Öldruð kurteisi 22. desember 2009 00:01 Á ákveðnu aldursskeiði sem barn hélt ég að þegar maður talaði við gamalt fólk ætti maður að vanda sig í málrómnum, tala skýrt og fallega, eins og maður væri að leika heimasætu í leikinni mynd fyrir Ríkissjónvarpið. Ég tamdi mér því um tíma að þegar amma mín hringdi breytti ég málrómnum, varð ofurskýrmælt og talaði eins og ég persóna í Litbrigðum jarðar. Amma mín, Margrét Jónsdóttir heitin, búsett rétt við Garðskagavita, var fljót að segja mér til syndanna þegar ég byrjaði á þessari dellu. Sagði mér hreint út að ég þyrfti ekki að tala við hana eins og hún væri hundrað ára og ég væri prestur. Afhverju ég léti eiginlega svona þegar ég talaði. Hún kenndi mér að ganga aldrei út frá fólki vísu. Þessi kynslóð veit nefnilega allt. Enda hefur hún lent í öllu. Það kann alveg jafn grófa klámbrandara og Stulli í markaðsdeildinni og hefur upplifað það að vera jafnupptekið og stressað og við sem teljum okkur af „skildu-eftir-skilaboð“ kynslóðinni. Auk þessa hefur það lent í hlutum sem við getum bara ímyndað okkur. Amma í Garðinum var send í fóstur þriggja ára og var óhuggandi fyrstu vikurnar á nýja heimilinu. Hún ól fyrir sér önn frá tíu ára aldri og vann erfið störf á spítala á þeim aldri sem ég var búin að mastera Super Mario Bros í Nintendo. Líklega hefur hún verið að flytja sjóleiðina frá Siglufirði með allt sitt hafurtask á þeim aldri sem ég var að panta mér sjötugustu Dominos-pizzuna, með tvöföldu pepperóní. Í þeirri sjóferð eyðilögðust nær allar hennar veraldlegar eigur þegar skiptið fékk á sig brotsjó, þar með talið gyllt hárið hennar sem hún hafði geymt í fléttum eftir að hún klippti sig. Auðvitað veit ég að ég þarf ekki að hafa neitt samviskubit þótt ég upplifi annars konar vandamál en kynslóðin sem ömmur mínar og afar tileyrðu og tilheyra. Mér var samt hugsað til stigsmunar á minni kynslóð og þessari þar sem tuttugu áttræðar konur stóðu fyrir framan mig í búningsklefa sundlaugarinnar og töluðu saman. Þær klöppuðu hver annarri á bakið, kölluðu hver aðra blessunin mín og gæskan og voru svo góðar við hver aðra og notalegar að ég öfundi þær. Blessunin? Ég gat ekki ímyndað mér að það væri hægt að vera smekklegri í samskiptum. Munurinn á þeim og fokkjú-kynslóðinni sem ég tilheyri er ótrúlegur. Og ég velti því fyrir mér afhverju það stafar. Ef barnsnauðar-kynslóðin hefur efni á gæsku ætti pizza-heim-í-hús kynslóðin líka að hafa það, ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Á ákveðnu aldursskeiði sem barn hélt ég að þegar maður talaði við gamalt fólk ætti maður að vanda sig í málrómnum, tala skýrt og fallega, eins og maður væri að leika heimasætu í leikinni mynd fyrir Ríkissjónvarpið. Ég tamdi mér því um tíma að þegar amma mín hringdi breytti ég málrómnum, varð ofurskýrmælt og talaði eins og ég persóna í Litbrigðum jarðar. Amma mín, Margrét Jónsdóttir heitin, búsett rétt við Garðskagavita, var fljót að segja mér til syndanna þegar ég byrjaði á þessari dellu. Sagði mér hreint út að ég þyrfti ekki að tala við hana eins og hún væri hundrað ára og ég væri prestur. Afhverju ég léti eiginlega svona þegar ég talaði. Hún kenndi mér að ganga aldrei út frá fólki vísu. Þessi kynslóð veit nefnilega allt. Enda hefur hún lent í öllu. Það kann alveg jafn grófa klámbrandara og Stulli í markaðsdeildinni og hefur upplifað það að vera jafnupptekið og stressað og við sem teljum okkur af „skildu-eftir-skilaboð“ kynslóðinni. Auk þessa hefur það lent í hlutum sem við getum bara ímyndað okkur. Amma í Garðinum var send í fóstur þriggja ára og var óhuggandi fyrstu vikurnar á nýja heimilinu. Hún ól fyrir sér önn frá tíu ára aldri og vann erfið störf á spítala á þeim aldri sem ég var búin að mastera Super Mario Bros í Nintendo. Líklega hefur hún verið að flytja sjóleiðina frá Siglufirði með allt sitt hafurtask á þeim aldri sem ég var að panta mér sjötugustu Dominos-pizzuna, með tvöföldu pepperóní. Í þeirri sjóferð eyðilögðust nær allar hennar veraldlegar eigur þegar skiptið fékk á sig brotsjó, þar með talið gyllt hárið hennar sem hún hafði geymt í fléttum eftir að hún klippti sig. Auðvitað veit ég að ég þarf ekki að hafa neitt samviskubit þótt ég upplifi annars konar vandamál en kynslóðin sem ömmur mínar og afar tileyrðu og tilheyra. Mér var samt hugsað til stigsmunar á minni kynslóð og þessari þar sem tuttugu áttræðar konur stóðu fyrir framan mig í búningsklefa sundlaugarinnar og töluðu saman. Þær klöppuðu hver annarri á bakið, kölluðu hver aðra blessunin mín og gæskan og voru svo góðar við hver aðra og notalegar að ég öfundi þær. Blessunin? Ég gat ekki ímyndað mér að það væri hægt að vera smekklegri í samskiptum. Munurinn á þeim og fokkjú-kynslóðinni sem ég tilheyri er ótrúlegur. Og ég velti því fyrir mér afhverju það stafar. Ef barnsnauðar-kynslóðin hefur efni á gæsku ætti pizza-heim-í-hús kynslóðin líka að hafa það, ekki satt?
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun