Myntbandalög nær og fjær Þorvaldur Gylfason skrifar 28. maí 2009 06:00 Alþingi mun bráðlega fjalla um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um, að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og búist til að taka upp evruna sem lögeyri á Íslandi. Margt bendir til, að meiri hluti Alþingis sé hlynntur tillögunni. Reynist það rétt, hafa mikil umskipti átt sér stað. Allar götur síðan mælingar hófust fyrir um tuttugu árum hafa skoðanakannanir yfirleitt bent til, að meiri hluti þjóðarinnar væri hlynntur aðild Íslands að ESB, en Alþingi var andvígt aðild. Þessa þversögn mátti hafa til marks um misvægi atkvæða eftir búsetu. Þjóðin vildi eitt og þingið annað, enda speglaði þingið ekki þjóðarviljann til fulls. Hver kjósandi á landsbyggðinni hafði allt að því fjórfaldan atkvæðisrétt á við Reykjavík og nágrenni. Af þessu misvægi helgaðist tillagan um, að aðild Íslands að ESB yrði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem hver kjósandi greiðir eitt atkvæði. Slagsíðan á kjördæmaskipaninni hefur smám saman minnkað, svo að nú er munurinn á atkvæðavægi eftir landshlutum ekki nema tvöfaldur í mesta lagi. Það kann að duga til að tryggja samhljóm þings og þjóðar í Evrópumálinu. Reynslan mun skera úr því. Danmörk, Finnland, SvíþjóðRökin fyrir upptöku evrunnar hafa verið rakin í þaula. Krónan hefur síðan 1939 veikzt um 99,95 prósent gagnvart dönsku krónunni. Danir hafa stjórnað peningamálum sínum af talsverðri festu, ólíkt Íslendingum. Danir gengu í ESB 1972, en þeir hafa ekki enn kosið að taka upp evruna. Í reynd nota Danir þó evruna með því að halda gengi dönsku krónunnar blýföstu við evruna með bakstuðningi Seðlabanka Evrópu. Danska krónan er því formsatriði. Líklegt virðist, að Danir taki upp evruna fyrr en síðar. Þegar Finnar og Svíar gengu hlið við hlið inn í ESB 1995, ákváðu Finnar að taka upp evruna, þegar hún kæmi til skjalanna, og gerðu það, en Svíar höfnuðu evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu 2003. Efnahagsþróun í Finnlandi og Svíþjóð hefur verið áþekk frá 1995, svo að sumum sýndist, að evran gæti varla skipt þessi lönd miklu máli. Nú blasir nýr veruleiki við. Gengi sænsku krónunnar hefur að undanförnu fallið um fjórðung. Gengisfallið hefur gert Svíum kleift að ná til sín viðskiptum af Dönum og Finnum, sem þykir ekki mikið koma til samstöðunnar af hálfu Svía. Finnar líta á stöðugt verðlag í Evrópu sem sameiginlegt verkefni ESB-landanna og á Svía sem laumufarþega. Ætla má, að gengisfall sænsku krónunnar kyndi undir verðbólgu í Svíþjóð, og þá mun líklega koma í ljós, svo sem vænta mátti, að verðbólgan verður meiri í Svíþjóð en í Finnlandi. Er reglan óbrigðul? Hafa myntbandalagslönd alls staðar og ævinlega hemil á verðbólgu umfram lönd með eigin gjaldmiðla? Svarið er nei. Evrulandið Írland hefur til dæmis búið við nokkru meiri verðbólgu síðustu ár en Noregur og Sviss utan evrusvæðisins. Eigi að síður eru rökin að baki reglunnar býsna sterk: lönd, sem leggja eigin mynt til hliðar, afsala sér með vitund og vilja réttinum til að fella gengið með gamla laginu og hleypa verðbólgu þannig á skrið. En verðbólga á sér ýmsar uppsprettur aðrar en gengisfall, svo að reglan er ekki einhlít. AfríkaHvernig hefur reglan reynzt í öðrum heimshlutum? Löndin í Afríku sunnan Sahara eru 47. Af þeim tilheyra átján tveim myntbandalögum, hin 29 standa utan bandalaga. Af þessum 29 skera þrjú lönd sig úr vegna mikillar verðbólgu: Angóla, Kongó og Simbabve. Verðbólgan í Angólu hefur að meðaltali verið 600 prósent á ári frá 1960 og í Kongó rösklega 800 prósent, en síðustu ár hefur verðbólgan í báðum löndum verið mun minni. Simbabve er kapítuli út af fyrir sig, því að þar náði óðaverðbólga að grafa um sig. Eitt egg kostaði fyrir ári 50 milljarða Simbabvedollara, svo að nú hefur ríkisstjórnin þar ákveðið að taka upp suður-afríska randið við hlið dollarans. Ekkert þessara landa hefði komizt upp með svo mikla verðbólgu innan myntbandalags, þar eð önnur aðildarlönd hefðu sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Séu verðbólgulöndin þrjú, Angóla, Kongó og Simbabve, tekin út fyrir sviga, kemur í ljós, að meðalverðbólga í þeim 26 Afríkulöndum, sem standa utan myntbandalaga, hefur að jafnaði verið átján prósent á ári frá 1960 eins og hér heima. Meðalverðbólgan í myntbandalagslöndunum átján hefur verið mun minni, eða átta prósent á ári. Til þess var leikurinn gerður. Þessi átján Afríkulönd komu sér saman um sameiginlegar myntir til að beygja sig undir hinn gagnkvæma aga, sem sameiginleg stjórn peningamála felur í sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Alþingi mun bráðlega fjalla um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um, að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og búist til að taka upp evruna sem lögeyri á Íslandi. Margt bendir til, að meiri hluti Alþingis sé hlynntur tillögunni. Reynist það rétt, hafa mikil umskipti átt sér stað. Allar götur síðan mælingar hófust fyrir um tuttugu árum hafa skoðanakannanir yfirleitt bent til, að meiri hluti þjóðarinnar væri hlynntur aðild Íslands að ESB, en Alþingi var andvígt aðild. Þessa þversögn mátti hafa til marks um misvægi atkvæða eftir búsetu. Þjóðin vildi eitt og þingið annað, enda speglaði þingið ekki þjóðarviljann til fulls. Hver kjósandi á landsbyggðinni hafði allt að því fjórfaldan atkvæðisrétt á við Reykjavík og nágrenni. Af þessu misvægi helgaðist tillagan um, að aðild Íslands að ESB yrði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem hver kjósandi greiðir eitt atkvæði. Slagsíðan á kjördæmaskipaninni hefur smám saman minnkað, svo að nú er munurinn á atkvæðavægi eftir landshlutum ekki nema tvöfaldur í mesta lagi. Það kann að duga til að tryggja samhljóm þings og þjóðar í Evrópumálinu. Reynslan mun skera úr því. Danmörk, Finnland, SvíþjóðRökin fyrir upptöku evrunnar hafa verið rakin í þaula. Krónan hefur síðan 1939 veikzt um 99,95 prósent gagnvart dönsku krónunni. Danir hafa stjórnað peningamálum sínum af talsverðri festu, ólíkt Íslendingum. Danir gengu í ESB 1972, en þeir hafa ekki enn kosið að taka upp evruna. Í reynd nota Danir þó evruna með því að halda gengi dönsku krónunnar blýföstu við evruna með bakstuðningi Seðlabanka Evrópu. Danska krónan er því formsatriði. Líklegt virðist, að Danir taki upp evruna fyrr en síðar. Þegar Finnar og Svíar gengu hlið við hlið inn í ESB 1995, ákváðu Finnar að taka upp evruna, þegar hún kæmi til skjalanna, og gerðu það, en Svíar höfnuðu evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu 2003. Efnahagsþróun í Finnlandi og Svíþjóð hefur verið áþekk frá 1995, svo að sumum sýndist, að evran gæti varla skipt þessi lönd miklu máli. Nú blasir nýr veruleiki við. Gengi sænsku krónunnar hefur að undanförnu fallið um fjórðung. Gengisfallið hefur gert Svíum kleift að ná til sín viðskiptum af Dönum og Finnum, sem þykir ekki mikið koma til samstöðunnar af hálfu Svía. Finnar líta á stöðugt verðlag í Evrópu sem sameiginlegt verkefni ESB-landanna og á Svía sem laumufarþega. Ætla má, að gengisfall sænsku krónunnar kyndi undir verðbólgu í Svíþjóð, og þá mun líklega koma í ljós, svo sem vænta mátti, að verðbólgan verður meiri í Svíþjóð en í Finnlandi. Er reglan óbrigðul? Hafa myntbandalagslönd alls staðar og ævinlega hemil á verðbólgu umfram lönd með eigin gjaldmiðla? Svarið er nei. Evrulandið Írland hefur til dæmis búið við nokkru meiri verðbólgu síðustu ár en Noregur og Sviss utan evrusvæðisins. Eigi að síður eru rökin að baki reglunnar býsna sterk: lönd, sem leggja eigin mynt til hliðar, afsala sér með vitund og vilja réttinum til að fella gengið með gamla laginu og hleypa verðbólgu þannig á skrið. En verðbólga á sér ýmsar uppsprettur aðrar en gengisfall, svo að reglan er ekki einhlít. AfríkaHvernig hefur reglan reynzt í öðrum heimshlutum? Löndin í Afríku sunnan Sahara eru 47. Af þeim tilheyra átján tveim myntbandalögum, hin 29 standa utan bandalaga. Af þessum 29 skera þrjú lönd sig úr vegna mikillar verðbólgu: Angóla, Kongó og Simbabve. Verðbólgan í Angólu hefur að meðaltali verið 600 prósent á ári frá 1960 og í Kongó rösklega 800 prósent, en síðustu ár hefur verðbólgan í báðum löndum verið mun minni. Simbabve er kapítuli út af fyrir sig, því að þar náði óðaverðbólga að grafa um sig. Eitt egg kostaði fyrir ári 50 milljarða Simbabvedollara, svo að nú hefur ríkisstjórnin þar ákveðið að taka upp suður-afríska randið við hlið dollarans. Ekkert þessara landa hefði komizt upp með svo mikla verðbólgu innan myntbandalags, þar eð önnur aðildarlönd hefðu sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Séu verðbólgulöndin þrjú, Angóla, Kongó og Simbabve, tekin út fyrir sviga, kemur í ljós, að meðalverðbólga í þeim 26 Afríkulöndum, sem standa utan myntbandalaga, hefur að jafnaði verið átján prósent á ári frá 1960 eins og hér heima. Meðalverðbólgan í myntbandalagslöndunum átján hefur verið mun minni, eða átta prósent á ári. Til þess var leikurinn gerður. Þessi átján Afríkulönd komu sér saman um sameiginlegar myntir til að beygja sig undir hinn gagnkvæma aga, sem sameiginleg stjórn peningamála felur í sér.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun