Körfubolti

NBA í nótt: Marion tryggði sigurinn með troðslu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marion tryggir hér Miami sigurinn í nótt.
Marion tryggir hér Miami sigurinn í nótt. Nordic Photos / Getty Images

Shawn Marion tryggði í nótt Miami sigur á Chicago í NBA-deildinni í körfubolta, 95-93, með troðslu þegar ekki nema 1,1 sekúnda var til leiksloka.

Dwyane Wade var stigahæstur leikmanna Miami með 24 stig. Hann skoraði átta stig í fjórða leikhluta og átti stoðsendinguna á Marion er hann skoraði sigurkörfuna.

Michael Beasley skoraði 21 stig fyrir Miami sem hafði tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum fyrir leikinn í nótt.

Ben Gordon var stigahæstur leikmanna Chicago með 34 stig.

Þegar staðan var 86-85 fyrir Chicago í leiknum komst Miami á 8-0 sprett og ekki nema rúm mínúta til leiksloka. En Chicago náði samt að svara með sjö stigum í röð og náði að jafna metin, 93-93, þegar ekki nema sex sekúndur voru eftir af leiknum.

Svo virtist sem að Chicago ætlaði að eiga möguleika á að tryggja sér sigurinn í þokkabót þegar að Kirk Hinrich náði að stela boltanum en Dwyane Wade stal honum strax aftur og gaf á Marion sem tryggði Miami sigurinn.

Boston vann Dallas, 99-92, Paul Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston og Ray Allen 20. Dirk Nowitzky skoraði 37 stig fyrir Dallas.

Golden State vann Portland, 105-98. Corey Maggette skoraði 24 stig fyrir Golden State og þeir Stephen Jackson og Monta Ellis 20 hvor. Brandon Roy skoraði 37 stig fyrir Portland.

Staðan í deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×