Körfubolti

NBA í nótt: Fyrsti sigur New York

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nate Robinson, leikmaður New York.
Nate Robinson, leikmaður New York. Nordic Photos / Getty Images
New York vann í nótt sinn fyrsta sigur í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann New Orleans, 117-111, á heimavelli.

David Lee og Al Harrington áttu góðan leik fyrir New York. Lee skoraði 28 stig og Harrington 24, þar af þrettán í fjórða leikhluta.

Chris Duhon kom næstur með átján stig og níu stoðsendingar. Mike D'Antoni, þjálfari Knicks, var ánægður með sína menn.

„Þeir sýndu karakter og börðust fyrir sigrinum. Það er erfitt að ná fyrsta sigrinum en ég var ánægður með heildarframmistöðuna," sagði hann.

Chris Paul var með 32 stig og þrettán stoðsendingar í leiknum en það dugði ekki til. Emeka Okafur bætti við 24 stigum og David West 21 stigi.

Charlotte vann New Jersey, 79-68, þar sem Gerald Wallace var með 24 stig og 20 fráköst. Charlotte komst á 24-0 sprett en New Jersey náði ekki að skora stig á tíu mínútna kafla á þeim tíma. Ekkert lið í NBA-deildinni hefur gengið í gegnum svo langan stigalausan kafla í fjögur ár.

Houston vann Utah, 113-96. Chase Budinger skoraði sautján stig en alls skoruðu átta leikmenn Houston tíu stig eða meira í leiknum. Houston komst á 13-0 sprett í upphafi fjórða leikhluta sem dugði til sigurs.

Sacramento vann Memphis, 127-116, í framlengdum leik. Kevin Martin skoraði 48 stig fyrir Sacramento en það var Beno Udrih sem tryggði liðinu framlengingu með körfu í blálokin.

LA Clippers vann Minnesota, 93-90. Chris Kaman var með 25 stig og ellefu fráköst fyrir Clippers, Eric Gordon sautján og Baron Davis þrettán og átta stoðsendingar. Liðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×