Körfubolti

Los Angeles Lakers hætt við að bjóða Lamar Odom samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lamar Odom er ekki í alltof góðum málum vegna græðgi umboðsmannsins hans.
Lamar Odom er ekki í alltof góðum málum vegna græðgi umboðsmannsins hans. Mynd/AFP

NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers virðast hafa gefist upp á því að reyna að ná samkomulagi við Lamar Odom sem var mikilvægur hlekkur í meistaraliði liðsins á síðasta tímabili. Jerry Buss, eigandi Lakers, er nú hættur við að bjóða Odom samning.

Odom kom inn afbekknum hjá Lakers á síðasta tímabili en hann var með 12,3 stig og 9,1 frákast að meðaltali í leik í úrslitakeppninni.

Jerry Buss bauð Odom fyrst að velja á milli tveggja samninga, annarsvegar að fá 36 milljónir dollara á fjórum árum eða að fá 30 milljónir dollara á þremur árum. Odom er orðinn 30 ára gamall og þar er skrifað um það í bandarískum fjölmiðlum að umboðsmaður hans vilji frá fyrir hann 50 milljónir dollara fyrir næstu fimm ár.

Odom var að klára sex ára samning sem hann gerði upprunalega við Miami Heat árið 2003 en hann fékk þá 63 milljónir dollara á sex árum þar á meðal 14 milljónir dollara fyrir síðasta tímabilið.

Það sem pirraði víst Jerry Buss ekki síður en að Odom hunsaði bæði tilboð hans var að hann var byrjaður að ræða við bæði Dallas og Miami. Besta boð þeirra lið gæti hinsvegar hljóðað upp á 34 milljónir dollara á næstu fimm árum.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×