Við getum borið höfuðið hátt Björn Þór Sigurbjörnsson skrifar 14. ágúst 2009 00:01 Sú var tíðin að því fylgdi smán að þurfa að leita sér aðstoðar vegna hvers kyns vandamála. Fyrir vikið fór fólk með það sem mannsmorð ef það þurfti á hjálp að halda. Þetta tíðkaðist við alls konar aðstæður en geðsjúkdómar og alkóhólismi eru nærtæk dæmi. Meðferð á Vogi var tabú. Sama gilti um heimsóknir til geðlækna og sálfræðinga. Í þá daga barðist fólk við fjendur sína uns eitthvað lét undan. Afleiðingarnar gátu orðið hrikalegar. Þessi tíð er liðin. Fólk veit sem er að ekkert er sjálfsagðara en að leita sér hjálpar. Það hjálpar ekki aðeins því sjálfu heldur öllum sem í kring eru. Um leið hefur það gerst að fólk er farið að tala opinskátt um sjúkdóma sína og hjálpina sem það hefur leitað sér og fengið. Við það hafa fordómar minnkað. Þeir örfáu sem enn þá skopast að vandamálum annarra og viðleitni þeirra til að leita sér aðstoðar eru smáar sálir. Orð slíkra segja ekkert um þá sem þau beinast að en allt um þá sjálfa. Nú á íslenska þjóðin í stórkostlegum vanda. Nokkrir menn sáu til þess. Og nú þarf íslenska þjóðin á allri þeirri hjálp að halda sem völ er á. Við vinnum okkur ekki út úr erfiðleikunum ein og óstudd þó eflaust sé það ósk einhverra. Alþjóðleg aðstoð er lykill að því flókna hreinsunar- og endurreisnarstarfi sem þegar er hafið og standa mun í allmörg ár. Engin skömm er að því fyrir íslenska þjóð að sækja sér aðstoð að utan. Þeir einu sem þurfa að skammast sín og reyndar rúmlega það eru þessir nokkru menn. Stjórnvöld hafa sýnt að þau ætla að taka á málum af festu og alvöru. Þó umdeilt sé hefur Ísland sótt um aðild að Evrópusambandinu og gert milliríkjasamninga um Icesave-reikninga Landsbankans. Samið hefur verið um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og fleirum. Unnið er eftir módelum sjóðsins við endurreisn efnahagslífsins. Erlendir sérfræðingar hafa veitt ráð við uppbyggingu nýs fjármálakerfis. Ráðgjafi í rannsókn efnahagsbrota er hér að störfum. Svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir þetta og öllu heldur vegna þessa getum við borið höfuðið hátt í samfélagi þjóðanna. Við höfum sýnt umheiminum svo ekki verður um villst að við ætlum að gera það sem þarf svo við getum aftur staðið á eigin fótum sem fyrst. Um leið verður vonandi búið svo um hnútana að sagan endurtaki sig ekki. Að fáir menn geti raskað tilveru heillar þjóðar með braski. Aðstoð að utan er ekki ókeypis. Um hana er samið og lán þarf að borga til baka með rentum. Viðsemjendur okkar hafa verið harðir í horn í taka og afstaða þeirra og skilmálar hafa á stundum komið á óvart. En framganga þeirra stafar ekki af mannvonsku heldur hagsmunum. Íslendingar fyrir utan nokkra menn ættu að skilja að lán án sæmilegra trygginga á hvorki að veita né taka. Íslendingar ættu líka að skilja að lánveitandinn þarf stundum að hafa vit fyrir lántakandanum. Sem betur fer þurfum við að hafa fyrir þessari alþjóðlegu aðstoð. Það styrkir okkur enn frekar í uppbyggingu nýs og betra samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sú var tíðin að því fylgdi smán að þurfa að leita sér aðstoðar vegna hvers kyns vandamála. Fyrir vikið fór fólk með það sem mannsmorð ef það þurfti á hjálp að halda. Þetta tíðkaðist við alls konar aðstæður en geðsjúkdómar og alkóhólismi eru nærtæk dæmi. Meðferð á Vogi var tabú. Sama gilti um heimsóknir til geðlækna og sálfræðinga. Í þá daga barðist fólk við fjendur sína uns eitthvað lét undan. Afleiðingarnar gátu orðið hrikalegar. Þessi tíð er liðin. Fólk veit sem er að ekkert er sjálfsagðara en að leita sér hjálpar. Það hjálpar ekki aðeins því sjálfu heldur öllum sem í kring eru. Um leið hefur það gerst að fólk er farið að tala opinskátt um sjúkdóma sína og hjálpina sem það hefur leitað sér og fengið. Við það hafa fordómar minnkað. Þeir örfáu sem enn þá skopast að vandamálum annarra og viðleitni þeirra til að leita sér aðstoðar eru smáar sálir. Orð slíkra segja ekkert um þá sem þau beinast að en allt um þá sjálfa. Nú á íslenska þjóðin í stórkostlegum vanda. Nokkrir menn sáu til þess. Og nú þarf íslenska þjóðin á allri þeirri hjálp að halda sem völ er á. Við vinnum okkur ekki út úr erfiðleikunum ein og óstudd þó eflaust sé það ósk einhverra. Alþjóðleg aðstoð er lykill að því flókna hreinsunar- og endurreisnarstarfi sem þegar er hafið og standa mun í allmörg ár. Engin skömm er að því fyrir íslenska þjóð að sækja sér aðstoð að utan. Þeir einu sem þurfa að skammast sín og reyndar rúmlega það eru þessir nokkru menn. Stjórnvöld hafa sýnt að þau ætla að taka á málum af festu og alvöru. Þó umdeilt sé hefur Ísland sótt um aðild að Evrópusambandinu og gert milliríkjasamninga um Icesave-reikninga Landsbankans. Samið hefur verið um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og fleirum. Unnið er eftir módelum sjóðsins við endurreisn efnahagslífsins. Erlendir sérfræðingar hafa veitt ráð við uppbyggingu nýs fjármálakerfis. Ráðgjafi í rannsókn efnahagsbrota er hér að störfum. Svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir þetta og öllu heldur vegna þessa getum við borið höfuðið hátt í samfélagi þjóðanna. Við höfum sýnt umheiminum svo ekki verður um villst að við ætlum að gera það sem þarf svo við getum aftur staðið á eigin fótum sem fyrst. Um leið verður vonandi búið svo um hnútana að sagan endurtaki sig ekki. Að fáir menn geti raskað tilveru heillar þjóðar með braski. Aðstoð að utan er ekki ókeypis. Um hana er samið og lán þarf að borga til baka með rentum. Viðsemjendur okkar hafa verið harðir í horn í taka og afstaða þeirra og skilmálar hafa á stundum komið á óvart. En framganga þeirra stafar ekki af mannvonsku heldur hagsmunum. Íslendingar fyrir utan nokkra menn ættu að skilja að lán án sæmilegra trygginga á hvorki að veita né taka. Íslendingar ættu líka að skilja að lánveitandinn þarf stundum að hafa vit fyrir lántakandanum. Sem betur fer þurfum við að hafa fyrir þessari alþjóðlegu aðstoð. Það styrkir okkur enn frekar í uppbyggingu nýs og betra samfélags.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun