Besti einkabanki Evrópu - Margir Íslendingar í viðskiptum Gunnar Örn Jónsson skrifar 29. júní 2009 13:33 Norræni viðskiptabankinn Nordea var valinn besti bankinn í Evrópu á sviði einkabankaþjónustu í könnun MyPrivateBanking.com. Tveir Íslendingar starfa hjá bankanum og margir Íslendingar eru í viðskiptum við bankann í Lúxemborg. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar buðu nokkrir bankar framúrskarandi þjónustu og fjárfestingarstefnu sem tók gott mið af þörfum viðskiptavina. Niðurstaða könnunarinnar var sú að fremsti bankinn, með 79 stig af 100 mögulegum, væri Nordea. „Þessi leiðandi norræni banki er nokkuð óvæntur sigurvegari", segir Steffen Binder, yfirmaður markaðsrannsókna hjá MyPrivateBanking.com, „sérstaklega þar sem hann telst ekki þekkt nafn á sviði einkabankaþjónustu. Engu að síður sýndi bankinn góðan árangur í öllum þeim þáttum sem við lögðum mat á. Við hrifumst af faglegum samskiptum bankans við viðskiptavini, ítarlegri athugun sem gerð var með spurningalista og tillögu bankans um fjárfestingarstefnu, sem sýndi að hann hafði góðan skilning á þörfunum sem við lýstum." Bankarnir sem kannaðir voru gátu mest hlotið 100 stig. Meðaleinkunnin var 52 stig og voru flestir bankanna á bilinu 50 til 70 stig. Meira en fjórðungur þeirra fékk hins vegar 40 stig eða minna, sem sýnir að flestir bankanna glímdu við alvarlega veikleika á einu eða fleirum þeirra sviða sem metin voru. Tveir Íslendingar starfa hjá Nordea Bank í Lúxemborg, þeir Sveinn Helgason sem kom til bankans frá Landsbankanum og Hörður Guðmundsson sem kom frá Glitni. Töluvert af Íslendingum eru í viðskiptum hjá Nordea. Margir þeirra komu frá Kaupþingi í Lúxemborg og aðrir frá hinum íslensku bönkunum sem starfræktir voru í Lúxemborg fyrir bankahrunið. „Nordea er frekar íhaldssamur banki sem þótti ekki endilega sá framsæknasti fyrir nokkrum árum en kemur vel út úr kreppunni sökum þess hversu varfærinn bankinn hefur verið. Viðskiptavinir bankans hafa einnig notið góðs af því að vera í samstarfi við varfærinn banka í þeirri fjármálakrísu sem gengið hefur yfir heimsbyggðina. Hér er einkabankaþjónusta eins og hún á að vera. Nordea í Lúxemborg hefur þannig ekki farið út í fjárfestingabankastarfsemi eða áhættusækna útlánastarfsemi eins og starfemi íslensku bankanna hér í Lúxemborg þróaðist út í. Hjá Nordea eru vinnubrögðin mun varfærnari en maður átti að kynnast," segir Hörður Guðmundsson hjá Nordea. Hörður segir ennfremur að viðskiptavinum Landsbankans og Glitnis í Lúxemborg hafi verið sent bréf um að færa eignir sínar til Nordea þegar íslenska bankakerfið hrundi síðastliðið haust. „Þetta er í annað sinn á þessu ári sem einkabankaþjónusta Nordea hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Áhersla okkar á þjónustu við viðskiptavini, gagnsæi og þekking veita okkur áþreifanlegt forskot á þessum erfiðu tímum fyrir einkabanka og viðskiptavini þeirra", að sögn Jhon Mortensen, forstjóra Nordea Bank S.A. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Norræni viðskiptabankinn Nordea var valinn besti bankinn í Evrópu á sviði einkabankaþjónustu í könnun MyPrivateBanking.com. Tveir Íslendingar starfa hjá bankanum og margir Íslendingar eru í viðskiptum við bankann í Lúxemborg. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar buðu nokkrir bankar framúrskarandi þjónustu og fjárfestingarstefnu sem tók gott mið af þörfum viðskiptavina. Niðurstaða könnunarinnar var sú að fremsti bankinn, með 79 stig af 100 mögulegum, væri Nordea. „Þessi leiðandi norræni banki er nokkuð óvæntur sigurvegari", segir Steffen Binder, yfirmaður markaðsrannsókna hjá MyPrivateBanking.com, „sérstaklega þar sem hann telst ekki þekkt nafn á sviði einkabankaþjónustu. Engu að síður sýndi bankinn góðan árangur í öllum þeim þáttum sem við lögðum mat á. Við hrifumst af faglegum samskiptum bankans við viðskiptavini, ítarlegri athugun sem gerð var með spurningalista og tillögu bankans um fjárfestingarstefnu, sem sýndi að hann hafði góðan skilning á þörfunum sem við lýstum." Bankarnir sem kannaðir voru gátu mest hlotið 100 stig. Meðaleinkunnin var 52 stig og voru flestir bankanna á bilinu 50 til 70 stig. Meira en fjórðungur þeirra fékk hins vegar 40 stig eða minna, sem sýnir að flestir bankanna glímdu við alvarlega veikleika á einu eða fleirum þeirra sviða sem metin voru. Tveir Íslendingar starfa hjá Nordea Bank í Lúxemborg, þeir Sveinn Helgason sem kom til bankans frá Landsbankanum og Hörður Guðmundsson sem kom frá Glitni. Töluvert af Íslendingum eru í viðskiptum hjá Nordea. Margir þeirra komu frá Kaupþingi í Lúxemborg og aðrir frá hinum íslensku bönkunum sem starfræktir voru í Lúxemborg fyrir bankahrunið. „Nordea er frekar íhaldssamur banki sem þótti ekki endilega sá framsæknasti fyrir nokkrum árum en kemur vel út úr kreppunni sökum þess hversu varfærinn bankinn hefur verið. Viðskiptavinir bankans hafa einnig notið góðs af því að vera í samstarfi við varfærinn banka í þeirri fjármálakrísu sem gengið hefur yfir heimsbyggðina. Hér er einkabankaþjónusta eins og hún á að vera. Nordea í Lúxemborg hefur þannig ekki farið út í fjárfestingabankastarfsemi eða áhættusækna útlánastarfsemi eins og starfemi íslensku bankanna hér í Lúxemborg þróaðist út í. Hjá Nordea eru vinnubrögðin mun varfærnari en maður átti að kynnast," segir Hörður Guðmundsson hjá Nordea. Hörður segir ennfremur að viðskiptavinum Landsbankans og Glitnis í Lúxemborg hafi verið sent bréf um að færa eignir sínar til Nordea þegar íslenska bankakerfið hrundi síðastliðið haust. „Þetta er í annað sinn á þessu ári sem einkabankaþjónusta Nordea hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Áhersla okkar á þjónustu við viðskiptavini, gagnsæi og þekking veita okkur áþreifanlegt forskot á þessum erfiðu tímum fyrir einkabanka og viðskiptavini þeirra", að sögn Jhon Mortensen, forstjóra Nordea Bank S.A.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira