Sport

Serena áfram - andstæðingurinn veikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Williams hughreystir hér Azarenka eftir að sú síðarnefnda dró sig í hlé.
Williams hughreystir hér Azarenka eftir að sú síðarnefnda dró sig í hlé. Nordic Photos / AFP

Serena Williams komst seint í gærkvöldi áfram í fjórðungsúrslit einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem fer fram í Melbourne.

Andstæðingur hennar, hin nítján ára Victoria Azarenka frá Hvíta-Rússlandi var einu setti yfir, þurfti að hætta keppni vegna veikinda í stöðunni 6-3, 2-4.

Azarenka gat varla staðið í fæturnar þegar þarna var komið og fór grátandi af vellinum.

Elena Dementieva er einnig komin áfram í fjórðungsúrslitin eftir sigur á Dominika Cibulkova frá Slóvakíu, 6-2 og 6-2.

Þá komst Svetlana Kuznetsova einnig áfram vegna meiðsla hinnar kínversku Jie Zheng sem var 4-1 undir þegar hún hætti.

Það er því ljóst nú hverjir munu mætast í fjórðungsúrslitunum:

Marion Bartoli, Frakklandi (16) - Vera Zvonareva, Rússlandi (7)

Dinara Safina, Rússlandi (3) - Jelena Dokic, Ástralíu (Wild Card)

Carla Suarez Navarro, Spáni - Elena Dementieva, Rússlandi (4)

Svetlana Kuznetsova, Rússlandi (8) - Serena Williams, Bandaríkjunum (2)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×