Jóhrannar 18. september 2009 06:00 Sæl Jóhanna. Þakka þér fyrir að veita mér þetta viðtal. Ég veit að slíkt gerist ekki á hverjum degi, að minnsta kosti þegar erlendir blaðamenn eins og ég eiga í hlut. En ég verð að viðurkenna að þú lítur aðeins öðruvísi út en ég hélt." „Nei, þú ert að misskilja, ég er ekki Jóhanna, ég heiti Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður hennar. Láttu titilinn samt ekki blekkja þig; ég er eiginlega alveg jafn mikilvægur og hún." „Öh, já er Jóhanna þá á leiðinni?" „Ja, sjáðu til, Jóhanna er sko ekki með neina fjölmiðlasýki og hleypur ekki til og brosir í hvert sinn sem hún sér myndavél. Ég sé um það." „Ég skil. Er Jóhanna svona fjölmiðlafælin?" „Nei, ég skal sko segja þér það að hún Jóhanna gefur forverum sínum ekkert eftir í þessum efnum." „Áttu við eins og þann sem var alltaf að hlaupa undan blaðamönnum í gegnum bílakjallara og stöðvaði sjónvarpsviðtöl ef hann var spurður út í evruna?" „Ha, ha, þú ert ágætur. Sko, ég veit ekki hvernig þetta er hjá ykkur í Frakklandi en hér á Íslandi fá stjórnmálamenn aldrei frí. Aldrei! Og þegar maður vinnur allan sólarhringinn við að slá skjaldborg og byggja velferðarbrú, hefur maður ekki tíma til að elta ólar við alla sem vilja hitta mann." „Þannig að Jóhanna er ekki að forðast fjölmiðla?" „Alls ekki, enda þegar sá orðrómur komst á kreik blés hún á hann í eitt skipti fyrir öll." „Hvernig?" „Ég skrifaði grein í Morgunblaðið." „Þú?" „En ekki hver?" „Nú, kannski Jóhanna." „Eins og ég var að skýra fyrir þér er Jóhanna mjög upptekin og ekki hægt að ætlast til að hún sé sjálf að standa í því að hrekja sögusagnir um tregðu hennar til að tala við fjölmiðla." „En hvað varð til þess að Jóhanna féllst loksins á að veita mér viðtal?" „Ja, eins og Egill Helgason benti á starfarðu á stærsta dagblaði Frakklands, talar hrafl í íslensku frá því að þú varst skiptinemi á Þingeyri eða eitthvað og viðtal við þig yrði kærkomin landkynning." „Landkynning? Ég er blaðamaður og ætla að spyrja gagnrýnna spurninga um efnahagshrunið og hvers vegna endurreisnarstarfið hefur gengið svona hægt." „Jæja góði. Það er augljóst að þú hefur ekki hugmynd um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hér á Íslandi." „Ég fæ sem sagt ekki að hitta Jóhönnu?" „Au contraire, minn kæri vin. Ríkið, það er Jóhanna. Og Jóhanna, það er ég." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Sæl Jóhanna. Þakka þér fyrir að veita mér þetta viðtal. Ég veit að slíkt gerist ekki á hverjum degi, að minnsta kosti þegar erlendir blaðamenn eins og ég eiga í hlut. En ég verð að viðurkenna að þú lítur aðeins öðruvísi út en ég hélt." „Nei, þú ert að misskilja, ég er ekki Jóhanna, ég heiti Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður hennar. Láttu titilinn samt ekki blekkja þig; ég er eiginlega alveg jafn mikilvægur og hún." „Öh, já er Jóhanna þá á leiðinni?" „Ja, sjáðu til, Jóhanna er sko ekki með neina fjölmiðlasýki og hleypur ekki til og brosir í hvert sinn sem hún sér myndavél. Ég sé um það." „Ég skil. Er Jóhanna svona fjölmiðlafælin?" „Nei, ég skal sko segja þér það að hún Jóhanna gefur forverum sínum ekkert eftir í þessum efnum." „Áttu við eins og þann sem var alltaf að hlaupa undan blaðamönnum í gegnum bílakjallara og stöðvaði sjónvarpsviðtöl ef hann var spurður út í evruna?" „Ha, ha, þú ert ágætur. Sko, ég veit ekki hvernig þetta er hjá ykkur í Frakklandi en hér á Íslandi fá stjórnmálamenn aldrei frí. Aldrei! Og þegar maður vinnur allan sólarhringinn við að slá skjaldborg og byggja velferðarbrú, hefur maður ekki tíma til að elta ólar við alla sem vilja hitta mann." „Þannig að Jóhanna er ekki að forðast fjölmiðla?" „Alls ekki, enda þegar sá orðrómur komst á kreik blés hún á hann í eitt skipti fyrir öll." „Hvernig?" „Ég skrifaði grein í Morgunblaðið." „Þú?" „En ekki hver?" „Nú, kannski Jóhanna." „Eins og ég var að skýra fyrir þér er Jóhanna mjög upptekin og ekki hægt að ætlast til að hún sé sjálf að standa í því að hrekja sögusagnir um tregðu hennar til að tala við fjölmiðla." „En hvað varð til þess að Jóhanna féllst loksins á að veita mér viðtal?" „Ja, eins og Egill Helgason benti á starfarðu á stærsta dagblaði Frakklands, talar hrafl í íslensku frá því að þú varst skiptinemi á Þingeyri eða eitthvað og viðtal við þig yrði kærkomin landkynning." „Landkynning? Ég er blaðamaður og ætla að spyrja gagnrýnna spurninga um efnahagshrunið og hvers vegna endurreisnarstarfið hefur gengið svona hægt." „Jæja góði. Það er augljóst að þú hefur ekki hugmynd um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hér á Íslandi." „Ég fæ sem sagt ekki að hitta Jóhönnu?" „Au contraire, minn kæri vin. Ríkið, það er Jóhanna. Og Jóhanna, það er ég."