Ecclestone mærði Hitler og fékk skammir 7. júlí 2009 08:35 Bernie Ecclestone kom sér í vanda með að dásama verk Hitlers á síðustu öld. Mynd: AFP Formúlu 1 alráðurinn Bernie Ecclestone félkk skömm í hattinn um alan heim eftir að hafa rætt fjálglega um hver atorkusamur Adolf Hitler hefði verið á sínum tíma. Ummæli hans ollu úlfaþyt um allan heim, bæði hjá almenningi, pólitíkusum og ýmsum samtökum gyðinga. "Ég var bjári og biðst afsökunar á ummælum mínum", sagði Ecclestone eftir að fjöldi aðila reis upp til handa og fóta, eftir að hann sagði í ensku dagblaði að stundum væri betra að vera með einræðisherra við stjórnvölinn. Hitler hefði komið mörgum í verk, eins og dæmin sönnuðu. "Ég studdi aldrei Hitler og enn síður þa misjöfnu hluti sem hann framkvæmdi. En fyrir stríðið þá reisti hann efnahag Þýskalands upp úr rústum einum. Hann týndi sér síðan í stríðrekstri. Ég tel að orð mín hafi verið oftúlkuð og ég er leiður yfir þessu vegna þess að ég hef sem dæmi stutt gyðingasamtök af kappi gegnum tíðina. Flestir félaga minna eru gyðingar og þeir hafa stutt mig eftir þetta upphlaup", sagði Ecclestone. Hann átti að hitta Gunther Oettinger, forseta Baden Wurtemburg í vikunni fyrir þýska kappakasturinn um næstu helgi ti að ræða framtíð Hockenheim kappakstursins, en fundinum var aflýst vegna ummælanna. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 alráðurinn Bernie Ecclestone félkk skömm í hattinn um alan heim eftir að hafa rætt fjálglega um hver atorkusamur Adolf Hitler hefði verið á sínum tíma. Ummæli hans ollu úlfaþyt um allan heim, bæði hjá almenningi, pólitíkusum og ýmsum samtökum gyðinga. "Ég var bjári og biðst afsökunar á ummælum mínum", sagði Ecclestone eftir að fjöldi aðila reis upp til handa og fóta, eftir að hann sagði í ensku dagblaði að stundum væri betra að vera með einræðisherra við stjórnvölinn. Hitler hefði komið mörgum í verk, eins og dæmin sönnuðu. "Ég studdi aldrei Hitler og enn síður þa misjöfnu hluti sem hann framkvæmdi. En fyrir stríðið þá reisti hann efnahag Þýskalands upp úr rústum einum. Hann týndi sér síðan í stríðrekstri. Ég tel að orð mín hafi verið oftúlkuð og ég er leiður yfir þessu vegna þess að ég hef sem dæmi stutt gyðingasamtök af kappi gegnum tíðina. Flestir félaga minna eru gyðingar og þeir hafa stutt mig eftir þetta upphlaup", sagði Ecclestone. Hann átti að hitta Gunther Oettinger, forseta Baden Wurtemburg í vikunni fyrir þýska kappakasturinn um næstu helgi ti að ræða framtíð Hockenheim kappakstursins, en fundinum var aflýst vegna ummælanna.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira