Körfubolti

Los Angeles Clippers fær fyrsta valrétt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blake Griffin verður líklega valinn fyrstur í sumar.
Blake Griffin verður líklega valinn fyrstur í sumar. Mynd/GettyImages

Los Angeles Clippers datt í lukkupottinn þegar var dregið um í hvaða röð NBA-liðin velja í nýliðavali deildarinnar í sumar. Það er talið líklegast að liðið velji framherjann Blake Griffin sem var valinn besti leikmaður háskólaboltans í vetur.

Clippers nýtti ekki fyrsta valréttinn sinn vel síðast þegar þeir völdu miðherjann Michael Olowokandi árið 1998 en hann skoraði 8,3 stig að meðaltali á ferlinum og spilar ekki lengur í deildinni.

Blake Griffin var með 30 tvennur í vetur hjá Oklahoma skólanum í vetur en hann skoraði 22,7 stig og tók 14,4 fráköst að meðaltali í leik. Hann er 208 sm framherji sem er fæddur árið 1989.

Memphis fær annan valrétt og Oklahoma City þann þriðja en nýliðavalið fer fram 25. júní. Sacramento var með slakasta árangurinn í vetur og átti mesta möguleika á að hreppa fyrsta valréttinn en liðið fékk aðeins fjórða valrétt.

Næstu lið eru síðan í réttri röð: Minnesota, Golden State, New York, Toronto, Milwaukee, New Jersey, Charlotte, Indiana og Phoenix.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×