Körfubolti

LeBron James stundar jóga fyrir leiki

Nordic Photos/Getty Images

LeBron James hjá Cleveland Cavaliers hefur gefið það upp að hann stundi jóga fyrir leiki til að undirbúa sál og líkama undir átökin í NBA deildinni.

"Jóga er ekki bara fyrir líkamann, heldur einnig um hugann. Þetta er tækni sem hefur hjálpað mér mikið. Það er mjög mikilvægt að anda rétt og halda góðri einbeitingu," sagði James.

LeBron James er einn besti körfuboltamaður heimsins. Hann er annar stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar með 28,6 stig að meðaltali í leik. Þar að auki hirðir hann 7,6 fráköst og gefur 7,3 stoðsendingar og er í 6. sæti yfir flesta stolna bolta með 1,79 stolna að meðaltali í leik.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×