslitakeppninnar.

Atlanta hafði yfir 20-18 eftir fyrsta leikhluta í leiknum í kvöld en vann svo annan leikhlutann 29-18 og eftir það var sigurinn aldrei í hættu.

Joe Johnson skoraði 27 stig fyrir Atlanta og hitti úr 6 af 8 þristum sínum. Josh Smith skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst og Ronald Murray bætti við 15 stigum af bekknum.

Dwyane Wade var að venju atkvæðamestur hjá Miami og skoraði 31 stig, Michael Beasley setti 17 stig af bekknum og Udonis Haslem var með 14 stig og 13 fráköst.

Atlanta fær erfitt verkefni í næstu umferð þar sem liðið mætir LeBron James og félögum í Cleveland. Cleveland var með bestan árangur allra liða í NBA í deildarkeppninni í vetur og vann þrjár af fjórum viðureignum liðanna í deildarkeppninni.

Þá sópaði liðið Detroit út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar 4-0 og því hefur Cleveland fengið góða hvíld fyrir komandi átök.

Svona líta 8-liða úrslitin í úrslitakeppni NBA út:

Austurdeild:

Cleveland-Atlanta og Boston-Orlando

Vesturdeild:

LA Lakers-Houston og Denver-Dallas.

Fyrsti leikur Denver og Dallas í annari umferð hófst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsrásinni á Digital Ísland.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×