Körfubolti

Sænskur leikmaður fær samning í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svíinn Jonas Jerebko.
Svíinn Jonas Jerebko. Mynd/Fibaeurope.com

NBA-liðið Detroit Pistons hefur gert samning við Svíann Jonas Jerebko sem félagið valdi númer 35 í nýliðavalinu í sumar. Jerebko hefur spilað á Ítalíu undanfarin tvö tímabil og var með 9,0 stig og 5,5 fráköst í 23 leikjum með Angelico Biella á síðasta tímabili.

Jonas Jerebko er 22 ára, 208 sm og 105 kg kraftframherji. Hann lék með sænsku liðunum Borås Basket og Plannja Basket áður en hann fór til Ítalíu. Jerebko hefur leikið 10 landsleiki fyrir Svía.

Jerebko er annar sænski landsliðsmaðurinn í sögunni sem kemst í NBA en fyrstur var Miles Simon sem var Bandaríkjamaður sem fæddist í Svíþjóð. Tveir aðrir NBA-leikmenn hafa sænskan ríkisborgararétt (Maciej Lampe og Damir Markota) og þá á Joakim Noah sænska móður.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×