Sport

190 milljarða Ólympíuþorpið reist fyrir almannafé

Framkvæmdir í London eru komnar á fullt
Framkvæmdir í London eru komnar á fullt Nordic Photos/Getty Images

Breska ríkisstjórnin samþykkti í dag að sprauta rúmum 62 milljörðum króna í framkvæmdina í kring um Ólympíuþorpið í Lundúnum fyrir leikana árið 2012.

Þar með er ljóst að Ólympíuþorpið í London mun verða reist fyrir almannafé frá a til ö. Kostnaður við þorpið eitt mun nema um 190 milljörðum króna, en reistar verða um 2800 íbúðir í kring um verkefnið.

Upphaflega stóð til að verkefnið yrði einkaframtak, en það var blásið af eftir að kreppan skall á. Búist er við að góður peningur fáist fyrir íbúðirnar að leikunum loknum og að fjárfestingin muni skila sér fyrir yfirvöld þegar fram í sækir.

Heildarkostnaður við Lundúnaleikana er sagður nema ríflega 1400 milljörðum króna, en ekki er ólíklegt að sú tala eigi eftir að hækka verulega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×