Körfubolti

Ferill Mutombo líklega á enda

AP

"Það verður ekki meiri körfubolti hjá mér," sagði Dikembe Mutombo með tárin í augunum þegar hann var borinn meiddur inn í búningsherbergi Houston Rockets í tapinu gegn Portland í úrslitakeppni NBA í nótt.

Mutombo tognaði á hné og ljóst þykir að hann muni ekki spila meira með liðinu í úrslitakeppninni - á árinu sem líklega var hans síðasta í deildinni.

Mutombo lenti í samstuði við Greg Oden, miðherja Portland, sem er nákvæmlega helmingi yngri en hinn 42 ára gamli Mutombo. Hann er elsti leikmaður deildarinnar.

"Engum hefði dottið í hug að sá stóri myndi kveðja með því að vera borinn af velli," sagði Mutombo eyðilagður eftir leikinn.

Hann á að baki tæplega 1200 leiki í NBA deildinni og er næstefstur í sögunni í vörðum skotum með 3,289 á ferlinum. Hann hefur leikið með sex liðum á ferlinum og var fjórum sinnum kjörinn varnarmaður ársins.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×