Körfubolti

Pressan er á Lakers

Lið Adelman hefur komið á óvart í úrslitakeppninni
Lið Adelman hefur komið á óvart í úrslitakeppninni Nordic Photos/Getty Images

Rick Adelman, þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni, segir að pressan sé öll á liði LA Lakers fyrir oddaleik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í kvöld.

Staðan í einvígi liðanna er jöfn 3-3 og í kvöld ræðst hvort liðið mætir Denver Nuggets í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

"Eina pressan á okkur var að komast upp úr fyrstu umferðinni. Nú erum við komnir þangað og enginn taldi okkur eiga möguleika á að gera neitt í annari umferðinni," sagði Adelman þjálfari Houston í samtali við LA Times.

Houston er tveggja bestu leikmanna sinna, þeirra Tracy McGrady og Yao Ming, sem báðir eru meiddir. Það hefur því komið á óvart hvað Houston hefur náð að standa í Lakers.

Houston tapaði með 40 stigum síðast þegar liðið lék í Los Angeles, en Adelman segir það ekki sitja í liði sínu.

"Liðið sýndi alls ekki sitt rétta andlit í þeim leik og ekkert féll með okkur. Við ætlum að nálgast sjöunda leikinn líkt og þann sjötta," sagði þjálfarinn.

Á miðnætti í kvöld kemur svo í ljós hvort það verður Boston eða Orlando sem leikur til úrslita gegn Cleveland í Austurdeildinni, en liðin spila þá oddaleik í Boston. Sá leikur verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×