Körfubolti

NBA í nótt: Duncan góður í sigri San Antonio

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tim Duncan í leiknum í nótt.
Tim Duncan í leiknum í nótt. Mynd/AP
Tim Duncan átti góðan leik þegar að San Antonio vann sigur á Milwaukee, 112-98, í NBA-deildinni í nótt.

Þetta var annar sigur hjá San Antonio í röð en liðinu hafði gengið illa í haust og aðeins unnið fjóra af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu.

Þetta slæma gengi var þó varla Duncan að kenna því San Antonio tapaði öllum fjórum leikjunum af fyrstu tíu þegar hann skoraði minnst 20 stig í leik.

Í þetta sinn skilaði góð frammistaða Duncan hins vegar sigri en því er fyrst og fremst að þakka að varamenn San Antonio áttu betri leik en oft áður í haust. Matt Bonner var með 23 stig fyrir San Antonio, George Hill fjórtán og Roger Mason ellefu.

Hjá Milwaukee var Ersan Illyasova stigahæstur með 20 stig og Brandon Jennings skoraði tólf.

Memphis vann Sacramento, 116-105. Rudy Gay skoraði 24 stig og OJ Mayo 20 fyrir Memphis en Sacramento tapaði þar með sínum fjórða leik í röð.

Portland vann Chicago, 122-98. Greg Oden jafnaði persónulegt met er hann skoraði 24 stig í leiknum en La Marcus Aldridge skoraði einnig 24 stig fyrir Portland.

LA Clippers vann Minnesota, 91-87. Al Thorntons skoraði 31 stig en þetta var þrettándi tapleikur Minnesota í röð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×