Lífið

Fáir létu glepjast af aprílgabbi

Engar biðraðir. Fleiri höfðu áhuga á að taka þátt í áheyrnaprufum fyrir Astrópíu en Iron Man 2 enda reyndist síðarnefnda myndin aprílgabb.
Engar biðraðir. Fleiri höfðu áhuga á að taka þátt í áheyrnaprufum fyrir Astrópíu en Iron Man 2 enda reyndist síðarnefnda myndin aprílgabb.
„Nei, þeir voru ekki margir sem bitu á agnið, það komu kannski fimm og annar eins fjöldi spurðist fyrir um þetta í gegnum síma,“ segir Gísli Einarsson, eigandi myndasöguverslunarinnar Nexus.

Verslunin var í aðalhlutverki í aprílgabbi Fréttablaðsins í gær en þar var greint frá því að til stæði að taka upp hópsenu fyrir kvikmyndina Iron Man 2 sem skartar Robert Downey Jr. í aðalhlutverki. Hópsenan átti að vera tekin upp við rætur Svínafellsjökuls, á svipuðum slóðum og Batman Begins og var auglýst eftir hundrað statistum. Enginn hafði greinilega brennandi áhuga á að leika í kvikmynd með Downey, Mickey Rourke og Scarlett Johansson.

Gísli segir ástæðuna kannski vera þá að þjóðin er farin að vera á varðbergi gagnvart aprílgöbbum fjölmiðlanna. Og menn setji varúðarnagla á nánast allar fréttir á þessum degi. En hrekkjalómar létu gamminn geisa á síðum blaðanna í gær. Morgunblaðið greindi frá því að selja ætti muni gömlu bankanna og DV sagði frá áheyrnarprufum fyrir myndband sem stúlknasveitin Girls Aloud ætlaði að taka upp í nýopnuðum Officera-klúbbi Einars Bárðarsonar.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.