Körfubolti

LeBron James meiddi sig við að troða í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James sést hér með meidda úlnliðinn vafinn eftir leikinn.
LeBron James sést hér með meidda úlnliðinn vafinn eftir leikinn. Mynd/AP
LeBron James leikmaður Cleveland Cavaliers er þekktur fyrir að troða boltanum með glæsilega í körfur andstæðinganna og er fyrir vikið reglulegur gestur í niðurtalningum á flottustu tilþrifum dagsins.

Það gekk þó ekki eins vel hjá honum í nótt þegar hann meiddi sig á vinstri úlnlið þegar hann reyndi að troða boltanum í körfu Wasinghton Wizards undir lok leiksins.

"Ég sló hendinni fast í hringinn og þetta var ekki gott," sagði James eftir leikinn og þetta hafði mikil áhrif á hann enda nýtti hann aðeins 3 af 7 skotum sínum í lokaleikhlutanum þegar hann er vanur því að taka yfir leikina. James meiddi sig á sama úlnlið fyrr í vetur.

James endaði leikinn með 34 stig og 9 stoðsendingar en fékk ekki mikla hjálp frá félögum sínum. Cleveland lék líka án Shaq og varð á endanum að sætta sig við 17 stiga tap.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×