Aftur í sama farið? Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. október 2009 06:00 Það getur reynst erfitt að breyta út af vananum. Við erum gjörn á að hjakka í sama hjólfarinu og sitja sem fastast í þeim aðstæðum sem við þekkjum best, jafnvel þó þær aðstæður séu ekki endilega þær bestu og breytinga væri þörf. Það felst ákveðið öryggi í þessu venjulega. Þó að okkur takist stundum að hrista upp í hlutunum og breyta tímabundið til er tilhneigingin til að falla aftur í sama farið rík. Þetta á við um svo margt, bæði um hversdagslega hluti og þá sem skipta sköpum. Heimili mitt var til dæmis um tíma sjónvarpslaust. Það tók mig dálítinn tíma að venjast því, en þegar ég hafði lært að meta þá ró sem fylgdi í kjölfarið saknaði ég þess ekki neitt. Ég sá meira að segja fyrir mér, þegar sjónvarpssendingar næðust aftur, að kveikja hreinlega ekkert á sjónvarpinu, nema kannski rétt til að horfa á fréttir. Það gekk þó ekki eftir. Tækið hefur malað daginn út og daginn inn, síðan það komst aftur í gagnið. Hver hefur ekki ætlað sér að taka upp heilbrigðari lífsstíl? Hætta að láta ofan í sig óhollustu og að hreyfa sig meira. Leggja bílnum og ganga, drekka vatn og borða fisk, fara fyrr að sofa og þar fram eftir götunum. Mörgum hefur meira að segja reynst þrautin þyngri að láta af slæmum vana þrátt fyrir að sá ávani gæti farið með þá í gröfina verði ekkert að gert. Það er hægara sagt en gert að aðlaga sig nýjum aðstæðum og fylgja þeim eftir. Vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa hrunið síðan hún tók við völdum, eins og hún byrjaði vel. Fólk sá fram á breyttar áherslur með stjórnarsamstarfi sem ekki hafði verið áður reynt. Öðrum kimum samfélagsins yrði nú loksins gefinn gaumur í fyrsta sinn í langan tíma. En stjórnin tók við á erfiðum tímum og nú er fólk orðið óþreyjufullt, hún riðar til falls og það hlakkar í hægrimönnunum sem sögðu vinstri öflin aldrei geta valdið þeim verkefnum sem framundan væru. Gæti það verið, að eftir einungis stutt hlé frá völdum taki Sjálfstæðisflokkurinn aftur við taumunum og sama stjórnarmynstrið sem fólk barði sig frá síðasta vetur, sendi þá þjóðina beint aftur í sama farið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Það getur reynst erfitt að breyta út af vananum. Við erum gjörn á að hjakka í sama hjólfarinu og sitja sem fastast í þeim aðstæðum sem við þekkjum best, jafnvel þó þær aðstæður séu ekki endilega þær bestu og breytinga væri þörf. Það felst ákveðið öryggi í þessu venjulega. Þó að okkur takist stundum að hrista upp í hlutunum og breyta tímabundið til er tilhneigingin til að falla aftur í sama farið rík. Þetta á við um svo margt, bæði um hversdagslega hluti og þá sem skipta sköpum. Heimili mitt var til dæmis um tíma sjónvarpslaust. Það tók mig dálítinn tíma að venjast því, en þegar ég hafði lært að meta þá ró sem fylgdi í kjölfarið saknaði ég þess ekki neitt. Ég sá meira að segja fyrir mér, þegar sjónvarpssendingar næðust aftur, að kveikja hreinlega ekkert á sjónvarpinu, nema kannski rétt til að horfa á fréttir. Það gekk þó ekki eftir. Tækið hefur malað daginn út og daginn inn, síðan það komst aftur í gagnið. Hver hefur ekki ætlað sér að taka upp heilbrigðari lífsstíl? Hætta að láta ofan í sig óhollustu og að hreyfa sig meira. Leggja bílnum og ganga, drekka vatn og borða fisk, fara fyrr að sofa og þar fram eftir götunum. Mörgum hefur meira að segja reynst þrautin þyngri að láta af slæmum vana þrátt fyrir að sá ávani gæti farið með þá í gröfina verði ekkert að gert. Það er hægara sagt en gert að aðlaga sig nýjum aðstæðum og fylgja þeim eftir. Vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa hrunið síðan hún tók við völdum, eins og hún byrjaði vel. Fólk sá fram á breyttar áherslur með stjórnarsamstarfi sem ekki hafði verið áður reynt. Öðrum kimum samfélagsins yrði nú loksins gefinn gaumur í fyrsta sinn í langan tíma. En stjórnin tók við á erfiðum tímum og nú er fólk orðið óþreyjufullt, hún riðar til falls og það hlakkar í hægrimönnunum sem sögðu vinstri öflin aldrei geta valdið þeim verkefnum sem framundan væru. Gæti það verið, að eftir einungis stutt hlé frá völdum taki Sjálfstæðisflokkurinn aftur við taumunum og sama stjórnarmynstrið sem fólk barði sig frá síðasta vetur, sendi þá þjóðina beint aftur í sama farið?