Skuggabankastjórn vill framtíðarsýn 6. maí 2009 00:01 Skuggabankastjórn Markaðarins telur nauðsynlegt að sem allra fyrst verði mörkuð framtíðarstefna í peningamálum þjóðarinnar, enda auki öll óvissa á vandkvæði í uppbyggingarstarfinu og ýti undir vantraust á íslenskri efnahagsstjórn. Peningastefnunefnd verði að leggja fram trúverðuga stefnu í vaxtamálum sem ýti undir traust og styðji við uppbyggingarstarf. Markaðurinn/GVA Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ætti að lækka stýrivexti bankans um þrjú prósentustig á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, samkvæmt einróma áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Aukinheldur ætti að tilkynna um fyrirhugaða þriggja prósentustiga vaxtalækkun til viðbótar þegar í júníbyrjun. Þórður Friðjónsson Komið er að tímamótum. Skuggabankastjórnin bendir á að hér á landi séu raunstýrivextir, það er stýrivextir að frádreginni verðbólgu, úr öllu samræmi við það sem annars staðar gerist, jafnvel þó svo að horft sé til annarra hávaxtalanda, þar sem þeir séu á bilinu tvö til fjögur prósent. Ólafur Ísleifsson Raunhæfar forsendur ráði för „Hver segir að heimurinn ætlist til að við séum hér með þessa brjálæðislegu vexti?" spyr Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Þá veltir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, upp þeirri spurningu hvers konar land það sé sem þurfi að styðjast við raunstýrivexti upp á 10 til 15 prósent og gjaldeyrishöft í ofanálag og hvaða skilaboð felist í því til umheimsins, um leið og hagkerfið sé allt í mikilli niðursveiflu. „Þetta er auðvitað algjörlega fráleitt," segir hann. Ingólfur Bender Ekki ástæða til smærri skrefa Gangi eftir tilmæli skuggabankastjórnarinnar um lækkun stýrivaxta verða þeir 12,5 prósent eftir vaxtaákvörðunina á morgun og 9,5 prósent eftir lækkun í júníbyrjun. Skuggabankastjórnin er á einu máli um að varkárnissjónarmið sem höfð hafi verið í hávegum í ákvörðunum peningastefnunefndar til þessa eigi ekki lengur við. „Miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi tel ég ranga þá aðferðafræði sem notast hefur verið við, það er að taka lítil skref og sjá svo til, án þess að gefa til kynna hvert framhaldið verði," segir Þórður. „Vatnaskil eru tímabær og að segja fyrir fram að hverju skuli stefnt, en að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að þróun efnahagsmála verði með þeim hætti sem ráð er fyrir gert." Ólafur og Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, taka báðir undir með Þórði að mikilvægt sé að boða frekari miklar vaxtalækkanir. Ingólfur kveðst einnig telja að raunstýrivextir eftir þá lækkun sem skuggabankastjórnin leggur til nægi vel til að styðja við gengi krónunnar. Jafnframt telur hann aðra þætti en vaxtastigið skipta meira máli í tengslum við styrkingu eða veikingu gjaldmiðilsins. „Þar skiptir uppbyggingarstarfið meira máli, hvort okkur takist að byggja upp bankana að nýju og koma fram með trúverðuga áætlun um hvernig við ætlum á næstu árum að borga niður skuldir okkar." Peningastefnunefndin verður að mati Ingólfs að taka mið af breyttum aðstæðum í ákvörðunum sínum. Hann minnir á að tekist sé á við banka- og gjaldeyriskreppu um leið og staðið sé frammi fyrir verulegum samdrætti í efnahagslífinu. „Hallgrímur kvað í heljarnauðum / heilaga glóð í freðnar þjóðir," vitnar Ólafur í Matthías Jochumsson. Þórður segir skuggabankastjórnina kalla á „tímamótaákvörðun, stefnubreytingu og nýtt vinnulag peningastefnunefndarinnar". Fari svo að peningastefnunefndin haldi uppteknum hætti og feti áfram slóð smærri skrefa í vaxtalækkunum líkt og margir búast við, en spáð hefur verið 1,5 prósentustiga lækkun á morgun, segir Ingólfur ljóst að það sé ávísun á að efnahagslægðin verði dýpri en annars þyrfti að vera. Þórður segir áframhald á sömu stefnu kalla á sífellt meiri ógöngur. „Langöflugasta einstaka hagstjórnartækið til að breyta þróun mála er veruleg og hröð vaxtalækkun." Ólafur bendir líka á að fyrirtæki landsins geti enda hvorki bætt við sig fólki né ráðist í framkvæmdir með þann vaxtakostnað sem þau þurfi að bera. Þá minnir hann á að Ísland sé til umræðu alls staðar í Evrópu sem dæmi um fórnarlamb fjármálakreppunnar. „Í þýskum sjónvarpsþáttum er lagt út af málum hér. Hvaða skilaboð viljum við senda um hvernig við tökum á kreppunni? Með hæstu raunstýrivexti sögunnar, frá Krists burði." Þá segir Ólafur einnig nauðsynlegt að leggja línurnar um hver verði framtíðarskipan peningamála í landinu og undir það taka aðrir skuggabankastjórnarmenn. Þórður leggur til að skuggabankastjórnin treysti á að jákvæð tíðindi verði í efnahagsmálum í þessari og næstu viku. „Jákvæð tíðindi vikunnar verði stórfelld vaxtalækkun og næstu viku að við sækjum um aðild að Evrópusambandinu og þar með hilli undir hvert við viljum stefna með frambúðarskipan gjaldeyris- og peningamála." Atburðarás sem þessa segist Ingólfur einnig telja mjög mikilvæga. Undir smásjánni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ætti að lækka stýrivexti bankans um þrjú prósentustig á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, samkvæmt einróma áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Aukinheldur ætti að tilkynna um fyrirhugaða þriggja prósentustiga vaxtalækkun til viðbótar þegar í júníbyrjun. Þórður Friðjónsson Komið er að tímamótum. Skuggabankastjórnin bendir á að hér á landi séu raunstýrivextir, það er stýrivextir að frádreginni verðbólgu, úr öllu samræmi við það sem annars staðar gerist, jafnvel þó svo að horft sé til annarra hávaxtalanda, þar sem þeir séu á bilinu tvö til fjögur prósent. Ólafur Ísleifsson Raunhæfar forsendur ráði för „Hver segir að heimurinn ætlist til að við séum hér með þessa brjálæðislegu vexti?" spyr Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Þá veltir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, upp þeirri spurningu hvers konar land það sé sem þurfi að styðjast við raunstýrivexti upp á 10 til 15 prósent og gjaldeyrishöft í ofanálag og hvaða skilaboð felist í því til umheimsins, um leið og hagkerfið sé allt í mikilli niðursveiflu. „Þetta er auðvitað algjörlega fráleitt," segir hann. Ingólfur Bender Ekki ástæða til smærri skrefa Gangi eftir tilmæli skuggabankastjórnarinnar um lækkun stýrivaxta verða þeir 12,5 prósent eftir vaxtaákvörðunina á morgun og 9,5 prósent eftir lækkun í júníbyrjun. Skuggabankastjórnin er á einu máli um að varkárnissjónarmið sem höfð hafi verið í hávegum í ákvörðunum peningastefnunefndar til þessa eigi ekki lengur við. „Miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi tel ég ranga þá aðferðafræði sem notast hefur verið við, það er að taka lítil skref og sjá svo til, án þess að gefa til kynna hvert framhaldið verði," segir Þórður. „Vatnaskil eru tímabær og að segja fyrir fram að hverju skuli stefnt, en að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að þróun efnahagsmála verði með þeim hætti sem ráð er fyrir gert." Ólafur og Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, taka báðir undir með Þórði að mikilvægt sé að boða frekari miklar vaxtalækkanir. Ingólfur kveðst einnig telja að raunstýrivextir eftir þá lækkun sem skuggabankastjórnin leggur til nægi vel til að styðja við gengi krónunnar. Jafnframt telur hann aðra þætti en vaxtastigið skipta meira máli í tengslum við styrkingu eða veikingu gjaldmiðilsins. „Þar skiptir uppbyggingarstarfið meira máli, hvort okkur takist að byggja upp bankana að nýju og koma fram með trúverðuga áætlun um hvernig við ætlum á næstu árum að borga niður skuldir okkar." Peningastefnunefndin verður að mati Ingólfs að taka mið af breyttum aðstæðum í ákvörðunum sínum. Hann minnir á að tekist sé á við banka- og gjaldeyriskreppu um leið og staðið sé frammi fyrir verulegum samdrætti í efnahagslífinu. „Hallgrímur kvað í heljarnauðum / heilaga glóð í freðnar þjóðir," vitnar Ólafur í Matthías Jochumsson. Þórður segir skuggabankastjórnina kalla á „tímamótaákvörðun, stefnubreytingu og nýtt vinnulag peningastefnunefndarinnar". Fari svo að peningastefnunefndin haldi uppteknum hætti og feti áfram slóð smærri skrefa í vaxtalækkunum líkt og margir búast við, en spáð hefur verið 1,5 prósentustiga lækkun á morgun, segir Ingólfur ljóst að það sé ávísun á að efnahagslægðin verði dýpri en annars þyrfti að vera. Þórður segir áframhald á sömu stefnu kalla á sífellt meiri ógöngur. „Langöflugasta einstaka hagstjórnartækið til að breyta þróun mála er veruleg og hröð vaxtalækkun." Ólafur bendir líka á að fyrirtæki landsins geti enda hvorki bætt við sig fólki né ráðist í framkvæmdir með þann vaxtakostnað sem þau þurfi að bera. Þá minnir hann á að Ísland sé til umræðu alls staðar í Evrópu sem dæmi um fórnarlamb fjármálakreppunnar. „Í þýskum sjónvarpsþáttum er lagt út af málum hér. Hvaða skilaboð viljum við senda um hvernig við tökum á kreppunni? Með hæstu raunstýrivexti sögunnar, frá Krists burði." Þá segir Ólafur einnig nauðsynlegt að leggja línurnar um hver verði framtíðarskipan peningamála í landinu og undir það taka aðrir skuggabankastjórnarmenn. Þórður leggur til að skuggabankastjórnin treysti á að jákvæð tíðindi verði í efnahagsmálum í þessari og næstu viku. „Jákvæð tíðindi vikunnar verði stórfelld vaxtalækkun og næstu viku að við sækjum um aðild að Evrópusambandinu og þar með hilli undir hvert við viljum stefna með frambúðarskipan gjaldeyris- og peningamála." Atburðarás sem þessa segist Ingólfur einnig telja mjög mikilvæga.
Undir smásjánni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira