Körfubolti

Sá flugslysið út um stofugluggann

Carter hélt að hann væri að sjá ofsjónir þegar hann leit út um gluggann
Carter hélt að hann væri að sjá ofsjónir þegar hann leit út um gluggann NordicPhotos/GettyImages

Vince Carter, leikmaður New Jersey Nets í NBA deildinni, trúði ekki eigin augum þegar hann leit út um gluggann hjá sér í gærkvöldi og varð vitni að því þegar Airbus þota US Airways nauðlenti á Hudson-fljótinu í New York.

"Ég sat bara og var að horfa út um gluggann og sá þá hvar þotan lenti á fljótinu. Mér fannst ég vera að horfa á sjónvarpið. Það var eins og í kvikmynd þegar vélin lenti á nefinu og maður heyrði drunurnar. Ég trúði ekki eigin augum," sagði Carter í samtali við Star Ledger.

Hann hringdi beint í einn af þjálfurum New Jersey, Jim Walsh.

"Þú átt ekki eftir að trúa hverju ég varð vitni að rétt í þessu," sagði Carter í símann.

Walsh var hinsvegar með stillt á sjónvarpið og því fór atburðarásin ekki framhjá honum.

"Ég held ég viti hvað þú átt við," sagði þjálfarinn.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×