Körfubolti

Chuck Daly látinn

Chuck Daly ásamt Joe Dumars og Isiah Thomas hjá Detroit
Chuck Daly ásamt Joe Dumars og Isiah Thomas hjá Detroit Nordic Photos/Getty Images

Chuck Daly, fyrrum þjálfari Detroit Pistons og bandaríska landsliðsins í körfubolta, lést um helgina eftir baráttu við krabbamein. Hann var 78 ára gamall.

Daly er þekktastur fyrir að hafa unnið tvo meistaratitla í röð með Detroit Pistons árin 1989 og 1990, en hann stýrði auk þess draumaliði Bandaríkjamanna til sigurs á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 19992.

"Ég skildi aldrei hvernig svona mikill ljúflingur og toppmaður gat þjálfað lið eins og Detroit "Bad Boys" sagði fyrrum leikmaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Charles Barkley eitt sinn um Daly.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×